Vikan


Vikan - 05.02.1970, Síða 18

Vikan - 05.02.1970, Síða 18
ÞETTA ER DJÖFULLINN-CK Susan Atkins, tuttugu og eins árs, ein stúikna Mansons og þátttakandi í morðunum á Sharon Tate og gestum hennar. Charlie Watson, sá fjölskyldu- manna Mansons sem var aðal- framkvæmdamaðurinn um morðin á Sharon Tate og fé- lögum hennar. Myndin til vinstri er af honum í borgara- legri tilveru, hin ný. Paul Watkins. Aðalhlutverk hans í fjölskyld- unni var að útvega Manson kvenfólk. Eitt herbergjanna á yfirgefna búgarðinum í Dauðadal, þar sem fólk Mansons lengi hélt til. Susan Pugh, ein fjölskyldukvenna Man- sons. Hún er hér að gefa pela barni, sem hún fæddi í Dauðadal. Öll börn sem fædd- ust innan fjölskyldunnar voru kennd Man- son, og hann sá líka um að gefa þeim nöfn. Ég var í hippaflokki Charlies Mansons. Charlie þóttist ýmist vera djöfulinn eða guð. Hann dáleiddi okkur. Allar stúlkurnar voru ambáttir hans, allir karlmenn þrælar hans. Hann stjórnaði kyn- og fíknilyfjasvalli okkar. Hann fyrir- skipaði morðin á Sharon Tate og vinum hennar í Hollywood. EFTIR PAUL WATKINS Ein stúlknanna úr liippafjölskyldunni í Daiiðadal. Sumar peirra virðast enn vera undir dálelðsluáhrifum ,.fjöl- skylduföðurins". Ég var í þjónustu djöfulsins og hans hægri hönd. Ég var í hippa- flokki Charlies Mansons bæði fyrir og eftir morðin í Hollywood. Hann krafðist algerrar undirgefni af okk- ur öllum, piltum jafnt og stúlkum. Við vorum í rauninni þrælar hans. Hann kallaði okkur „fjölskyld- una" og stjórnaði sjálfur vígslu nýrra meðlima. Hann réði yfir okk- ur með tilstyrk einskonar svarta- galdurs. Við urðum að vera reiðu- búin að deyja fyrir hann. Hann lagði fyrir okkur próf í því sam- bandi. Að baki því lá auðvitað sú hugsun, að ef við vildum deyja fyrir hann, þá gerðum við fyrir hann hvað sem væri annað. Við máttum ekkert samband hafa við fólk utan fjölskyldunnar, nema eftir skipunum hans. Allir fyrir utan voru pakk. Raunar kölluðum við þá öðru nafni — svín, pigs. Ég get ekkert sagt um morðin, sem þrælar og ambáttir Charlies frömdu samkvæmt skipun hans, því að ég var svo heppinn að vera fjarverandi um það leyti. En ég þekki alla hlutaðeigandi og veit allt um líf fjölskyldunnar. Astaaðan til að ég fann svo mikla náð fyrir augum Charlies var sú að ég útvegaði honum stúlkur. Charlie vildi hafa stúlkur, margar stúlkur og stöðugt nýjar og nýjar. Helzt áttu þær að vera barnungar. Og ég var ungur, leit þokkalega út og gat út- vegað honum þær. Mér þótti líka gaman að þessu , því að það var spennandi. Charlie gat komið til mín og sagt: „Paul, nú hefði ég ekki á móti nýrri smáskvísu." Og ég stökk af stað og gerði eins og mér var sagt. Því að við gerðum öll það sem Charlie lagði fyrir. Það var líí okkar. Eitt sinn sagði hann við eina stúlkuna: „Mig langar í hálfa kókoshnetu, og þú skalt ná í hana þótt svo þú verð- ir að sækia hana til Rio de Janeiro." Og hún stóð upp undireins og lagði af stað. En áður en hún komst út úr dyrunum kallaði hann: „Hugsaðu ekki um það, þettá var próf." Ekki þýddi fyrir mig að koma með hvaða stúlku sem var. Charlie var vandfýsinn. Ég lærði fljótlega þá list að sannfæra táninga. Stund- um þegar ég hafði fengið auga á stúlku, sagði ég við sjálfan mig sem svo: „Það tekur fjórar mínútur að veiða hana þessa." Og það stóðst. En allt sem ég veit um konur lærði ég af Charlie Manson. Hann sagði að konur væru í eðli sínu veikar fyrir og vildu láta drottna algerlega yfir sér. Þær áttu að hlýða og sætta sig við allt. Þannig var „heimspeki" hans. Og hún dugði ágætlega. Ég hitti stúlkurnar hér og þar. Þegar fjölskyldan hélt til á Spahns

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.