Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 50
— HvaS er þetta? spurði Benjamín aftur. — Regngalli? Herra Arnold hló. — Þetta er froskmannsbúningur. — Ó, sagði Benjamín. Hann horfði á búninginn um stund og fór svo að pakka niður aftur. — Takk fyrir. — Þú ert ekki búinn ennþá, sagði faðir hans og tók gúmmí- gallann upp úr kassanum á nýj- an leik, — haltu áfram að grafa. — Er þetta ekki spennandi? sagði frú Arnold. Peter og Louise settust við hliðina á Benjamín til að geta fylgst með. Benjamín rak hendina niður í kassann og dró upp grímu með glerplötu og tveimur slöngum út úr hliðinni. — Þetta er gríman, sagði fað- ir hans. Peter Arnold tók við grímunni og Benjamín rak hendina aftur í kassann. Nú kom hann upp með gljáandi kút sem á var letrað: ÞJAPPAÐ LOFT 'í appelsínu- rauðum stöfum. —- Þetta er súrefnistankurinn, sagði faðir hans. — Eg sé það, svaraði Benja- mín. Hann lét kútinn á gólfið og fór í síðasta sinn niður í kassann. f þetta skiptið kom hann upp með 50 VIKAN 6-tbl- tvær svartar blöðkur. Hann leit á þær og lét þær svo detta aftur niður í kassann, um leið og hann hallaði sér aftur á bak í sófann. — Takk, sagði hann og dreypti á sítrónusafanum. — Jæja, eigum við ekki að halda sýninguna áður en það verður dimmt? sagði faðir hans. — Hvað? — Ég kem rétt strax aftur, sagði faðir hans og flýtti sér út úr herberginu. — Hvað sagði hann? — Ég held að hann vilji að þú sýnir okkur hvernig þetta reynist í sundlauginni, sagði frú Braddock. — Ó, nei, sagði Benjamín og rétti úr sér í sófanum. Herra Braddock kom aftur með langt málmspjót sem hann rétti að syni sínum. — Sjáðu nú til... sagði Benja- mín. — Farðu upp og komdu þér í, sagði faðir hans. — Ég ætla að koma nokkrum stólum fyrir við sundlaugina. — Já. en... þetta er stórkost- leg gjöf, en ef þér er sama, þá ... — Af stað nú, sagði herra Braddock, um leið og hnn fór að tína hlutina af gólfinu og rétt þá að Benjamín. — Pabbi, þetta er einmitt það sem ég vildi fá og allt það, en ég get ekki ... — Við viljum bara vera viss um að það sé allt í lagi með það, sagði móðir hans. — Allt í lagi! Auðvitað er það allt í lagi. Sjáðu! Hann fór niður á botn kassans og dró upp hvítan miða. — Hérna er meira að segja ábyrgðarskírteinið. — Komdu, sagði faðir hans og togaði hann upp af sófanum. — Þetta er hlægilegt, pabbi! — Láttu ekki svona, Ben, sagði herra Arnold og glotti. — Leyfðu okkur að sjá hvernig þú buslar við botninn. — Guð minn góður! — Förum að byrja, sagði herra Braddoek, um leið og hann ýtti Benjamín út um dagstofudyrnar. — Pabbi, í guðanna bænum ... Faðir hans skildi han neftir á ganginum og fór aftur inn í dag- stofun. Benjamín hikaði andar- tak en fór svo aftur inn. — Pabbi? — Hvað ert þú að gera hérna niðri ennþá? — Viltu tala aðeins við mig? — Nei, farðu að gera þig klár- ann. — Viltu tala aðeins við mig frammi á gangí? Herra Braddock gekk með hon- um fram á ganginn. — Ég tek það ekki í mál að gera mig að fífli fyrir framan Arnold-hjónin. — Upp með þig! sagði herra Braddock og fór að ýta syni sín- um upp stigann. — Andskotinn hafi það! — Upp með þig, endurtók fað- ir hans. — Til hamingju með af- mælið. Til bamingju með afmæl- ið! — Pabbi, ég vil ekki... — Þú færð þrjár mínútur til að komast í gallann, sagði herra Braddock. Hann snerist á hæli og gekk aftur inn í stofuna. Benjamín stóð um stund á stiga- pallinum með fangið fullt af út- búnaði en gekk svo inn í bað- herbergið. — Jesús Kristur! sagði hann um leið og hann lét allt detta á gólfið. Hann hristi höfuðið og sparkaði af sér skón- um. Síðan afklæddi hann sig og fór að bisa við að koma sér í froskmannsbúninginn. Fyrst bux- urnar og síðan treyjuna. Síðast kom hann hettunni fyrir og varð á að líta út um gluggann og út í garðinn. — Guð minn góður! andvarp- aði hann. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.