Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 19
EG VAR EFTIRLÆTI HANS
Movie Ranch fyrir utan Hollywood
var ég vanur að fara á Sunset Strip
eða til flugvallarins eða á einhverja
vagnastöðina. Stundum ók ég ein-
faldlega út á'aðalvegina og tók upp
stelpur, sem ferðuðust á þumalputt-
anum. Eitt sinn skráði ég mig inn í
gagnfræðaskóla undir fölsku nafni
til að ná sambandi við fimmtán—
sextán ára stelpur. Ég var sjálfur
nítján ára ,en leit út fyrir að vera
yngri. Ég hafði krækt ( eldri konu
sem þóttist vera móðir mín. Það
gekk prýðilega.
Þegar ég færði Charlie nýja
stúlku, lét ég hana klæða sig úr
hverri spjör og leggjast nakta á
gólfið fyrir framan hann. Síðan varð
hún að kyssa fætur hans til að tákna
undirgefni. Og það gerðu þær und-
antekningarlaust. En þetta var bara
byrjunin.
Inntöku nýrrar stúlku í fjölskyld-
una fylgdi löng vígsluathöfn. Hún
var næstum alltaf nakin á meðan,
og allir horfðu á. Charlie stiilti sér
upp fyrir framan hana, gteip augu
hennar með dáleiðandi tilliti sínu
sínu og sagði: „Leggðu hendur þín-
ar undir mínar." Síðan sagði hann
henni að hennar hendur yrðu að
fylgja hverri hreyfingu handa hans.
Hann byrjaði með einföldum hreyf-
ingum, lyfti höndum og lét þær
síga á víxl. Svo fór hann út í flókn-
ari hreyfingar, allt þangað til hún
apaði bær allar eftir, hversu hraðar
sem þær voru. Því næst kom röðin
að líkama hennar. Hún átti aðeins
að snerta hann lauslega, en fylgja
hverju hans skrefi og hverri hreyf-
ingu eins og væri hún límd við
kann, og ekki hreyfa sig hið minnsta
að eigin frumkvæði. Og þegar hún
hafði náð þessari fullkomnu líkam-
legu fylgisemd, þá var hún hans
með húð og hári. Hún var meðlímur
fjölskyldunnar, ein þeirra sem oft
kölluðu sig ambáttir hans.
Nýliðar urðu alltaf að bera keðj-
una. Það var lítil silfurkeðja með
bjöllu sem borin var um öklann
meðan „undirgefnin" var æfð. Að
því loknu var keðjan tekin af manni
og sett á einhvern annan.
Nýjar stúlkur tilheyrðu alltaf
Charlie einum, en þegar hann var
búinn með þær stóðu þær okkur
hinum til reiðu. Það voru óskrifuð
lög að hver, sem notaði sér þau
hlunnindi, var þaðanaf á valdi Char-
lies.
Það voru alltaf fleiri stúlkur en
karlmenn í fjölskyldunni, þrisvar
eða fjórum sinnum fleiri. Charlie
vissi vel um vald kynhvatarinnar.
Ég man þegar nokkrir ruddalegir
mótorhjólatöffar reyndu einu sinni
að ná af honum völdunum. Hann lét
þá naktar stúlkur leggjast í hring
Framhald á bls. 39
Lee Krewinkel, ein af
stúlkum Mansons. Hún
var háólétt, þcgar hún
kom fyrir rétt út af
morðunum.
Frá bænum í Dauðadal.
Charlie Manson þóttist
ýmist vera guð eða djöf-
ull, og hippafélagar
hans hlýddu honum jafn
skilyrðislaust og hann
hcfði verið þetta annað
cða hvorttveggja.