Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 47
sjálfsagt hlotið langan og kvala- fullan dauðdaga, því þetta var það sunnarlega að sjórinn var heldur volgur. — Þú ert gefinn fyrir sjóinn? — Já, ef ég ætti að leggja fyr- ir mig einhverja líkamlega vinnu, þá vildi ég ekkert heldur. Mér líkar vel við sjómenn; hef aldr- ei verið svo á skipi að þar hafi ekki verið að minnsta kosti einn stórskemmtilegur maður. Ég skrapp á handfæri núna eftir kosningarnar síðast. Það var prýðilegur túr; við fengum þrjá- tíu tonn af ufsa á hálfum öðrum sólarhring hér við Eldeyjarboð- ann, hann er alveg óður þar. Það var bræia, en það er þannig með mig að ég kann á sérstakan hátt vel við mig í brælu. Hún getur haft merkileg áhrif á menn; sum- ir tryllast alveg, ég hef vitað um mann sem hljóp upp í vant og gólaði, þegar hún var í aðsigi. — Hefurðu gaman af að veiða? — Eg skal segja þér sögu. Ef þú spyrðir hvort ég þekkti ham- ingjuna, þá gæti ég svarað ját- andi. Ég hef sjaldan eða aldrei fundið betur til hennar en aust- ur á Norðfirði, þegar ég var að koma úr velheppnuðum róðri. Ég kom heim á hlaðið með myndarlegar fiskspyrður sína í hvorri hendi og krakkarnir mín- ir komu hlaupandi á móti mér. Á þeirri stundu var ég gagntek- inn sannri hamingju, sams kon- ar hamingju og forfaðir minn fyrir fimmtíu þúsund árum, Ne- anderthalensis eða hvað þú vilt kalla hann, þegar hann kom heim í hellinn eftir góða veiði- ferð og afkvæmin flykktust á móti honum og lífsbjörginni. — Svo við víkjum aftur að Jörundi. Hefurðu ef til vill hugs- að þér að þetta verk þitt og önnur gætu orðið til að mjókka þann fjörð, sem nú er á milli frænda, það er að segja okkar og fra? — Endilega hreint. Og kenna fslendingum að meta keltneska söngva. Fjöldasóngvar geta ver- ið eða eru hreint sáluhjálparat- riði. Það er meira að segja alls ekki sama hvað sungið er í rútu, og með allri virðingu fyrir Fál- ínu og Kátir voru karlar þá held ég að söngvaforði okkar mætti að skaðlausu stækka. Við höfum til þessa sótt mest af okk- ar söng til Skandínava og Þjóð- verja, og Fosters þess sem fram- leiddi í stórum stíl útþynningu á hinum dásamlegu söngvum negranna (Blærinn í laufi er bú- inn að svæfa mig á mörgum konsertinum). Ég er ekki viss um að músík þessi falli sem bezt að okkar lunderni. Ég held að Skap- arinn hafi gefið okkur sönginn einfaldlega til að bjarga sálum okkar og hjálpa okkur til að elska hver annan. Og þegar sungið verður í Jörundi, þá von- ast ég til að allir taki undir. Ég legg ríka áherzlu á það. Eg er r i ■ il ■ _pó; mm 4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvert bU8 6 kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert bU8 á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR . 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert bU8 6 kr. 34.62. Gielddeger fyrlr 13 tðlubl. og 26 tSlubl.: 1.' febrúar — 1. maí — 1. úgúst — 1. nóvember. SkrifiS, hringiS eSa komiS. PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 REYKJAVÍK SIMAR: 36720 - 35320 1 I I I J PÉR SPARIÐ MED ÁSKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRA KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVI AÐ GERAST ASKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ: VIKAN BR UEIMILI8BLAÐ OG t ÞVf KRU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HKIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPKNNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIU, FRÓÐLEIKUK, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., OJlu Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift e. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.