Vikan


Vikan - 05.02.1970, Síða 9

Vikan - 05.02.1970, Síða 9
Stúdíósus (Guð- mundur Pálsson) les upp próklamasjón gú- vernörsins (Steindórs Hjörleifssonar) fyrir Jörundi (Helga Skúla- syni), Charlie Brown (Pétri Einarssyni) og Laddie (Guðmundi Magnússyni). Af öðrum hlutvtrkum má nefna Dala-Völu, sem Helga Jónsdóttir leikur, Johns skipstjóra, sem leikinn er af Jóni Aðils, og líf- vaktara og matrósa Jör- undar, sem Þorsteinn Gunnarsson, Borgar Garðarsson, Harald G. Haraldsson o.fl. leika. „Sko strákinn, hvað t hann er klæminn og skemmtilegur/* Charlie Brown dáist að athuga- semd Laddies um Nel- son aðmírál og Lady Hamilton. Eins og sjá má á myndunum er þegar komið mikið fjör í æfingarnar, þótt hún- ingana vanti enn að mestu. Þá gerir Molly Kennedy, en Steinþór Sigurðsson leikmyndir. Leikstjóri er Jón Sigur- björnsson. Rsd viO Jónas Árnason Texti: Dagur Þorleifsson Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurjónsson .. . hann sigldi yfir sjá; í seglunum kyljan var góS. Hann hugsaði um ekkert, en horfði út á lá og hokinn við sigluna stóð. Þá vatt sér úr ægi mitt fannhvíta Frón með fjöllin sín blikandi hrein. Það þótti honum Jörundi svipmikil sjón, því sóiin á jöklana skein. Þetta könnumst við vonandi sem flest við; upphaf kvæðisins um Jörund hundadagakonung eftir Þorstein Erlingsson. Þótt svo að aðrir viðburðir í leikhús- og óperulífi höfuðstaðarins hafi mjög dregið að sér at- hygli manna það sem af er vetri, þá mun þó flestum þegar kunnugt að Jónas Árnason, rithöfundur, al- þingismaður og kennari, hefur skrifað leikrit um kon- ung þennan, sem í raun og sannleika er sá eini af þeirri stétt sem við getum eignað okkur með réttu. Hann var danskur, og gefi guð að við hefðum aldrei yfir okkur haft aðra danska konunga. Við höfum til þessa lengstum hugsað til hans með takmarkaðri virðingu og ætlað honum lægri sess í sögu okkar en honum raunverulega ber. Veldur því líklega sumpart rógur dansksinnaðra hérlandsmanna, en sumpart það tómlæti sem sjö hundruð ára skammdegi ól upp í okkur. Það nær engri átt; hingaðkoma þessa greinda, fyndna sjóara sem var frá Fjóni eins og H. C. And- 6 tbi. YIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.