Vikan


Vikan - 30.10.1969, Síða 15

Vikan - 30.10.1969, Síða 15
Gabriel hljóp í áttina að bálinu. Æp- andi karlar og konur hlupu fram og aftur með vatnsfötur . . . inum ætluðu að halda til Weath- erbury um nóttina, það var nokkrum mílum nær. Gabriel lá hljóður í hálminum fyrir aftan þá, og skipti brauðbita milli sín og Georgs gamla, sem lá við hlið hans. Það er eiginlega furðulegt að húsbóndinn skyldi arfleiða kvenmann að búgarðinum, og það svona ungan kvenmann, sagði einn maðurinn, hugsandi. — Þótt hún hafi verið eini ætt- ingi hans. Og svo er hún líka ógift, sagði annar. — Þær segja að hún snegli sig á hverju kvöldi, til að vi^a hvort nátthúfan sé á rétt- um stað, — hégómleg er hún, eins oe allar stúlkur. En hún er líka falleg. Gabriel hlustaði ekki lengur á skvaldrið í þeim, hann settist upp í hálminum og starði á skin af eldi hjá einum búgarðinum, nokkur hundruðum metrum framundan. Þetta var ekki skin af kyndlum eða blysum, þetta var rjúkandi bál, og þegar hann kom nær, sá hann að þetta var brennandi hálmstakkur. Hann stökk af vagninum og hljóp í átt- ina að bálinu. Æpandi karlar og konur hlupu fram og aftur milli brunnsins og eldsins, skvettu vatni úr fötum, þar sem tilgangs- laust var að skvetta vatni. Og yfir allan þennan hávaða heyrð- ist reiðileg karlmannsrödd sem hrópaði: Pennyways! Hvar er ráðs- maðurinn? Hvar í fjandanum er hann? En enginn hafði séð ráðsmann- inn, og þetta ráðleysislega slökkvistarf var algerlega gagns- laust. Gabriel tróð sér gegnum hópinn. Hann sá strax að hálm- stakknum yrði ekki bjargað. En hveitistökkunum, sem voru þarna allt í kring, var auðvelt að bjarga, ef hægt væri að ná í yfirbreiðslur. . . . Allt í einu hrópaði hann með þrumuraust: — Myndið þétta röð! Fullar fötur fram, tómar aftur! Og náið í yfirbreiðslur! Nokkrir mannanna hlupu til og náðu í þungar segldúksyfir- breiðslur, störðu skelfingu lostn- ir á Gabriel, en hlýddu skipun- um hans. Vatnsföturnar gengu á milli kvennanna, og það brast og brakaði, þegar skvett var úr þeim á segldúkinn. Þetta ætti að heppnast. Það skyldi heppnast. . . . En vindurinn bar logandi hálmvisk að korninu, eins og kyndil. Gabriel stökk fram og skipaði mönnunum að koma með stiga, en stiginn hafði staðið upp að stakknum og var nú farinn að loga. Gabriel kom sér undan hon- um, á síðustu stundu, áður en hann féll. En hirðisstafur hans var langur og sterkur, og með honum gat hann krafsað logandi hálmviskina niður og slökkt í henni með vatni. Gabriel barðist gegn eldinum. Hann fann hvernig svitinn rann af sótugu andlitinu, og hann vissi að skyrtan hans og jakkinn voru í tætlum. Fólkið í kringum hann starði. Hver var þessi maður? Enginn vissi hver hann var — en allir hlýddu honum. Svipur hans bar það með sér að hann þoldi ekki mótmæli. — Hver er þetta eiginlega? Veizt þú það, Liddy? Ein konan, sem handlangaði vatnsfötur milli elds og vatns, var athyglisverð- ust. Hún var hávaxin og reisu- leg, ljóshærð og bláeygð. — Stúlkan sá aðeins einn, liðþjálfann sjálfan, — Frank Troy . . . Hvaða vald tekur hann sér? Hver er hann? — Ég veit það ekki, ungfrú, sagði þjónustustúlkan, og starði á sótugt andlitið á Gabriel. — En hann hefur bjargað hveitinu, það er öruggt. Matmóðir hennar tók sig út úr röðinni, og rétti stúlkunni föt- una. Það var eitthvað við þenn- an mann. Eldurinn var ekki orð- inn svo mikill, það yrði auðvelt að slökkva hann úr þessu. Hálm- stakkurinn var brunninn niður, en hveitinu var bjargað. Og það var þessum ókunna manni að þakka, en svo sannarlega ekki ráðsmanninum, sem hefði átt að vera viðstaddur, en lét ekki sjá sig. Hún gekk nokkur skref í átt- ina til mannsins, en nam svo skvndilega staðar. Ókunni maðurinn strauk sót- ugu handarbakinu yfir andlitið, til að reyna að þurrka af sér svitann. Augu þeirra mættust. Gabriel horfði beint framan í Batshebu. Þetta var þá búgarð- urinn hennar; það var uppsker- an hennar, sem hann hafði bjarg- að undan eldinum! Það var þá hún sem var einkaerfingi Ever- denes gamla. Hann hefði viljað segja svo margt við hana, en það eina sem honum datt í hug var setningin, sem hafði verið á vör- um hans allan daginn: Vantar yður fjárhirði, ung- frú? Batsheba hneigði höfuðið til samþykkis og horfði í augu hans. Eitthvað hafði komið fyrir; það hlaut að vera ástæða fyrir því að hann var hér staddur, svo langt frá sínu eigin býli og skepnunum, sem honum þótti svo vænt um. Það voru líka drættir í andliti hans, drættir, sem ekki voru þar áður.... Hún var ekki viss um að hún hefði gert rétt í því að ráða hann. En hvað átti hún að gera, þegar hann kom til að biðja hana um vinnu? Framhald á bls. 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.