Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 16

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 16
Skemmtileg framhaldssaga eftir Charles Webb. Myndin verður síðar sýnd í Tónabíói. ANNAR HLUTI — Hvað? — Ég vildi gjarnan fá þig inn með mér þangað til ég er búin að kveikja ljósin. — Til hvers? — Ég er hrædd í myrkrinu. Benjamín gretti sig og gekk svo á eftir henni upp að útidyr- unum. Hún opnaði og kveikti ljósið í ganginum; rofinn var rétt innan við dyrnar. — Værir þér sama þó þú færir á undan mér inn í stofu? — Er ekki nógu bjart svo þú getir séð núna? — Æ, mér finnst eitthvað óhuggulegt við það að ganga um dimmt húsið alein, svaraði hún. — En það er alls ekki dimmt lengur. — Benjamín, gerðu það ...? Benjamín hikaði andartak en gekk svo á undan henni í gegn- um íbúðina —- Til vinstri, sagði hún. Benjamín beygði til vinstri og gekk niður þrjár tröppur niður í stofuna. Frú Robinson kom niður á eftir honum og kveikti Ijós á lampa sem var við hliðina á sófa er var upp við einn vegginn. Þakka þér fyrir, sagði hún. — Það var ekkert. — Hvað drekkur þú? spurði hún. — Bourbon? Benjamín hristi höfuðið. — Sjáðu til, sagði hann og gerði sér grein fyrir því að hann var farinn að þúa hana, — ég keyrði þig heim og það var mér ánægja. En í guðanna bænum leyfðu mér að fara; ég verð að vera einn, skilurðu það ekki? Hún kinkaði kolli. —■ Jæja þá .. sagði hann. — Hvað viltu drekka? — Ha? — Benjamín, mér þykir fyrir því að vera svona, sagði hún, — en ég vil bara ekki vera ein í húsinu. — Hvers vegna ekki? — Bíddu þangað til maðurinn minn kemur aftur. — Læstu einfaldlega að þér, sagði Benjamín. — Ég skal bíða hérna þangað til þú hefur læst öllu vel og vandlega, - Ég vil að þú bíðir þangað til hr. Robinson kemur aftur. - En ég vil fá að vera einn. — Já, ég veit það, en ég vil það ekki. — Ertu hrædd við að vera ein í þínu eigin húsi? — Já. — Geturðu ekki einfaldlega læst að þér? Frú Robinson benti honum á stól að baki hans. — Hvenær kemur hann aftur? spurði Benjamín. — Ég veit það ekki. Hann settist í stólinn. — Ég skal sitja hérna þangað til hann kemur aftur, sagði hann svo. — Góða nótt. — Viltu ekki félagsskap? — Nei. -— í glas? — Nei. Frú Robinson snerist á hæli og gekk upp þrepin þrjú, sem lágu úr stofunni. Benjamín krosslagði hendurnar á brjósti sér og fór að horfa á spegilmyndina í einum glerveggnum. Stuttu síðar barst tónlist úr hinum enda hússins; hann gretti sig og sneri höfðinu að uppganginum. Þar birtist frú Robinson með tvö glös á bakka. — Ég sagðist ekki vilja í glas. Hún rétti honum glasið og gekk út að glugganum. Þar togaði hún í streng og dró gluggatjöldin fyr- ir. Benjamín gretti sig og leit á glasið sem hann hélt á. Frú Rob- inson settist í sófann við hliðina á stólnum sem hann sat í. Það var þögn. — Ertu alltaf svona hrædd við að vera ein? Hún kinkaði kolli. Er það virkilega? - Já. Af hverju læsir þú ekki og ferð að sofa? -Ég er taugaóstyrk. Hann horfði á hana um stund, dreypti svo á glasinu og setti það svo á gólfið. — Má ég leggja fyrir þig spurningu? sagði frú Robinson. Hann kinkaði kolli. - Hvað finnst þér um mig? Hann hristi höfuðið. — Þú hefur þekkt mig alla ævi, sagði hún. — Hefur þú ekki myndað þér neina .. . — Heyrðu, þetta er örlítið undarlegt samtal. Ég sagði pabba að ég kæmi strax aftur. — Hefur þú engar skoðanir yf- irleitt? — Nei, svaraði hann, og leit á úrið. •—• Ég verð að fara. Ég er viss um að hr. Robinson kemur á hverri stundu; læstu bara að þér og leyfðu mér að fara. — Benjamín? — Hvað? — Vissir þú að ég er alkóhól- isti? Benjamín hristi höfuðið. — Frú Robinson, sagði hann, — ég vildi helzt ekki tala um þetta. — En vissir þú það? — Nei. — Þig grunaði aldrei að ég væri alki, ha? — Frú Robinson, mér kemur þetta hreint ekkert við, sagði hann og stóð upp úr stólnum. — Afsakaðu, en ég verð að fara. 16 VIKAN 6-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.