Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 37
Loksins. Loksins eftir allt tekkið: Pira- System gefur ySur kost á aS lífga uppá híbýli yðar. Ljósar viSartegundir eru sem óSast aS komast í tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. SkrifborS úr Ijósri eik. UppistöSurnar svartar eSa Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröSunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki aS velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leiS sú fallegasta. LífgiS uppá skammdegisdrungann meS Ijósum viSi. SkiptiS stofunni meS Pira- vegg. Frístandandi. Eða upp við vegg. Bezta lausnin í skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. Bæði í dökku og Ijósu. KomiS og skoðiS úrvaliS og möguleikana hjá okkur. Pira fœst ekki annarsstaSar. PIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á fSLANDI KÚSooSKIP Armúla 5 - Sími 844Í5 - 84416 stúlkan — Óskið þér eftir öðru við- talsbili? — Já, sagði ég fljótt. — Nei, sagði pabbi — Líði þér vel, vina mín, og bíddu eftir Char- les. Hann veit hvað hann gerir. — En ekki ég? — Ó, nei, þú líkist móður þinni. — Guði sé lof fyrir það, sagði ég fýlulega. Hann hló og lagði á. En af einhverri óskiljanlegri ástæðu leið mér betur eftir þetta samtal, og raulaði með sjálfri mér, meðan ég lagaði á mér hárið og fór að hugsa um hádegisverðinn. Eftir matinn fór ég út til að skoða borgina. Sölutorgið í Beirut er óhreint og yfirfullt af fólki og söluborðum. Það var einna mest gaman að skoða munina hjá gullsmiðunum. Arm- böndin freistuðu mín, en ég stóðst freistinguna. Þegar ég kom það- an, hafði ég ekki keypt annað en túrkis greiptan í gull, sem ég ætl- aði að gefa Charles, sem verndar- grip fyrir bílinn. Ég var búin að kaupa þetta, áð- ur en mér datt í hug að ég væri raunar reið við hann, oq hann ætti ekkert betra skilið en að ólánsaug- að grandaði honum. Það var komið rökkur, og myrkr- ið skellur fljótt á á þessum slóðum. Það gat verið að hann væri kom- inn til Damaskus, — það gat verið að hann myndi hringja til mín. Ég tók leigubíl til hótelsins. Það fyrsta sem ég kom auga á var Hamid, sem stóð á tali við dyravörðinn og annan Araba. Að- ur en ég kom að afgreiðsluborð- inu hafði dyravörðurinn komið auga á mig. Hann leit á hólfið mitt, en hristi höfuðið. Það voru engin skilaboð til mín. Ég hlýt að hafa verið vonsvik- in á svip, því að Hamid kom strax til mín. — Attuð þér von á einhverjum skilaboðum? — Það var ekkert áríðandi, ég hélt að frændi minn hefði kannski hringt. — Það var hringt frá Dambaskus rétt áðan, ég hélt það hefði verið spurt eftir herra Mansel, en það hefir alveg eins vel getað verið ungfrú Mansel. — Ef það verður hringt aftur, þá vitið þér hvar ég er. — Ef þér vitið hvar hann er, þá getið þér sjálf hringt til hans, sagði Hamid. — Það er nú það, ég veit ekki hvar hann er. Hann fór ti! að hitta góða vin, en ég er búin að gleyma hvað hann heitir. — Ungfrú Mansel, hér er símtal- ið aftur. Það er spurt eftir herra Mansel, en þar sem hann er ekki við, vill maðurinn tala við yður. Hann er á línunni núna, þér getið tekið það í símaklefanum þarna. Það var Ben. — Charlie? Hér? Ekki ennþá, að minnsta kosti. Hvenær fór hann? — Ég veit það ekki með vissu, en það var ábyggilega eitthvað áríðandi, sem hann þurfti að spyrja föður yðar að og hann vildi vera ör- uggur um að hitta hann heima. — Þessvegna hringi ég. Faðir minn kom heim í morgun frá Homs. Ég var búinn að lofa Charlie að láta hann vita. — En hann sagði .... hann sagði ábyggilega . . . Ég var alveg ráð- þrota. — Jæja, þetta hefir farið eitthvað öfugt í hann. Hann heldur að faðir yðar komi heim í kvöld eða á morgun. Viljið þér biðja hann að hringja til mín þegar hann kem- ur. — Já, það skal ég gera. Þér er- uð vonandi ekki óróleg vegna hans. — Alls ekki, ég er bara reið, vegna þess að hann skildi mig eftir. Hann hló. — Bíðið þér við, mér dettur nokk- uð í hug. Þér ættuð að koma hing- að sjálf. Þér getið verið hér í þrjá daga, eða eins lengi og þér viljið. Það gerir ekkert til þótt Charlie komi ekki strax í leitirnar. — Þetta er freistandi. — Þá segjum við það. Hittuð þér lafði Harriet? — Já, ég hitti hana, en ekki Charles. — Það er eitthvað sem hann heldur að sé að hjá henni, og það er það sem hann ætlar að tala um við föður yðar. En ég get ekki talað meira um þetta ( síma, en honum fannst ekki allt vera eðli- legt, og svo rauk hann í burtu og skildi mig eftir. Hann hló. — Við skulum fá það upp úr honum, þegar hann kemur. Við sjáumst þá á morgun. Hafið þér heimilisfangið? — Nei, það hefi ég ekki. Bíðið andartak, ég verð að ná í penna. Viljið þér stafa það . . . ? Takk . . . . og símanúmer líka, til ör- yggis? Það er bezt að ég lesi þetta upp .... fínt, það verður gam- an að hitta yður. Svo slitnaði sambandið .... Hamid beið við afgreiðsluborðið. — Haldið þér að þér getið ekið mér til Damaskus á morgun? spurði ég. Ég þarf að fara þangað og heilsa upp á kunningja frænda míns. — Hvenær á ég að koma? — Klukkan tíu. — En ef frændi yðar hringir? — Þá getur hann bara hringt, sagði ég. — Við förum til Dama- skus. En Charles hringdi ekki um kvöldið. Og ekki um morguninn heldur. Ég yfirgaf þennan hljóðláta síma og gekk niður í anddyrið. Svarti, gamalkunni bíllinn rann upp að hóteldyrunum á slaginu tíu, og ég settist í framsætið hjá Hamid. Ég hafði farið yfir landamærin áður í öfuga átt, og ég var viðbúin langri bið. Hamid tók skilríki fyrir bílinn og vegabréf mitt, og gekk í blikkskúrinn, þar sem landamæra- verðirnir voru til húsa. Tíminn ætl- aði aldrei að líða. Hamid kom út úr tollskúrnum. Hann hristi höfuðið. — Það er nú, því miður eitthvað að. Þeir geta ekki hleypt okkur í gegn, það segja þeir að minnsta kosti. Vegabréfið yðar er greinilega ekki eins og það á að vera. Það er engin áritun til Libanon á því . , og ekki heldur brottfararstimpill frá Sýrlandi. I rauninni eruð þér ekki hér, svo hann getur ekki stimplað yður út. — Ekki hér . opinberlega hvernig heldur hann þá að ég hafi komizt hingað? Ég komst yfir landa- mærin á föstudaginn. — Það er leiðinlegt. ungfrú Man- sel, en þetta er rétt, það er enginn brottfararstimpill í vegabréfinu. — Ég kom í ferðamannahópi. Og fararstjórinn var með nafnalistann okkar. Nafn mitt hlýtur að hafa verið með hinum. — Það er oft sem þeir stimpla ekki hvern einstakling, þegar um hópferðir er að ræða, nema sér- staklega sé beðið um það. Þér hafið ekik beðið þá að stimpla í vegabréfið? — Auðvitað ekki, ég tók það sem gefið að fararstjórinn léti það ekki ógert. Þeir hljóta að skilja að ég er ekki hér án leyfis. Og þeir hljóta að kannast við yður og bíl- inn yðar? — Að vísu. Ég og bíllinn getum farið yfir landamærin hvenær sem er, en því miður er ekki leyfilegt að taka yður með. Það eru mjög ströng ákvæði hér. Við höfum hér vandamál, mjög mikil vandamál; meðal annars smygl. 6. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.