Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 5
# visur vikunnar
Þótt dauft sé yfir þjóðar þingi
og þingmenn dotti í tómum sai
þeim hleypur ennþá kapp i kinnar
ef Kvennaskólinn berst í tal.
En lýðum ætti ljóst að vera
hve lítill neisti kveikir bál
og þeim er voði bráður búinn
sem blanda sér í kvennamál.
Til Japan á
hjólaskautum
„Undarlegt er að spyrja menn-
ina . . .“ hvert þeir séu að fara.
Ungi maðurinn á myndinni
myndi segja okkur að hann væri
að fara til Japan á rúlluskaut-
um. Og hann meinar það. Þetta
er Tom Struve, tvítugur, kana-
dískur stúdent, sem lagði af stað
frá London 7. september sl., og
ætlar til Japan. Varla hjólar
hann þó alla leiðina, en myndin
er tekin í byrjun desember, er
hann fór yfir landamæri Júgó-
slavíu og Búlgariu. Leiðin er um
18.000 km og hann verður að
vera á staðnum Osaka í byrj-
un apríl, en þá hefst EXPO.
Til að ná því verður hann að
fara 60 kílómetra á dag, sem
hann og gerir, og lætur hann hið
bezta af ferðinni. Alla þessa leið
fer hann án nokkurrar utanað-
komandi hjálpar; verður meira
að segja að kosta sig sjálfur. Jú,
brezka fyrirtækið sem lagði til
rúlluskautana hefur lofað honum
því að útvega honum rúm til að
hvíla sig í — í apríl!
☆
FRIÐARHATÍÐ
I LOS ANGELES
Leiðtogar andspyrnuhreyfing-
arinnar gegn Viet Nam-stríðinu
í Bandaríkjunum hafa ákveðið
að skipuleggja ekki fleiri mót-
mælagöngur fyrir landslýð allan
í bráð. En á vesturströndinni eru
þeir jafnharðir og fyrr og hafa
ákveðið að halda mikla friðar-
hátíð í Los Angeles síðar í þess-
um mánuði og þar verður aðal-
númerið hljómsveitin DOORS.
Gangi það vel hafa forráðamenn
hátíðarinnar ákveðið að halda
aðra hátíð, sem þeir hafa þegar
gefið nafnið Woodstock West“
í Los Angeles Coliseum snemma
á næsta ári og þar eiga að koma
fram hinir frægu Rolling Stones.
☆
Pele á frímerki
Það er heitt í þéim blóðið, —
þarna fvrir sunnan. Fótboltaleik-
ir þeirra geta jafnvel endað í
stríði og allt er útbíað í blóði.
En þeir sem standa sig í ieikn-
um eru heiðraðir og dáðir. Svo
er t. d. með Pelé, Svörtu perl-
una þeirra Brazilíumanna. 16.
nóvember sl. skoraði hann 1000.
mark sitt og hefur verið hampað
svo mikið síðan að helztu póli-
tíkusar þar í landi eru farnir að
ugga um sinn hag; það hefur
sem sé komið til tals, að Pelé
verði látinn bjóða sig fram til
þings.
Nýlega var hann sæmdur æðsta
heiðursmerki sem veitt er í
Brazilíu; heiðursmerki sem að-
eins hefur verið veitt merkileg-
ustu diplómötum og hershöfð-
ingjum (giarnan þsim sem stað-
ið hafa fyrir einni eða annarri
byltingu). Og uhn svipað leyti
kom út frímerki með mynd hans
— þeirri sem fylgir hér með. Það
sem Pelé hefur þó þótt vænzt
um var að hann var valinn enn
á ný í heimsliðið, það er liðið
sem á að keppa í HM i Mexicó í
sumar.
☆
Sekt fyrir krossgátu
Tékkóslóvakíska vsrkalýðsmál-
gagnið Prace hefur verið dæmt til
að greiða tvö hundruð og fimmtíu
þúsund króna sekt fyrir að birta
I krossgátu orð, sem nýju stjórn-
inni mislíkaði. Gátuorðið var
„tékknesk þjóðhetja" og átti að
finna orð sömu merkingar með
sex bókstöfum. Lausnin var
PALACH. Jan Palach var sem
kunnugt er stúdent sá er ( byrjun
síðastliðins árs brenndi sig til bana
í Prag til að mótmæla hernámi
Sovétmanna.
ODINGA í FANGELSI
Flokkur hans, sem var í stjórn-
arandstöðu, var bannaður og
honum stungið í tugthús fyrir að
ýta undir spillingu í landinu. —
Þetta fannst hinum vinstri-
sinnaða Odinga slæmt og
hann fór að hafa áhyggjur af
því að eitthvað ljótt væri að ske
í Kenya. En það sem honum
fannst verst var að hann fékk
ekki einu sinni að lesa blöðin,
svo hann gæti fylgzt með kosn-
ingunum úr fangelsinu. Odinga
sendi bréf til Jomo Kenyatta,
forseta, og bað um dagblöðin.
Þessi fyrrverandi vinur hans
svaraði: „Þegar ég var í fangelsi
hjá Bretum létu þeir mig ekki
hafa neitt að lesa nema Biblíuna.
Látið Odinga lesa Biblíuna. Hann
hefur gott af því.“ ☆
Takk fyrir síðast, 007
James Bond-æðið hefur enn á
ný gripið um sig í heiminum
eftir að nýjasta myndin, „í þjón-
ustu Hennar Hátignar“ var frum-
sýnd. Var myndin aðallega tek-
in í Sviss og þótti alls ekki spör
á falleg Alpaskot. Þótti Sviss-
lendingum svo mikil landkynn-
ing að myndinni, að sendiherra
landsins í London var fyrirlagt
að hífa upp heilmikið flagg á
þaki sendiráðsins i Coventry
Stræti þar í borg og sýna þannig
007 þakklæti sitt. — Og auð-
vitað varð diplómatinn að fá
nokkrar Bond-brúður með sér
til verksins. Þarna á svo flagg-
ið að vera í sex vikur.
☆
6 tbi. VIKAN 5