Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 4

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 4
Þeim lœrist bezt að synda, sem liggur við drukknun. íslenzkur málsháttur. # fólk i fréttunum Hinn heimsfrægi hljómsveitarstjóri og tónskáld, Igor Stravinsky, er nú orðinn rúmlega 80 ára. Hann er þó enn í fullu fjöri og vinnur sízt minna í dag en hann gerði fyrir 30 árum. Nýlega sagði hann í blaðaviðtali, er hann var spurður um hvernig honum fyndist að vera orðinn gamall: — Ég sætti mig við það að langafi minn varð 111 ára gamall. Nei, hann var nú ekki tónskáld, en hann gerði nokkuð ann- að af lífi og sál — eftir því sem mér er sagt — og það var kvennafar. Og sann- leikurinn er sá, að gamli maðurinn (blessuð sé minning hans) dó af völdum meiðsla sem hann hlaut er hann datt niður af girðingu sem hann var að klifra yfir á leiðinni á stefnumót. „What a way to go!“ eins og Ameríkanarnir segja. .. . Ekki er langt síðan sýnd var hér í Reykja- vík frámunalega léleg bandarísk kvik- mynd, VIXEN. Betra er að taka það fram að myndin var klámmynd, og ætti það að vera nægileg rökfærsla fyrir gæðum myndarinnar. Hér var myndin auglýst sem fræg og vinsæl mynd í Bandaríkjunum — hún gengi meira að segja enn á Broad- way. Sennilega hafa fáir tekið það trúan- lega, en það er engu að síður satt. Sá sem framleiddi og stjórnaði þessari mynd heif’ ir Russ Meyer, 47 ára gamall leikstjóri og vínsvelgur. Allt í allt eyddi hann 72.000 dollurum í Vixen, og nú hefur myndin gefið hvorki meira né minna en 6 milljónir dollara í aðra hönd. Eftir frumsýningu myndarinnar sl. haust, sagði Richard Zanuck, forseti Fox-fyrirtækisins, að fyrst Meyer gæti gert svona gott úr 72.000 dollurum og lélegum tækjum þá gæti hann gert stórkostlega hluti með meiri peningum og betri tækjum. — Þrátt fyrir nýlega velgengni hans líta flestir samverka- menn hans hjá Fox á hann sem venjulegan klámmyndagerðarmann. „Látum þá bíða aðeins,“ segir hann, „þegar næsta mynd er fullgerð dýrka þeir mig.“ Arlega eru 12 menn útnefndir „Bezt klæddu menn ársins". Á listanum fyrir árið 1969 voru m. a. George Hamilton, Jean-Claude Killy og Wyatt Cooper. Tveir menn fá þá sérstaka viðurkenningu fyrir það sem þeir hafa gert til að fá fólk til að fækka fötum og annar þeirra er Micha- el Butler, 43 ára gamall leikstjóri, sem stjórnaði uppfærslunni á HAIR, en í söng- leiknum er, eins og allir vita, töluvert um stripl. „Ef maður getur safnað nægu hári, þá þarf maður engin föt,“ segir hann. „Á meðan ættu þau að vera fallega litrík og af mini-mini gerð.“ Og mini-mini þykir vera nokkuð góð lýsing á klæðnaði söngvarans Harry Belafonte. „Það er nú ekki alveg rétt,“ hló söngvarinn, sem varð fyrsti blökkumaðurinn til að komast á listann. „Ég er einfald- lega í skyrtu sem er opin niður að nafla. En í alvöru, þá finnst mér bezt klæddu mennirnir í heiminum þeir sem geta farið í borgaraleg föt eftir að þeir koma heim frá Viet Nam.“ Kia kemur til íslands Þessi gullfallega stúlka heitir Christina Karlsson, kölluð Kia. Hún er sænsk að uppruna og vinnur sem aðstoðarstúlka á rannsóknarstofu í Stokkhólmi — á milli þess sem hún striplar fyrir framan myndavélarnar. — Nýlega birtust nokkrar myndir af henni í sænsku blaði og þar sagði hún að næsta sumarfrí, sem væntanlega verður sumarið 1970, ætlaði hún að nota til að fara til íslands! ☆ DAYAN ÓDYR í REKSTRI Moshe Dayan, landvarnaráð- herra ísraels er mikill forngripa- safnari, en það kostar hann lítið sem ekkert, þótt undarlegt megi virðast. „Dayan borgar alltaf með ávís- un,“ segir arabískur forngripa- sali í Jerúsalem. „Venjulega er búðin full af túristum sem eru óðir í að skipta ávísuninni fyrir mig svo þeir geti haft hana með sér heim og hengt hana upp á vegg hjá sér. Dayan faer forn- gripina sína, ég fæ peningana mína og túristinn fær ávísun með eiginhandaráritun Dayan‘s.“ Og bankainnstæða herforingj- ans stendur í stað! * Lœknar verða að sýna þol- inmœði, en sá sem sagði eftirfarandi hefur misst stjórn á sér andartak: Aðra ipilluna takið þér í kvöld, áður en þér farið að sofa, en hina ef þér vaknið í fyrramálið!“ Réttarhöld um Tékkóslóvakíu Heimspekingurinn Russel lá- varður er enn á ný í sviðsljós- inu. Hann stóð fyrir réttarhöld- um í Stokkhólmi árið 1967 og tók fyrir stríðsglæpi Bandaríkja- manna í Víet Nam. Nú hyggur hann á réttarhöld yfir þeim glæpum sem drýgðir hafa verið á frjálslyndum í Tékkóslóvakíu síðan innrásin var gerð þar árið 1968. Segir Russel að innan skamrns verði hafin réttarhöld í Tékkóslóvakíu yfir þeim sem fremstir stóðu í frelsisbaráttunni þar árið sem innrásin var gerð. 4 VIKAN 6 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.