Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 13

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 13
Hann var sannarlega gæddur persónulegu aðdráttarafli, þessi einkennilegi, litli maSur.. færir mönnum óhamingju. Þess vegna er hann kallaður Feigðarsteinninn. Álelrunin þýðir. Örlög manna eru mót- læti. Ef maður er ríkur, ger- ir hann mann fátækan. Ef hann er hraustur, gerir hann mann auman. Ef maður er lifandi, verður hann manni von bráðar að bana. Sjáið þér? Hann var skorinn af töframanni. arabískum löfra- manni, afar slæmum manni, þótt hann liafi verið arabísk- ur fursti á döguin Saladins. Töframaðurinn gæddi hann miklum töfrum, hræðilegum töfrum. Það er áreiðanlegt, að þessi hringur færir mönn- um óhamingju. Ekki ham- ingju — óliamingju. Ég full- vissa yður um það persónu- lega. Kostakjör, tuttugu og fimm pund.“ „Og þér ætlizt til, að ég horgi tuttugu og fimm pund fvrir þetta,“ sagði ég. „Og reyndar virðist hann ekki liafa orðið yður að meini. Ekkert þvaður, Ziska!“ Af einskærri þolinmæði rétti hann fram höndina, til merkis um þögn, og það hrá fyrir einhverju aumkunar- verðu i fari lians, þegar hann sagði. „Svona, svona! Bíðið þér andartak, maður minn. Ég er ekki húinn að segja yður, hvernig töfrarnir verka. Hringurinn verður alls ekki kaupandanum að meini, né heldur seljandan- um. Ég keypti steininn, þess vegna er ég óhultur. Ef þér kaupið hann. getur hann ekki orðið yður að meini. En ef þér gefið þennan liring, bíða þiggjanda hin hræðileg- ustu örlög. Skiljið þér? Þetta er afar einfalt. Þetta er auð- skilið, finnst yður ekki? Arabíski furstinn varð ást- fanginn i prinsessu, en hún elskaði annan fursta. Sjáið þér? Svo að furstinn horg- aði töframanninum offjár fvrir að geru þennan hring. Síðan þóttist hann votta kepþinaut sinum bróðurást, með því að sctja hann á fing- ur lionum. Þrem dögum síð- ar át ljón keppinautinn. En prinsessan. veslings stúlkan; hún fór upp i rúm og dó af sorg. Furstinn, sem sá eftir öllu sainan. náði i hringinn og faldi liann. En einn hirð- mannanna í höllinni stal bonum.“ „Hvað kom fyrir hann?“ spurði ég og vissi um leið, að Ziska var að ljúga. „Það færir mönnum jafn- mikla óhamingju, er þeir stela honum. Það verður að kaupa liann og borga. Ræn- ingjar réðust á hirðmanninn, skáru hann á liáls og stálu af honum hringnum og seldu liann kaupmanni i 'Aleppo. En þeir höfðu ekki borgað fyrir liann svo að þeir voru handsamaðir og hálshöggnir. En kaupmaðurinn seldi ung- um aðalsmanni hringinn, svo að hann þurfti engu að lcvíða. Hann hafði keypt liann og borgað fyrir hann. Aðals- maðurinn, sem ávallt var að reyna að ná hylli frænda síns, sem var bæði nízkur og illgjarn, gaf honum liring- inn. Og hvað haldið þér? Sama daginn féll þessi illi gamli frændi niður af háu húsþaki og liálsbraut sig, og ungi aðalsmaðurinn erfði alla peninga lians. Ég gæti haldið áfram að segja yður frá hringnum í allan dag. — Tuttugu og fimm pund?“ „Ég á engan rikan frænda, og ég á ekki óvin, sem mig langar til að kála. Og ég á ekki tuttugu og fimm pund.“ „Þér haldið ef til vill, að ég sé ekki að segja satt?“ sagði Ziska. „Nei, nei!“ mótmælti ég. „Jú, ég sé það. Þér haldið, að ég sé lygari. Þér eruð sama sem að segja upp i op- ið geðið á mér, að ég sé lyg- ari. Einmitt. já, og ég sem tel vður vin minn. Mig lang- ar til þess að gera vður greiða og selja vður hinn fræga Feigðarstein fyrir tuttugu og fimm pund. og þér kallið mig nánast svikahrapp, ósvifinn lygara, svindlara! Jæja, þá.“ „Nei, alls ckki, kæri Ziska. Þér megið ekki skilja þetta þannig.“ Til þess að bliðka hann, varð ég að kaupa brotna postulínsblekbyttu — þá, sem Shakespeare notaði, þegar hann var að skrifa Hamlet. Seinna frétti ég, að Ziska hefði selt Feigðarsteininn til- finningasamri og magurri dömu, sem nisti tönnum milli stenminga og var með dökka bauga undir augun- um, sem voru þrútin af gráti. Hann vildi fá fimnitíu pund fyrir hringinn, og það fékk hann. Þetta var sanngjarnt verð. Hringurinn var fjög- Framhald á bls. 36. 6. tbi. VIKAN 1»

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.