Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 33
Þvottavélar 2 oerflir. ZANKSI Kæliskáoar 5 stærflir. ZANUSSI er bezta valM STJÖRNUSPÁ .vTa NIa m _ vfc • -• Hrútsmerkið (21. marz — 20. apr(l): Vikan verður mjög þægileg en líkur eru á nokkuð óvenjulegri helgi. Þú færð heimsókn sem kemur flatt upp á þig. Einhver heimilismeðlimur kemur sér í klípu, sem þú verður að leysa hann úr. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú lendir í skemmtiiegu ævintýri, sem reynir á þolþrifin. Varastu dökkhærða persónu, sem býður þér ákveðin viðskipti. Reyndu að búa betur að þér og fjölskyldu þinni. Heimboð um helgina varasöm. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): I þessari viku skaltu fara sparlega með peninga, því innan tíðar festirðu kaup á hlut, sem þig hefur lengi dreymt um. Þú hefur ýmis áform á prjónunum, sem þú skalt íhuga mjög vandlega áður en þú byrjar. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Eldri maður innan kunningjahóps þíns, gerir þér stóran greiða. Þú færð fréttir frá kunningja þínum, sem dvelst mjög fjarri þér. Likur eru til þess, að þú farir í langferð, ef til vill tU annarra landa. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júnf); Þín bíða ýmis skemmtileg verkefni þessa viku. Þú verður venju fremur upptekinn og getur lítið sinnt áhugamálum þínum. Á vinnustað bætist við starfs- maður, sem þú átt erfitt með að samlagast. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Það er langt síðan þú hefur haft það svona náðugt og skaltu nýta þér rólegheitin eins og þú getur. Innan skamms verðurðu önnum kafinn við lang- vinnt verkefni. Haltu ef til vill smá vinaboð. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Fram að helgi verður fremur hversdagslegt, en upp úr því færist líf í tilveruna. Þú munt ekki umgang- ast félaga þína mikið, vegna anna heimafyrir. Þú kynnist félagsskap, sem síðar mun koma við sögu. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú kemur einhverjum innan fjölskyldunnar á óvart með framkomu þinni, sem er mjög lofsverð. Mið- vikudagurinn gæti boðið upp á mikil tækifæri. Þú skalt gera þau viðskipti sem þig langar til. 4^/ liónsmerkið (24. júll — 23. ógúst); Þér býðst gullvægt tækifæri í vikunni, en aðstæður haga því svo til. að þú getur ekki nýtt það nema að nokkru leyti. Þú lendir í skemmtilegu samkvæmi með fólki, sem þú hefur ekki mikil kynni af. Vatnsberamerkið 121. janúar — 19. febrúar): Einhver náungi, sem ferðast mikið, kemur skilaboð- um til þín, sem valda breytingum á viðhorfi þínu til viss málefnis. Þér verður einhver skyssa á, en til allrar lukku dregur hún ekki dilk á eftir sér. te-i Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þetta verður fremur hversdagsleg vika en þó mun fjölskyldulífið verða með skemmtilegra móti. Þér verður boðið í einhvern gleðskap um helgina, sem þú skalt ekki þiggja, að svo stöddu. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Vonir þínar rætast á nokkurn annan hátt en þú hafðir gert ráð fyrir. Þú gerir kunningja þinum greiða; þó ekki með glöðu geði. Þér berast óvæntar gjafir frá nákomnum ættingja. Heillatala er 3. e. tw. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.