Vikan


Vikan - 05.02.1970, Qupperneq 15

Vikan - 05.02.1970, Qupperneq 15
sinni tók kennslukonan eflir því, að Jack bærði ekki var- irnar. Hún spurði hann, hvers vegna hann tæki ekki undir. Hann svaraði, að liún hefði eklcert vit á söng og gæti auðveldlega eyðilagt i sér röddina. Hún sendi hann þá til skólastjórans, sem skipaði honum að skrifa stíl á hverjum morgni á meðan söngurinn stæði vfir. Vænzt þótti Jack um bæk- ur en þvi næst um hafið. Hann hékk alltaf þegar hann gat niðri á bryggjum og von- aðist til að geta unnið sér eitthvað inn Bátaeigendun- um leizt vel á liann, þvi að hann var svo hugrakkur. Þeir horguðu honum fyrir að ineinsa þilfarið. Þegar Jack var þrettán ára að aldri, keypti hann sér fyrsta bátinn Á honum sigldi hann fram og aftur um vik- ina. Oft kollsigldi hann og hvolfdi, en af reynslunni lærði liann. Ánægðastur var hann, þegar hann fann öldu- skvampið undir hátnum og sæseltuna á vörum sér. Þrettán ára gamall hafði hann lokið námi við Cole- skólann. Nemendurnir vildu láta hann tala, þegar skólan- um var slitið, en þar sem hann átti engin nógu góð föt, dró hann sig í lilé. John London liafði svo litla vinnu, að það var enginn vegur að láta Jack halda áfram nánvi. Hann har út og seldi hlöð og hjálpaði til við lireingern- ingar á knæpum. Hann var fátæklega til fara, en dug- legur og liafði fallegt hros. llann gat slegizt ef á þurfti að halda. var tilfinninga- næmur og uppstökkur. Að ári liðnu liafði Jack tekizt að safna sér fvrir segl- um og árunr og nú lá lieim- urinn opinn fyrir honum. IJann sigldi lengva og lengra út á San Francisco-flóann, hvernig sem viðraði og söng sjómannasöngva. Hann var ekki einungis hugrakkur. heldur hlátt áfram djarfur. Því verra sem veðrið var, því djarfari varð liann. Hann imyndaði sér að hann væri víkingur, ræningi, sem ekkert óttaðist. Og ein- mitt af því að hann óttaðist e. tbi. vikAN 15 ekkert, var liann duglegasti smáhátasjómaðurinn á San Francisco-flóanum. Áður en Jack varð íullra fimmtán ára, varð John London fyrir járnbrautarlest og slasaðist illilega. Fjöl- skyldan hjó í gömlum og hrörlegum iijalli við vikina. Jack var ævinlega illa til fara sem fyrr og alltaf svang- ur. Hann fékk atvinnu í nið- ursuðuverksmiðju, þar sem hann vann tíu til tuttugu tíma á sólarhring og hafði tiu aura á timann. IJann fór i rúmið um liálfeitt og klukkan hálfsex á morgnana, reif Flóra ofan af honum sængina, sem hann hélt dauðahaldi í — og kuldinn vakti hann. í myrkrinu klæddi liann sig, þvoði sér og drakk skvolpið sitt, sem átti að lieita kaffi. Siðan lagði hann af stað í vinnuna i kolniðamyrkri. Framhald á bls. 40

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.