Vikan - 30.10.1969, Blaðsíða 28
JOHN OG YOKO
Hjónin John Lennon og Yoko Ono
hafa nú látið frá sér fara nýja
tveggja laga plötu, ásamt gítarleik-
aranum Eric Clapton, bassaleikaran-
um Klaus Voorman og trymblinum
Allan White. Þessi plata kemur í
kjölfar „Give Peace A Chance", og
enn sem fyrr eru flytjendur nefndir
Plastic Ono Band. Þessi nýja hljóm-
plata virðist forvitnileg fyrir þá sök,
að hér eru miklir snillingar með í
spilinu, og skal þá fyrst og fremst
nefndur Eric Clapton. Lagið sem upp
snýr á plötunni heitir „Cold Turkey"
(kaldur kalkúnn) og er eftir John
Lennon. Hugmyndina að útgáfu
þessarar plötu fékk John, þegar
hann kom fram á rokk-hátíð í Tor-
onto í Kanada fyrir skömmu. Þeir
Eric, Klaus og Allan komu þar einn-
ig fram og fluttu þar meðal annars
lagið „Cold Turkey" ásamt Lennon
og frú.
Þá er innan skamms von á tveggja
laga plötu þar sem Yoko Ono lætur
í sér heyra. Hefur John unnið að
undirbúningi fyrir þessa plötu um
langt skeið og bíða menn f eftir-
væntingu eftir að heyra hver út-
koman verður.
Að lokum er þess svo að geta, að
17. okt. kom út hæggeng hljómplata
með John og Yoko. Plantan ber
nafnið „Wedding Album" og þykir
hin furðulegasta fyrir margar sakir.
A annarri hlið plötunnar eru viðtöl
sem blaðamenn áttu við hjónakorn-
in, þegar þau lágu í viku í hótel-
holunni í Amsterdam, en það til-
tæki þeirra varð frægt um allar jarð-
ir. A hinni hlið plötunnar er ástar-
leikur tveggja elskenda, Johns og
Yoko. Þessi plata er borin á borð
fyrir kaupendur í sérstökum gjafa-
kassa, en í kassanum eru auk plöt-
unnar mynd í plastpoka af brúð-
kaupstertu hjónanna, 12 blaðsíður
af myndum sem þau hafa tekið hvort
af öðru, 6 blaðsíður með teikni-
myndum, sem þau hafa áritað, og
16 blaðsíðna bók með úrklippum
úr dagblöðum, þar sem frá þeim
er greint.
White Trash.
Mynd á umslagi nýju Bítlaplötunnar
sýnir Bítlana á Abbey Road.
Ný bítlanwnd
Lengi hafa menn beðið eftir nýrri
kvikmynd frá Bítlunum, og lengi
hafa Bítlarnir haft áætlanir á prjón-
unum um slíkt fyrirtæki. Að þvl er
nýjustu fregnir herma, mun þriðja
kvikmynd Bítlanna af fullri sýning-
arlengd verða frumsýnd f byrjun
næsta érs. Myndatöku er þegar lok-
ið og er um þessar mundir verið að
vinna að endanlegum frágangi.
Sennilegt er talið, að myndin muni
heita „Get Back", en það lag er
meðal annars í myndinni, ásamt fjöl-
mörgum öðrum nýjum eftir Bítlana.
Munu öll þessi lög verða gefin út
á hæggengri plötu um sama leyti
og myndin verður frumsýnd. Þessi
mynd er að því leyti frábrugðin
fyrri myndum Bítlanna, „A Hard
Days Night" og „Help", að í henni
er ekki um söguþráð að ræða, held-
ur sýnir hún Bftlana í starfi, meðal
annars við plötuupptökur. Þeir hafa
þó líka brugðið á leik, eins og þeirra
er von og vísa, og má geta þess
því til sönnunar, að f laginu „Get
Back" eru þeir sýndir príla uppi á
þaki stórbyggingar þeirrar, þar sem
skrifstofur Apple eru til húsa. Var
það tiltæki þeirra frægt að endem-
um á sínum tíma og olli umferða-
töfum í næsta nágrenni hússins, svo
ekki sé minnst á skelfingu þeirra,
sem fylgdust með.
Hinni nýju stóru hljómplötu Bíti-
anna „Abbey Road" hefur vegnað
vel á vinsældalistanum brezka. Tvö
lög af plötunni hafa verið gefin út
á tveggja laga plötu í Bandaríkjun-
um. Eru það lögin „Something" eft-
ir George Harrison, og „Come To-
gether" eftir John og Paul.
Eins og vænta mátti hafa margar
hljómsveitir orðið til þess að takai
lög af þessari plötu og gefa út á
tveggja laga plötum. Er hér einkum
um að ræða hljómsveitir, sem lítt
eru þekktar. Meðal þessara hljóm-
sveita er „White Trash", en útgáfu
þeirra af lögunum „Golden Slumb-
ers" og „Carry That Weight" er spáð
miklum vinsældum. Þykir hljóm-
sveitin spjara sig vel, og er því
spáð, að þessi plata komist ofarlega
á blað á vinsældalistanum. Eins og
menn kannski muna, lét hljómsveit-
in Marmelade fyrst að sér kveða
með lagi af síðustu hæggengu plötu
Bítlanna, Obladi-Oblada. Telja spak-
ir menn, að nú eigi „White Trash"
velgengni vísa líkt og Marmelade á
sínum tíma. ☆
ANDRES INDRIÐASON
28 VIKAN 44-tbl'