Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 28
Fyrir framan okkur sneri gang-
urinn svolítið til vinstri, samskonar
hvelfing, en þó eitthvað öðruvísi.
Hvelfingin var lokuð með eikarhurð
flunkunýrri og sterklegri, og dyrn-
ar voru líka læstar með hengilás.
Ljósið féll á næstu dyr, þær voru
líka læstar með hengilás. Charles
lét Ijósið leika um þá hluti sem
þarna voru, gekk áfram og gætti
betur að. Eg fylgdi honum eftir.
Upp við vegginn var staflað mörg-
um blikkbrúsum, og á þeim stóð:
Fyrsta flokks matarolía, og fyrir
neðan ....
— Þetta eru samskonar brúsar og
ég sá, sagði ég. Þetta rauða vöru-
merki, hundar á hlaupum.
— Já, hvað með það?
— Það er líklega ekkert merki-
leg Ég hef bara séð það áður
— Hvar?
Ég íeit undrandi á hann. Hann
virtist allt í einu fá hug á þessu,
já hann varð mjög ákafur.
— A sunnudaginn. í þorpinu
sem Hamid ók mér til. Sagði ég
þér það ekki? Sagði ég þér ekki frá
sólrósaakrinum og teikningunni á
trjástofninum, rauða hundinum,
sem var eins og salukihundarnir?
— Er þetta sama merkið?
— Já, nákvæmlega það sama.
Þetta er líklega merki á sólrósa-
olíu, og það sem ég sá hefir verið
vegvísir að akrinum Mér er sagt
að slík merki séu notuð, vegna
þess að bændurnir kunna ekki að
lesa. En þetta hlýtur að vera að
minnsta kosti tíu ára birgðir. Til
hvers heldurðu að þau noti alla
þessa olíu?
Hann lyfti einum brúsanum upp.
— Hann er tómur, sagði hann.
Ég leit á hann.
— Hversvegna hefirðu svona mik-
inn áhuga á þessu?
— Það segi ég þér seinna.
Við læddumst áfram og um það
bil tíu metrum fyrir framan okk-
ur komum við auga á stiga, eða
nokkur þrep, sem lágu upp að stiga-
palli, og þar var ennþá ein skraut-
leg hurð. Fyrir framan dyrnar voru
þung og efnismikil tjöld, og það
glitti í Ijós milli tjaldanna og dyra-
stafsins.
Við heyrðum ekki nokkurt hljóð,
en ég fann lyktina af tóbakinu sem
Harriet frænka reykti.
Frændi minn ýtti varlega tjald-
inu örlítið til hliðar. Þetta kom
heim og saman, þetta voru tjöldin
bak við rúm Harrietar frænku.
Herbergið var nákvæmlega eins
og þeaar ég sá það, kvöldið áð-
ur. Fyrst hélt ég að Harriet lægi
þarna líka, innan um sjöl og silki,
en svo sá ég að herbergið var
mannlaust.
Og á næsta augnabliki fann ég
fyrir þeim andstyggilegu óþægind-
um, sem ég alltaf varð fyrir, ef
köttur var einhversstaðar nálægur,
og ég sá köttinn innan um fatahrúg-
urnar í rúminu.
Charles kom líka auga á hann
samtímis, og þegar ég lét tjaldið
falla og færði mig frá því, kom
hann á eftir mér. Hann lagði hand-
legginn utan um mig.
— Vertu róleg, kattarfjandinn
kemur ekki.
Hann þrýsti mér að sér um stund,
þar til ég hætti að skjálfa.
— Líður þér betur núna?
— J á.
— Komdu, nú förum við.
— Ætlarðu ekki að reyna að hitta
hana?
— Nei, við látum það vera. Það
er bezt að koma sér burt.
Máluðu dyrnar voru ennþá opnar,
og loftið var svalt og gott, eins og
áður. Við komum að brúnni, en
þá kippti Charles í mig.
— Christy, bað er nokkuð sem
ég verð að segja þér.
— AAig grunaði alltaf að það væri
eitthvað sem þú vildir leyna fyrir
mér.
— Ég veit ekki neitt, sagði hann.
— Þetta eru aðeins getgátur. En
ég veit að minnsta kosti að það
er eitthvað ekki gott sem hér geng-
það nú.
— Hversvegna ekki?
— Af þeirri einföldu ástæðu að
þú verður að vera hér kyrr til fyrra-
máls. Þú neyðist til að hitta John
Lethman, og láta ekki á öðru bera
en að þú sért alveg róleg, og að
þig gruni ekki neitt gruggugt,
og . . . .
— Það er þá eitthvað gruggugt
við hann?
— Ennþá eru það bara getgátur,
eins og ég sagði þér. Fn þú verður
að vera kyrr.
— Svo að því minna sem ég veit,
því betra? sagði ég. — Láttu ekki
eins og kjáni, Chas litli, auðvitað
get ég látizt vera sakleysið sjálft,
það er ég alltaf að sýna núna En
þú verður að segja mér hvað þú
heldur að sé að gerast hér: Held-
urðu að John Lethman sé elskhugi
Harrietar frænku?
— Ef það væri nú ekki annað . . .
sagði Charles. — Ég verð að fara,
og þú ferð og leggur þig. Við sjá-
umst á hótelinu á morgun. Hann
stóð hikandi um stund. — Þú ert
vonandi ekki hrædd?
— Hrædd? Hvað ætti ég að vera
hrædd við?
— Það er gott að þú ert það ekki,
sagði hann og skauzt yfir brúna.
Ég var gripin einhverri ónota-
tilfinningu, þegar ég var orðin ein
eftir, og bjóst ekki við að geta sof-
ið, en það fór á annan veg, ég svaf
eins og steinn, þangað til komið var
inn með morgunverð.
En þótt ég væri hress og endur-
nærð eftir svefninn, leið mér hálf
ónotalega. Höllin, sem lá svona af-
skekkt í þessum sólbjarta dal, ork-
aði þannig á mig að ég fékk inni-
lokunarkennd, svo ég flýtti mér á
fætur, til að komast sem fyrst burt,
til hótelsins og götulífsins í Beirut,
og auðvitað ekki sízt til að hitta
Charles
Hamid hafði fengið boð um að
sækja mig klukkan hálf tíu, en
klukkan var ekki nema hálf níu,
þegar ég gekk út úr kvennabúrinu,
og í þetta sinn venjulegu leiðina.
Þar sem Nasirulla hafði fært mér
morgunverðinn, var sennilega hægt
að komast yfir ánan þennan dag-
inn. Ég ákvað því að fara strax og
ganga til þorpsins, hitta Hamid
þar.
John Lethman kom á móti mér,
áður en ég var komin hálfa leið
út að hliðinu við aðaldyrnar.
— Þér eruð snemma á fótum,
sagði hann.
— Mér er svolítið órótt vegna
þessara flóða. En nú hefur líklega
sjatnað svo í ánni, að ég get farið
yfir, er það ekki?
— Jú, auðvitað. Hvenær kemur
bílstjórinn yðar?
— Klukkan níu, laug ég. — En
ég hefi hugsað mér að hitta hann
í þorpinu.
Hann gekk með mér gegnum
forgarðinn, og hann var örugglega
eitthvað óstyrkur.
— Hún veit líklega ekki að ég
kom aftur?
— Nei.
— Nei.
— Hefir hún sagt eitthvað um
frænda minn?
— Ekki eitt einasta orð.
Hann sagði þetta svo snöggt, að
mér var Ijóst að hann ætlaði ekki
segja meira. Honum var greinilega
mjög mikið í mun að losna við mig
sem fyrst, ekki síður en mér að
komast í burtu. Hann fylgdi mér
út fyrir hliðið, og beið meðan ég
gekk niður stíginn að ánni. Þegar
ég kom að vaðinu, var hann ennþá
kyrr í hliðinu, eins og hann vildi
fullvissa sig um að ég væri farin.
Vaðsteinarnir stóðu allir upp úr.
Þegar ég kom yfir, sá ég Hamid
kom á móti mér.
Þegar við höfðum heilsast
spurði ég:
— Hafið þér séð frænda minn?
— Nei.
— Mættuð þér ekki hvítum sport-
bíl á leiðinni? eða sáuð þér hann
ekki einhversstaðar?
— Ég sá alls ekkert á leiðinni,
nema einn bíl, en bílstjórinn var
mjög skuggalegur Arabi. Eigið þér
við að hann hafi líka verið í höll-
inni í nótt?
Ég kinnkaði kolli.
— Þá hefir hann komizt óséður
til borgarinnar, það var svei mér
gott. Hamid, viljið þér lofa því að
segja engum frá þessu.
Ég sagði honum lauslega frá
„innbrotinu". Hamid hafði engin
orð um það, en sagði róandi:
— Ég held að þér þurfið ekki
að hafa áhyggjur. Ég hefði séð
bílinn, ef hann hefði ennþá verið
þarna, þegar ég ók framhjá.
Við ókum upp hæðina. Þegar við
komum að hæðarbrúninni, sá éq
hóp af geitum, og síðhærða smal-
ann.
— Heyrðu vinurinn! kallaði ég.
— Sáztu Englendinginn í morgun
við Dar Ibrahim?
— Já.
— Hvenær?
— Við sólarupprás.
— Þá hlýtur hann að hafa verið
hér um stund, eftir að hann skildi
við mig. Ég sneri mér aftur að
drengnum. — Fór hann þessa leið
til bæiarins aftur?
— Já, hann gekk að hvíta bíln-
um við rústirnar.
Mér létti mikið.
— Heldurðu að einhver annar en
þú hafir séð hann?
— Nei, enginn annar.
— Og ég er viss um að þú ert
búinn að gleyma því að þú hafir
séð hann? Og bílinn líka?
Það glitti snöggvast í hvítar
tennur hans.
— Ég gleymi öllu strax.
Ég náði í nokkra seðla og fékk
honum
— Þakka þér fyrir, megi Allah
vera með þér!
Það var dásamlegt að koma aft-
ur í svala herbergið á hótelinu.
EFTIR MARf STEWART
Hringur
soldánsins
Ég var reið við Charles, sem skildi mig eina
eftir, en ég hafði ekki hugmynd um að eitthvað
alvarlegt væri á seiði .
SJÖTTI HLUTI
ur fyrir sig, en ég vil ekki ræða
28 VIKAN 6-tbl-