Vikan


Vikan - 05.02.1970, Side 21

Vikan - 05.02.1970, Side 21
ar stöðvuðust í loftinu, á meðan við vorum að kynna okkur, þær læddust áfram og náðu eyrunum eins og hvísl í veikri undiröldu. Við stönzuðum fyrr utan ibúðina á 4. hæð til hægri: Parker, lögreglustjóri, Lehn- er, sakamálafulltrúi, F.A. Petersen, leynilögreglumaður, sem seinna var leynilögreglu- fulltrúi í N. liirks, miðillinn og ég. Hinar innsigluðu dyr voru opnaðar. Megn fýlulykt barst að vitum okkar úr dimmri forstofunni. T st-ofun- um var allt í sömu skorðum og það fannst eftir morðið. Gluggatjöldin voru næstum alveg dregin fvrir gluggana, og aðeins gráleit ljósskíma barst að utan frá götunni. Lakkið á húsgögnunum var blettótt, eins og reynt hefði verið að þvo það af með sápu. Það kom einnig heim við þá mvnd, sem maður gat gert sér af morðingjanum og við- brögðum hans eftir verknað- inn. lTólegur og með köldu blóði hefur hann farið að reyna að fjarlægja öll spor. ÓVÆNTAR TJPPLÝSINGAR Miðillinn gekk fyrst um í- búðina, eins og til að glöggva sig á umhverfinu, kom aftur í húsbóndaherbergið, þar sem við biðum. Iíann settist í stól við skrifborð Jacobsens og lokaði augunum. Eftir um það bil tvær mínútur hóf hann mál sitt, og hinn eftir- væntingarfulli hópur lögreglu- manna hlustaði með athygli. — Þessi morð eru ekki framin af tveimur mönnum, heldur einum. Það var ekki ætlun hans að fremja morð, en atvikin höguðu ])ví samt á þann veg. — Morðinginn er ósköp venjulegur maður. Hann hef- ur þekkt Jacobsen i mörg ár og kom nú til að fá peninga. Á einn eða annan hátt hefur liann haft Jacobsen í klemmu það er einhver atburður frá vngri árum þeirra. Morðing- inn er um fertugur að aldri, grannleitur, hefur dökka húð, einn af þeim, sem aldrei sést á, hvort hann er nýrakaður eða ekki. ITann hefur slétt hár, sem greitt er aftur með skiptingu í vinstri ldið. Aug- un eru undarlega stingandi. — Eg' sé hann greinilega og hevri Jacohsen tala til hans. Eg lieyri ekki, hvert nafn hans er, en það byrjar að minnsta kosti á stafnum A . . ., en hvort það er Aksel, Ankar eða Alex, get ég ekki sagt um. Þessi maður hefur verið í mörg ár erlendis, og er nú nýkominn aftur til Dan- merkur. Eg sé hann í skógar- hösrgi. það er gott ef það er ekki Svíþjóð. VERTvN AÐURINN — Getið þér sagt nokkuð um það, hvernig morðið hef- ur verið framið? spurði Park- er lögreglustjóri. — Eg sé það fyrir mér i stuttum svipmyndum, ekki í einstökum atriðum. Myndin af morðingjanum er sífellt fyrir mér og skyggir á allt annað. Eg get í stuttu máli sagt vður rás þessa átakan- lega atburðar, sem gerðist hér í íbúðinni, eins og hann kem- ur mér fyrir sjónir. — Morðinainn kemur inn. .Tacobsen stendur upp frá Framhald á bls. 43 Þetta cr frainhliðin á P. Bangsvcgur 74, en þar bjó Jakobsen á fjórðu hæð til hægri.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.