Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 49
kannske, of áhyggjufullur eins og er. — Já, kannske. — Þú vírðist vera í einum hnút, sagði herra Robinson. — Þú virðist ekki vera — Ben, má ég segja þér svolítið? — Já, hvað? — Hve lengi höfum við þekkt hvorn annan? Benjamín hristi höfuðið. — Hve lengi höfum við, þú og ég, Ben, þekkt hvorn annan? Hversu lengi höfum við pabbi þinn verið félagar í viðskiptum? — Alveg heillengi. — Ég hef fylgst með þér í uppvextinum Ben. — Já. - Á margan hátt finnst mér þú vera minn eigin sonur. — Þakka þér fyrir. — Svo ég vona að þú takir það ekki stinnt upp þó ég reyni að gefa þér örlítil ráð. — Nei, mér þætti vænt um að heyra það. — Benjamín Braddock, sagði herra Robinson og hallagi sér aft- ur á bak í stólnum, — ég veit það eins vel og ég sit hér að einhvern daginn átt þú eftir að gera eitt- hvað stórkostlegt. Ég vona að þú hafir rétt fyrir þér. Ég hef rétt fyrir mér. Það er fullkomlega öruggt. En Ben . .. — Já, hvað? Ég held, hann sló af sígar- ettunni í öskubakkann, — ég held að þú ættir að taka þessu rólega. Rólegar en þú virðist gera. Benjamín kinkaði kolli. Sláðu um þig og skemmtu þér. Lifðu lífinu með gleði. Skemmtu þér með stelpunum og svoleiðis. Benjamín leit til dyra. Ben hélt herra Robinson áfram, — það sem eftir er æv- innar verður þú með hangandi haus út af áhyggjum. Ég er hræddUr um að það sé ekki hægt að gera neitt við því. En nú ertu ungur. í guðanna bænum farðu ekki að hafa áhyggjur strax. — Nei Áður en þú veizt af hefurðu fundið litla, fallega stúlku sem þú giftist og ferð að eiga krakka með. En þangað til vil ég að þú skemmtir þér bara alveg helvíti vel, og reynir að bæta svolítið fyrir mistökin sem ég hef gert með því að . .. Frú Robinson kom inn í stof- una. Hún var komin í græna kjólinn aftur og með gullnæluna á brjóstinu sem fyrr. Sitjið þið kyrrir, sagði hún. Benjamín settist aftur. Frú Robinson settist sjálf á sófann og tók upp glasið sem hún hafði skilið eftir. Ég var að enda við að segja Ben að hann ætti að skemmta sér að vild, sagði herra Robinson. — Skemmta sér á meðan tími er til. Finnst þér það ekki hljóma sem góð ráðlegging. Frú Robinson kinkaði kolli. Benjamín kláraði úr glasinu í flýti og setti það á borðið við hlið sína. — Ég verð að fara, sagði hann. — Rólegur, Ben, sagði hr. Robinson. — Bíddu þangað til ég er búinn úr glasinu og þá skulum við skella okkur út og rúnta svo- lítið á nýja tryllitækinu þarna úti. — Kannski er hann þreyttur, sagði frú Robinson. — Ertu þreyttur, Ben? — Ónei, nei, alls ekki. Hann tók upp glasið og hvolfdi ísmol- unum upp í sig. Síðan setti hann það aftur á borðið. -— Viltu anjian? ffpurði frú Robinson -— Ha? Nei, nei þakka þér fyr- ir. —• Þú átt eftir að skemmta þér í sumar, Ben, sagði herra Robin- son. — Eg er viss um að þú ert mesta kvennagull. — Ónei. — Haha! hló herra Robinson. — Þú virðist vera einn af þeim sem þarft að berja þær frá þér. Benjamín tók upp glasið. — Ertu viss um að þú viljir ekki annan? spurði frú Robinson. — Já, ég vil alls ekki meira. Herra Robinson leit á konu sína. Virðist hann ekki vera einn þeirra sem á í vandræðum með að halda konum í hæfilegri fjar- lægð? — Jú, svo sannarlega. — Já, meðal annarra orða, sagði hann svo. — Hvenær kem- ur Elaine heim frá Berkeley? — Á laugardaginn, svaraði frú Robinson. — Ben. hringdu í hana, ha? — Já. allt í lagi. — Ben, ég veit að þið tvö gæt- uð átt alveg prýðilega saman. Hún er indæl stúlka og mér þyk- ir bara verst hve lítið þið hafið kynnzt í gegnum árin. Mér þykir það líka leiðin- iegt, svaráði Benjamín. Hann horfði á herra Robinson klára úr glasinu og stóð svo upp. — Ég skal koma með þér einn rúnt eða svo. — Stórfínt, Ben! Benjamín gekk á undan Rob- inson-hjónunum eftir ganginum og að útidvrunum. Hann opnaði og frú Robinson kom á eftir þeim út. — Benjamín? Hann setti hendurnar í vas- ann og gekk niður stéttina án þess að svara henni. Benjamín? — Já, hvað? — Þakka þér fyrir að keyra mig heim. Benjamín kinkaði kolli án þess að snúa sér við. — Ég vonast til að sjá þig fljótlega, sagði hún. — Heyrðu Ben, sagði herra Robinson um leið og hann fór inn í bílinn, — hvernig væri að fara út á þjóðveginn og sjá hvað hægt er að koma nýja djásninu? 2. KAFLI Næstu viku notaði Benjamín að mestu til göngu. Á tuttugasta og fyrsta afmælisdegi sínum snæddi hann morgunverð, og fór út að ganga. Fyrst gekk hann nokkrum sinnum upp og niður götuna og síðan niður í bæ. Þar gekk hann fram og aftur um að- algötuna þangað til komið var hádegi. Þá fór hann inn á kaffi- hús og fékk sér að borða. Eftir hádegi gekk hann, hvíldi sig öðru hvoru á bekk í almenningsgarði, en var mest á gangi og horfði beint niður fyrir sig. Um kaffileytið fór hann heim. Hann gekk hægt upp stéttina, en stanzaði fyrir utan er hann tók eftir fólki í stofunni. Hann ætlaði að snúa við en áður en honum tókst það kom móðir hans út. — Ben? — Já’ — Komdu inn. — Ég er að fara í gönguferð. Frú Braddock gekk hratt til hans. — í dag er afmælisdagur- inn þinn, sagði hún. — Ég veit það. Ég ætla í af- mælisgöngu. — Arnold-hjónin komu í heimsókn. Ég sagði Peter og Louise að þú myndir gefa þeim ávaxtasafa þegar þú kæmir aftur. Benjamín andvarpaði, sneri síðan við og gekk rólega með móður sinni upp að húsinu. — Ég bauð Robinson-hjónun- um heim, sagði frú Braddock, — en Elaine varð að vera upp í Berkeley, svo.... Benjamín snarstanzaði og starði á móður sína. — Eru þau þarna inni? spurði hann og benti á húsið. — Hvað? — Eru herra og frú Robinson í húsinu þarna? —- Nei. — Koma þau? — Nei. — Ertu viss, mamma? — Auðvitað er ég viss. Er eitt- hvað að? — Nei svaraði Benjamín og hélt áfram alla leið inn í dag- stofu. Frú Arnold veifaði báðum höndum j'fir höfði sér og hóf að syngja um leið og hún sá hann: — Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Be-en, hann á afmæli í dag ... Gamar að sjá þig, Benja- mín, sagði herra Arnold og stóð upp til að taka í hendina á Benjamín. Peter og Louise hlupu á Benja-' mín og héngu í buxnaskálmunum hans, hlæjandi og skríkjandi. Faðir Benjamíns sat við arin- inn með glas í hendinni. Ben, sagði hann, — farðu með krakk- ana fram í eldhús og gefðu þeim ávaxtasafa í glas. Komdu svo aftur hingað við erum með eitthvað smávegis handa þér. Benjamín gekk hægt i gegnum stofuna með Peter og Louise enn- þá hangandi utan í sér, æpandi og gólandi. Hann gekk inn í eldhús- ið og dróst inn. — Sleppið fótun- um á mér! sagði hann þegar dyrnar höfðu lokast. Þau brostu til hans. — Sleppið mér, sagði ég! end- urtók hann hastur í rómi. Þau slepptu og forðuðu sér út í horn. Benjamin hristi höfuðið og opnaði ískápinn. — Hvað vilj- ið þið? spurði hann. — Appel- sínusafa eða sítrónusafa? Þau störðu á hann úr horninu án þess að svara. — Hvað viljið þið? Appelsínu- safa eða sítrónusafa? endurtók Benjamín og steytti að þeim krepptan hnefann. — Sítrónusafa. — Allt í lagi. Hann fyllti tvö lítil glös. Peter og Louise höfðu sig í að ganga til hans og taka við þeim. — Þakka þér fyrir. Benjamín hellti í glas handa sjálfum sér og fór með það inn í dagstofuna. — Ben? sagði faðir hans og brosti til hans, — það má segja mér að þú verðir virkilega hrif- inn af afmælisgjöfinni þinni í ár! Benjamín kinkaði kolli og sett- ist á sófann við hliðina á frú Arnold. — Við vorum að heyra um hana, sagði frú Arnold, — og við getum varla beðið. — Á ég að koma með hana núa? sagði faðir hans. — Ha? Hvað? Gjöfina þina. Benjamín kinkaði kolli og dreypti á ávaxtasafanum. Hr. Braddock stóð upp og fór út úr herberginu. Þegar hann kom aftur eftir örstutta stund, hélt hann á stórum kassa í hvít- um umbúðapappír. — Innileg- ustu hamingjuóskir, sonur sæll, sagði hann um leið og hann setti kassann á gólfið við fætur sonar síns. Ég er svo spennt, sagði frú Arnold. Benjamín horfði á hana um stund en beygði sig svo niður og reif burtu tvær ræmur af lím- bandi sem héldu pappírnum sam- an. Kassinn sjálfur var úr brún- um pappa. Hr. Arnold gekk þvert yfir herbergið til að geta fylgst með því sem var að ske og Benja- mín lyfti tvískiptu lokinu til að líta ofan í kassann. — Hvað er þetta? spurði hann. ,—• Taktu það upp, sagði faðir hans. í kassanum var eitthvað úr svörtu gúmmíi og leit út ein- hvernveginn eins og harmónikka. Benjamín dró hlutinn upp úr kassanum. -- Flettu úr því, sagði faðir hans. Benjamín rétti úr sér og það flettist úr hlutnum. Það var einhverskonar klæðnaður. Tvær ermar og tvær skálmar. Eftir endilöngum gallanum var renni- lás og ofan til var hetta. 6. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.