Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 45
angri Jörundar hingað upp, og blaðaskrifum misjafnlega áreiðanlegum. Þau taka þetta fram í byrjun og það með, að enginn skuli treysta því að þau segi þarna heilagan sannleikann, þar sem bæði sjómenn og blöð séu hæpnar heimildir. Þetta gef- ur manni alveg frjálsar hendur, hvernig ævintýrið er spunnið. Það er ekkert sem bannar að skapaðar séu persónur eða upp- hugsaðir atburðir og atburðarás og sett saman það sem á vondu máli hérlendis er kallað plott; það er hægt að upphugsa það og það gerðist af sjálfu sér strax og ég fór að vinna þetta. Nú, maður hafði hugsað sér lög- in á þessum stað og þessum — ég eiginlega get ekki fullyrt reyndar að söngvarnir hafi allt- af verið tilbúnir á undan textan- um í kringum þá, en svo mikið er víst að ég byrja ekki á verk- inu fyrir alvöru, fyrr en allir textar eru komnir við öll lög. - Hér er þá um að ræða nokkuð sérstætt leikritsform. Raunar er það ekki leikrit, sem gerist á pallinum, heldur er það söngur og frásögn; það er ballaði, ballad eins og það er kallað á ensku. Það merkir í raun og veru ekki hvað sem er í þjóð- lögum. Ballaði er ekki ekta nema hann segi sögu. Það er alltaf söguþráður í ekta ballaða. Og ég vík nú frá því þarna víða og fylli stundum upp með hugleið- ingum og fleiru. En hugmyndin er sú að sönghópurinn sé þarna að syngja einn langan ballaða um Jörund konung uppi á Islandi, þótt lögin séu að vísu mörg. Og ég kalla hann konung og geri hann að konungi þótt hann gerði það aldrei sjálfur. Við köllum hann hundadagakóng, en það eru annarra manna dylgjur, að hann hafi litið á sig sem kóng. Menn þykjast finna það í orðalagi hans, þegar hann er farinn að segja Vér og svoleiðis og í ávarpinu exellensi sem líka kemur fyrir og ég nota þarna. En aldrei verð- ur það held ég á hann sannað að hann héldi sig sem kóng, sízt hversdagslega. Meðan við Jónas röbbum sam- an fremst í myrkvuðum salnum er verið að fara yfir eitt atriði leiksins á sviðinu. Það leynir sér ekki að leikararnir hafa sjálfir gaman af verkinu og það er þeg- ar komið mikið fjör í æfinguna. Pétur Einarsson, sem leikur sjó- ræningjann Charlie Brown, stýri- mann Jörundar, brillerar. Hann óskapast yfir þeim eymdarrassi, sem þeir séu komnir í, þar sem ekki er einu sinni til ein einasta brúkhæf kanóna til landvarna. Svo kemur Steindór Hjörleifs- son inn á sviðið í hlutverki greifa og gúvernörs, belgir sig og öskr- ar heimskulega eins og danskar yfirvaldsfígúrur lærðu að gera af þýðverskum yfirlægjum sínum. Þeir Jörundur heyja einvígi sem lýkur með sigri innrásarmanns- ins. Charlie Brown vill ólmur hengja gúvernörinn, en Jörund- ur bannar öll ofbeldisverk, þótt enginn geti nú efast um vald hans til þess háttar aðgerða. Hann Jörundur fann nú að fótum sér lagt það fólk, sem hann oft hafði þráð; hann fann hann gat heingt það — í fám orðum sagt: hann fann hann var kóngur af náð. Svo kvað Þorsteinn. En Jörund- ur mátti fljótlega sanna að mildi hans var ekki metin að verðleik- um: Því Inn-Nesin gátu ekki unað við slíkt, jafn agalaust dýr eins og hann. í sjö vikur heilar hann hafði nú ríkt, en hýtt? Ekki einn einasta mann! Hann var hjartagóður hann Jörundur, eins og Jónas raunar leggur áherzlu á, og vissulega miklu meiri merkismaður en hann hefur lengstum verið hald- inn hérlendis. Hann var mæltur á fjölda tungumála, vel rit- fær og naut vegs og auð- sældar sem njósnari í þjónustu Bretaveldis, hafandi sem slíkur traust sjálfs Castlereaghs lávarð- ar, sem þá var utanríkisráðherra Breta og einn af öflugustu leið- togum þeirra í stríðinu gegn Napóleóni. Fullyrt er að Jörund- ur, þótt hann berðist gegn keis- ara þessum, hafi samt sem áður verið allsnortinn af honum og histórískri móður hans, stjórnar- byltingunni frönsku. Og það er vel leyfilegt að ímynda sér að hann hafi öðrum þræði skynjað sig sem boðbera nýrrar, frels- andi aldar fyrir eyjuna lengst í norðurvegi, er hann lýsti sig hæstbjóðanda hennar til sjós og lands. — Það er lítið um kvenhlut- verk í leikritinu? — Fyrir utan stúlkuna í söng- grúppunni, sem Edda Þórarins- dóttir leikur, eru kvenhlutverk- in raunar aðeins tvö, annað þeirra stúlkan Dala-Vala, leikin af Helgu Jónsdóttur. Hún hefur bústað í tugthúsinu ásamt barni sínu ungu, en unnusta hennar hefur gúvernörinn dæmt á Brimarhólm. Dala-Vala talar ekki á sviðinu frekar en aðrir íslendingar, sem fram koma í leikritinu að Stúdíósusi undan- teknum, sem er eini maðurinn á landinu sem kann ensku. En Jör- undur kóngur vill henni vel og þar kemur að hann fær hana til að syngja, gagnstætt öllum rökum og líkum, því að áður hafði verið fullvrt af sérfróðum að íslendingar syngju aldrei. Eg ætla að vona að þetta skiljist réttilega. — Hefurðu tekið eitthvað úr upprunalegu textunum við lög- in? Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. NEMEDIAKF. LAUFÁSVEGI 12 - Sjmi 16510 — Nei, mínir textar eru óbundnir þeim upprunalegu, ég hef gert þá að öllu leyti til sam- ræmis við verkið. Sums staðar örlar þó á skyldleika við upp- runalegu textana. Þá má líka benda á að í ýmsum textum eins og vögguvísunni má finna skyld- leika við gamlan og nýjan kveð- skap íslenzkan. Ef einhver segir að ég sé þar að stela, þá er það ekki rétt, því að ég tek þetta traustataki og kannast við það. Þetta er ailt með ráðum gert. Þegar verið er að syngja til dæm- is írskan vöggusöng, þá er um að gera að skírskota til einhverra þeirra hluta. sem við þekkjum, eða orða sem við þekkjum gegn- umgangandi í vögguvísnasöng ís- lenzkum, til að færa þetta nær okkur. Frá Iðnó verðum við Jónasi samferða vestur í bæ, en þar býr hann ásamt konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, yfir þingtímann, en annars eru þau að sjálfsögðu bú- sett uppi í Reykholti. Þar höld- um við rabbinu áfram yfir kaffi- bolla og komast nú til tals vinnu- aðferðir Jónasar sem rithöfund- ar. — Þetta hefur lengstaf verið sumarvinna hjá mér, segir Jón- as, — stundað jafnframt kennslu. Og ég skrifa úti, svo fremi veður leyfi. Ég bvrjaði á því í Hafnar- firði, kom mér þá fyrir í skjóli á góðum stað í hraunbolla eða laut, hélt mér nú eiginlega við sama staðinn allt sumarið út. Eg skrifa ekki á ritvél — hreinskrifa á ritvél jú — en uppkast allt geri ég með penna. Og ég er nú illa skrifandi og erfitt að lesa það sem ég skrifa jafnvel sitj- andi við borð, hvað þá þegar það er gert útafliggjandi. Svo þessi handrit eru alveg ólæsileg öllu öðru fólki en mér. Og þegar búið er að skrifa heila bók svona og eftir er að hreinskrifa hana alveg, þá er ekki laust við að setji að mér áhyggjur um að þetta gæti allt farið forgörðum, ef ég dytti nú niður dauður allt í einu, og eng- inn kæmist fram úr þessu. En þetta hefur aukizt eftir að ég kom í Reykholt, það er ekki eins og í Hafnarfirði að ég skrifi utanhúss aðeins í sólskini, held- ur geri ég það líka í Reykholti þótt sólin skíni ekki, það er að segja svo framarlega sem ekki rignir. Og ég hef þarna alveg ljómandi góðan stað í skógrækt- argirðingu, Eggertsflöt, fimm — sex mínútna gang fyrir vestan húsið, sem ég bý í; þetta er skóg- ræktargirðing sem Ungmennafé- lag Reykdæla helgaði sér upp- haflega. Og þarna var plantað trjám fyrir kannski tuttugu — þrjátíu árum, aðallega birki, og svo hefur ágætt fólk sinnt um þetta eitthvað á hverju ári, og plantað í þetta líka blómum, svo að þetta er orðinn hinn fegursti lundur. Það er notalegt að sitja þarna og skjól gott undir trján- um, sem orðin eru allstór. Og þar er ég sem sé hvernig sem viðrar svo framarlega sem ekki rignir. Annars þarf ég ekki að kvarta yfir því að ég fái ekki aðstöðu til að skrifa í Reykholti þótt hann rigni, því að Vilhjálm- ur skólastjóri hefur leyft mér að vera þarna í lítilli kompu niðri í kjallara, þar sem ég samdi nú reyndar Jörund mest, því að þetta var alveg voðalegt rign- ingarsumar. — Er ekki erfitt að vinna hug- verk svo niðurgrafinn? — Ekki fannst mér það. Það var að mörgu leyti gott að vera niðri i kjallara, þar sem enginn tók eftir manni. Einn galli var þó sá, að túristarnir sem fara til að glápa á Snorralaug arka allir framhjá glugganum. Af þessu verður svolítið ónæði, og ef maður er ekki í almennilegu stuði að skrifa, þá getur þetta truflað. Ekki hvað sízt þegar landar eru á ferðinni, með ýmiss konar athugasemdir, sem eru þeim mun hálfvitalegri sem þeir eru nákomnari Snorra Sturlu- syni en annað fólk sem þarna kemur. Hvað þetta snertir finn- ur maður stóran mun á íslenzk- um túristum og Svíum og Norð- mönnum. og þá fyrst og fremst þeim síðarnefndu. Þeir eru þarna komnir pílagrímsför, nálgast þetta hægt og settlega. Eg hef stundum verið fenginn til að fara að lauginni og rabba svo- lítið við þá, og mér er eiður sær að ég hef oftar en einu sinni séð tár í augunum á þeim, með- an þeir stóðu þarna. Landar mín- ir sumir sýna hins vegar af sér fremur hvimleiða framkomu; maður sér þá æða framhjá með myndavélarnar tilbúnar og eru svo komnir eins og skot aftur. Þeir koma þangað ekki sem píla- grímar, ég veit eiginlega ekki í hvaða tilgangi. f sambandi við þessar skriftir utanhúss kynnist maður náttúr- unni á vissan hátt, eða vissri hlið 6. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.