Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 11
ÞIÐ MUNIÐ HANN JÖRUND... ersen er begar á allt er litið sniðugasti og kómískasti viðburð- ur íslandssögunnar, pínkulítið stjörnuljós í myrkri kúgunar og niðurníðslu einmitt þegar það var svartast og hefur líklega lýst þjóðinni betur, þegar allt kom til alls, en til þessa hefur verið álit- ið af flestum. — Vel á minnzt, sagði Jónas Árnason, þegar fundum okkar bar saman niðri í Iðnó, þar sem aefingar á leiknum um Jörund voru í fullum gangi; gert er ráð fyrir að frumsýningin verði um eða eftir miðjan febrúar. -— Vel á minnzt, menn spyrja nú: af hverju heitir þetta Þið munið hann Jörund. Því miður, ég rek mig á það, að minnsta kosti með yngra fólkið, að Þorsteinn er ekki að sama skapi lesinn og hann var hér fyrrum. Það er að yfirveguðu ráði að ég vel leik- ritinu þetta nafn. Bæði finnst mér kvæðið alveg stórkostlegt, og eins vil ég minna á að ég byggi á sumu sem aðrir hafa gert í þessu sambandi, ýmsir þeir sem eldri eru. Hg neita því hins veg- ar að ég byggi á neinu sem minn- ar kynslóðar menn hafa verið að gera í þessu. þótt töluvert hafi verið um það talað. Auk þess er stíll verksins skyldastur kvæði Þorsteins af því, sem yfirleitt hefur verið gert um hann Jör- und. Þorsteinn sér kómísku hlið- ina á þessu. Þessir atburðir eru óneitanlega frábærlega kómískir og einstakir í veraldarsögunni. Og rétti stíllinn, þegar þeir eru dregnir fram, er að byggja á kómísku hlið málanna. ís- lendingar tóku því þannig þeg- ar það gerðist. Hvernig hann getur farið hér um við þriðja eða fjórða mann til dæmis og lagt undir sig landið eins og ekkert sé og hvernig íslenzkir embætt- ismenn leika tveim skjöldum á meðan hann er hérna, ypptandi öxlum: það sé bezt að gera ekki ógnar veður útaf þessu meðan hann staldrar við, þetta verður stutt kómedía. Það er því af og frá að mínum dómi að draga fram nokkuð í þessu sambandi sem minnir á hetjuskap. Hinu verður ekki neitað, eins og Helgi Briem í sinni ágætu doktorsrit- gerð heldur fram og bendir á, að þetta skeið Jörundar hér hef- ur haft mikil áhrif á okkur, kannski fyrst og fremst sálfræði- leg áhrif. og á sinn þátt í vakn- ingunni, sem verður ekki löngu seinna með þjóðinni. Þó að við höfum að vísu aldrei þakkað Jörundi þetta, nema hvað Helgi gerir það í þessari ágætu dokt- orsritgerð sinni. Það sem Jón Þorkelsson skrifaði um Jörund, finnst mér allt meira og minna mótast af höfðingjasjónarmiðum eða mér liggur við að segja Danadýrkun, þótt ótrúlegt sé um mann eins og Jón forna. En sá Jörundur, sem við færum upp á þessu sviði, er allur ann- ar en menn munu hafa gert hann sér í hugarlund hérna. Að vísu er ég sannfærður um að ýmis- legt hjá Jörundi, sem ég læt koma fram þarna, barnaskapur og trúgirni, hjartagæzka og ljúf- mennska hefur verið mjög ríkt í fari hans sjálfs. Aftur á móti læt ég vanta hetjuskapinn, sem hann virðist hafa haft til að bera. En við höfum lagt áherzlu á það allir saman, ég, Jón Sigurbjörns- son, sem er leikstjóri, og Helgi Skúlason, sem leikur Jörund, að okkar Jörundur yrði anti-hero, enda mun held ég nóg komið af hetjuskap í heimi þessum. Aft- ur á móti er þessi tilbúna per- sóna mín, Charlie Brown, mjög hernaðarlega sinnaður, og það er hann, sem hvetur Jörund til stór- ræðanna, stýrimaður hans, sem hefur verið kanónuskytta aðmír- áls Nelsons og vitnar mikið í að- mírál Nelson, í tíma og ótíma. Hann er uppfærður þarna eins og tradisjónell sjóræningja- týpa eins og þú sérð, með eitt auga og einn fót og krók í stað- inn fyrir hönd. Hann er sem sagt alger tilbúningur minn. Eins er Stúdíósus, en hann er ekki allur þar sem hann er séður. Ég held að í fari hans megi sjá ým- islegt, sem hafi verið einkenn- andi fyrir okkur íslendinga, fyr- ir okkar þjóðarsál. Við höfðum okkar sjálfstæði ekki fram með neins konar brambolti og fórum þar ólíkt að og frændur okkar írar, sem úthelltu miklu blóði við það tækifæri. En þetta hafðist hjá okkur með hægðinni, og það er með íslendinginn eins og seg- ir um Stúdíósus í leikritinu: „hann er ekki eins vitlaus og hann litur út fyrir að vera.“ Það hygg ég marga íslendinga hafa sannað áður fyrr, þótt ekki væri litið á þá stórum augum í Höfn og þeim ekki vandaðar þar kveðjurnar. — Þinn Jörundur er sem sagt í gamanstíl? — Þetta er ævintýraleikur. Eg nefni þetta ævintýri og vil leggja áherzlu á að hér sé um ævintýri að ræða, sem er alveg óraunsætt og óbundið öllum sögulegum staðreyndum. Eg hafði lengi hug- leitt þetta efni. og reyndar er upphaf málsins það, að ég hef hrifizt mjög af þjóðlögum nú seinni árin. og ekki sízt þeim Framhald á bls. 44 6. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.