Vikan


Vikan - 05.02.1970, Qupperneq 6

Vikan - 05.02.1970, Qupperneq 6
BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA BIBLÍAN — RIT HENNAR I MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierte Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- lendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inn- gang og ágrip af sögu íslenzkra Bibliuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SlMI 35320 REYKJAVÍK Jalousi Vika mín góð! E'g á heima í litlu þorpi á Vest- fjörðum. Þar er fólk mjög ein- angrað á veturna, og þar er ekk- ert sjónvarp. En þar sem ég er nú stödd í bænum, skrapp ég til vinafólks til að horfa á þetta undratæki. Og sjá: þarna birtist Þjóðleikhússtjóri á skerminum, ásamt Guðrúnu Á. Símonar og Þorkatli Sigurbjörnssyni. Eg sat höggdofa og horfði á þessi ósköp. Engum var þessi þáttur til sóma og rýrnaði álit mitt á sjónvarpi og öllum flytjendunum fjórum til muna. Ég hélt ekki, að sjón- varpið væri svo efnissnautt, að það þyrfti á svona óþverra að halda, engum til ánægju en öll- um til ama. Þessi þáttur byggð- ist á heimskulegri illkvittni og kjaftarekstri. Hvernig getur fólk látið hafa sig í svona? Er allt til vinnandi að komast í sjónvarp? Mér datt. í hug nautaat, þar sem nautin eru 2 Vi, en samúðin öll með nautabananum. Mig langar til að lýsa því hvernig persónur þessa þáttar féllu í áliti hjá mér (ég þekki ekkert þeirra persónu- lega). Þjóðleikhússtjóri: Eg hafði borið virðingu fyrir honum sem slíkum. En að hann skyldi fara út í svona lagað er ofvaxið mín- um skilningi. Mér fannst hann barnalegur og orðaforðinn tak- markaður. Svona kom hann mér fyrir sjónir. Guðrún Á.: Ég hef verið hrif- in af henni sem söngkonu. En henni fer ábyggilega betur að syngja „Jalousi" en að vera jalous. Ég las gagnrýnina eftir hana í Alþýðublaðinu, og mér fannst hún miskunnarlaus, rætin og dónaleg um greifafrúna. Þar sem manni fannst að hún hlyti að þekkja byrjunarörðugleika sjálf, átti hún að fara nærfærn- ari höndum um það, sem henni fannst ábótavant. f sjónvarpinu minnti hún mig á hvæsandi kött, og má hún þakka fyrir að kom- ast ekki oftar að en hún gerði. Þorkell Sigurbjörnsson sat með frosið bros á vör, og fannst mér hann fyrirverða sig fyrir að taka þátt í þessu, og ekki hraut neitt gullkorn af vörum hans. Stjórnandinn minnti mig á prakkarastrák, sem er að etja saman hönum. En konan, sem allur þessi styr stendur um? Hvernig skyldi henni hafa liðið? Er hún dauður hlutur? Er hún ekki lifandi vera? Hvað er að? Er hún of falleg? Komst hún kannski skammlaust frá greifafrúnni, svo skammlaust, að það þurfti herferð til að reyna að láta illar spár rætast? Hún hefur vafalaust gert sitt bezta. Kannski stóð hún ekki með pálmann í höndunum eftir sýn- ingarnar á Brúðkaupinu. En hún stendur með hann í dag. Það seg- ir almúginn, sem ekki hefur vit á hlutunum, sá sami almúgi, sem lyft hefur listamönnum undan- genginna ára og gert þá dáða og vinsæla. Inga. Þarna er ekkert verið að skafa utan af hlutunum og víða kveð- ið nokkuð fast að orði. En svo mikið hefur nú gengið á út af óperuflutningi Þjóðleikhússins, að menn kippa sér ekki lengur upp við smámuni. Hverjum manni er frjálst að láta í ljós skoðun sína á þessu mikla „stór- máli“ og viðhorf Ingu er kann- ski merkilegast fyrir það, að hún er úr fásinninu og horfir ekki að staðaldri á sjónvarp. Sjúkraliðanám Kæri Póstur! Við erum hérna tvær stúlkur, sem langar til að biðja ykkur að veita okkur nokkrar upplýsingar um nám sjúkraliða: Til hvers á að snúa sér? Hvenær á að sækja um? Hvað er námið langt? Hvert er aldurstakmarkið? Með fyrirfram þökk. Unna og Gunna. Það er bezt að snúa sér til Hjúkr- unarskóla íslands, Eiríksgötu 34. Þar fáið þið miklu nákvæmari og betri svör við þessum spurning- um en við getum veitt. Saumanámskeið Svar til Auðar-Lóu: Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur alltaf öðru hverju sauma- námskeið, og er því bezt að snúa sér til þess og biðja um upplýs- ingar. Hver maður sinn smekk Kæri Póstur! f 3. tölublaði þessa árs skrifar einhver M. um frelsarann og poppið. Þar minnist M. m. a. á algera misþyrmingu á Pílagrímakórnum í Tannhiiuser. Ég er sammála M. G VIKAN 6-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.