Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 36
Feigðarsteinninn
Framhald af bls. 13.
urra eða fimm punda virði,
og sagan, eins og hún smám
saman þróaðist, var tiltölu-
lega ódýr fyrir svo sem
fjörutíu og fimm pund.
Ég óskaði Ziska til ham-
ingju og gleymdi þessu,
þangað til ég sé mikla æs-
ingagrein í sunnudagsblað-
inu. Hún hét „Gimsteinar
dauðans“, og var samsett úr
örfáum staðreyndum og upp-
lognum sögum um fræga
óheillasteina. Við höfum öll
lesið slíkt. Greinin var
skreytt myndum af hinum
fræga Bláa gimsteini, Blóð-
uga Roðasteininum frá
Cawnpore, Perúsmaragðin-
um og loks Feigðarsteinin-
um. Þessi furðulegi innsigl-
ishringur átti sér annarlega
sögu, las ég. Saga Ziska birt-
ist þarna, að mestu leyti
óbreytt, frá því að ég heyrði
hann búa hana til í búðinni.
Greinarhöfundur sagði
ennfremur, að einhver ólán-
söm frú Mace hefði fundið
hringinn í lítilli, nafnlausri
og óásjálegri gimsteinaverzl-
un. Frú Mace, sem trúði á
dulareiginleika þessa hræði-
lega gimsteins, hafði gefið
hann svikulum eiskhuga, en
afbrýðisamur eiginmaður
hennar hafði komið elskhug-
anum á óvart tveimur dög-
um síðar og lamið hann til
dauða með meitli. Frú Mace,
sem ekki virtist með fullum
sönsum, hafði sagt þessa
sögu fyrir rétti. Hún hafði
selt Feigðarsteininn forvitn-
um kaupsýslumanni í City,
og hafði hann heitið henni
því að gefa aldrei hringinn,
en engu að síður hafði hann
gefið meðeiganda sinum
hann dag einn í Sweetings og
klappað honum kumpánlega
á öxlina um leið.
Tæpri klukkustund eftir
að veslings meðeigandinn
hafði sett upp hringinn, varð
hann fyrir þungum vörubíl
i Cheapsida og lézt þegar.
Reyndar var hann undir
áhrifum áfengis, þegar hann
reikaði út á götuna, en þetta
var samt afar einkennilegt,
viðurkenndu menn. Það
hafði aldrei verið ekið á hann
áður.
Hringurinn seiðmagnaði,
varð nú eign erfingja hans,
sem var lítilsigldur, ungur
maður, sem sóaði öllu, fals-
aði sjö ávísanir, var stungið
í fangelsi og dó þar af
lungnabólgu.
Kaupnriðlarinn, sem nú
hafði Feigðarsteininn i fór-
um sinum, óafturkræfan,
notfærði sér þá staðreynd.
Bandarikjamaður keypti
hann fyrir talsverða fjár-
fúlgu og bætti honum við
safn hryllingsmuna, sem
hann átti. Innbrotsþjófur stal
safninu, lögreglumaður kom
að honum, svo að hann hafði
gripið til byssu sinnar. Þjóf-
urinn skaut lögreglumann-
inn i öxlina, en lögreglumað-
urinn skaut hann í kviðinn,
svo að hann lét lifið á held-
ur óglæsilegan hátt nokkr-
um klukkustundum síðar, og
hringnum var aftur skilað til
eigandans. En kvöld eitt tók
dóttir hans, sem hafði verið
að drekka með vinum sin-
um, hringinn úr safni föð-
ur síns og setti hann upp í
hita leiksins, Hún ögraði
Feigðarsteininum, sagði
greinarhöfundur.
Samkvæmið hélt áfram.
Dagur reis, og dóttirin, sem
varla gat staðið á löppunum,
vildi umfram allt fara i öku-
ferð á öflugum sportvagni.
Hún sagðist þurfa að fá sér
ferskt loft. Hún ók í hlykkj-
um með sjötíu mílna hraða
á klukkustund eftir þjóðveg-
inum, brást eitthvað boga-
listin á snarpri beygju og
keyrði á. Þar með var hún
úr sögunni.
Hinn slyppi faðir seldi
Feigðarsteininn milljóna-
mæringi frá Detroit fyrir eitt
sent og helgaði kaþólskri trú
lif sitt.
Enn einu sinni var Feigð-
arsteinninn kominn á mark-
aðinn. Gengishrunið hrjáði
nú Bandaríkin, og milljóna-
mæringurinn frá Detroit
hafði selt Tortilla gimsteina-
safn sitt, til þess að bjarga
sér út úr kröggunum. Þessi
Tortilla var kaupmaður, sem
nú beið eftir kauptilboði i
Feigðarsteininn, sem ég átti
eitt sinn kost á að kaupa fyr-
ir tuttugu og fimm pund hjá
Ziska.
Meira en tveimur árum
síðar var ég að flauta á leigu-
bíl á Piccadilly fyrir utan
búðina, þar sem seld eru
hundahálsbönd, þegar afar
glæsilegur, ungur maður
gekk að mér og sagði: „Af-
sakið, eruð þér ekki hr.
Kersli ?“
Ég sagði svo vera.
„Ég er hræddur um, að
þér munið ekki eftir mér,“
sagði hann.
Ég sagði. „Ég hef afar
slæmt minni. Ég er hræddur
um, að ég niuni líklega ekki
eftir yður.“
„Minnir nafnið Ziska yður
á nokkuð?“ spurði hann.
„Ég heiti Ziska. Ég sá yður í
verzlun föður míns.“
Ég sagði. „Já, auðvitað.
Þér hljótið að vera sonur
Ziska gamla?“
Við tókumst í hendur.
Leigubill kom í þessu og við
stigum báðir upp í hann. Ég
spurði hinn unga Ziska,
hvernig föður hans liði.
Hann andvarpaði og sagði.
„Ég sé nú um verzlunina. En
ég kemst aldrei í hálfkvisti
við hann. Hvílíkur maður!
Hvílikur persónuleiki! Hví-
likur kaupsýslumaður! En
þér vitið auðvitað, að menn
eins og við verða að hafa
augun opin. Gimsteinasali,
sem ekki sér fulla sjón, get-
ur allt eins gefizt upp. Pabbi
var undursamlegur. En fyr-
ir um fimm árum tóku augu
hans að bregðast. Hann var
sleginn blindu, skorinn upp
við því, en náði sér aldrei.
Ég tók að mér verzlunina.
Hvílíkur maður! Ég býst við,
að þér munið eftir furðusög-
unni um Feigðarsteininn?“
„Ég er nú hræddur um
það,“ sagði ég, „vegna þess
að ég var í búðinni. þegar
faðir yðar bjó söguna til!“
Hr. Ziska sagði: „Já, ég
veit það. Ég vildi, að ég
hefði, þótt ekki væri nema
helminginn af hugmynda-
flugi pabba. Ég get þetta
ekki. Hann gat búið til sögu
um allt hugsanlegt. Ég hef
séð hann selja einskisnýla
hluti fyrir tíu pund, einung-
is vegna þeirrar sögu, sem
hann bjó til á stundinni.
Jæja, eins og ég sagði, var
það sagan hans, sem varp-
aði þessum ógnarljóma á
Feigðarsteininn. Hann keypti
hann fyxir fimmtíu shillinga
og seldi hann fyrir fimmtíu
pund. Og núna — ég get sagt
yður þetta í hreinskilni,
vegna þess að þér eruð gam-
all vinur — hlýtur hann að
vera fimmtíu þúsund punda
virði, ef lxann er þá einhvers
virði. Mér hafa verið boðin
fjögur þúsund pund fyrir
hann.“
„Nú, þér eigið þá stein-
inn?“ spurði ég.
„Já, ég keypti hann af Tor-
lilla fyrir þrjú þúsund pund.
Ég vissi, að ég gæti hvort eð
er fengið fjögur þúsund pund
fyrir hann. Hver hefði ekki
gert það í mínum sporurn?
Ég vissi, að gamla mannin-
um mvndi þykja vænt um
það. Hann var stórkostlegur
maður. Ég ætlaði að gefa
honum óvænta gjöf, svo að
ég fór með þennan Feigðar-
stein heim og sagði við hann.
„Þú getur aldrei upp á því,
hvað ég er með handa þér!“
Þá spurði hann mig, hvað ég
væri með, og ég sagði hon-
um það, og hann ætlaði að
rifna af ánægju Hann var
orðinn lasburða og aldraður,
eins og þér vitið liklega. Ég
sagði við hann: „Jæja,
gjörðu svo vel, pabbi, ]xú
fannst hann upp, þú bjóst
hann til, þú jókst frama
lians, þú gerðir galdra með
honum; þú tókst ómerkileg-
an stein upp úr ruslakistu,
nánast, og gerðir úr honum
merkan grip af snilli þinni,
og hér er hann — ómetan-
legur. Þú mátt eiga hann!“
sagði ég. Og þá spurði hann
mig, hvað ég hefði borgað
fyrir liann. og ég sagði lion-
um þrjú þiisund pund, og
liann settist npp i rúminu
með hringinn á litla fingri
og hrópaði „Ai“ og gaf upp
öndina. Hjartabilun. Slag.
Hann hafði kostað hann
fimmtíu shillinga. Hann var
stórmerkilegur maður. Hvert
erum við komnir — Shaftes-
hury Avenue? Hér verð ég
að fara. Gainan að sjá yður
aftur. Sælir.“
*
Hringur soldánsins
Framhald af bls. 29.
— Ég hefi nóg ennþá. En pabbi,
heldur þú í raun og veru . . .
— Tíminn er búinn, sagði síma-
36 VIKAN 6-tbl-