Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 34

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 34
1 þessari bók opinberar Juliette Benzoni enn einu sinni fágæta hæfileika sína til að segja sögu. Lýsingar henn- ar eru myndrænar og ljósar og baksviðið er hið glæsta Frakkland fimmtándu aldar. Hröð og spennandi at- burðarásin gerir þessa sögu að sjálfstæðu, örlaga- þrungnu verki, sem stendur fyllilega jafnfætis öðrum bókum hennar um sömu sögupersónu, Catherine. Áður hafa komið út „Sú ást brennur heitast" og „Catherine“, sem fengu mjög góðar viðtökur lesenda. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK VHHP Þrír svanir Vikan, draumráðningar! Mig dreymdi eftirfarandi og langar talsvert að fá ráðningu, ef mögulegt er: Mig dreymdi að ég sæi þrjá hvíta svani. Þeir flugu snögglega upp. Tveir fiugu saman til hlið- ar, en sá þriðji flaug beint upp. Lít ég síðan í vestur. Sé ég þá kvöldhimin geysifallegan og sól- setur, en hátt fljúga svanirnir tveir. Ræðst þá að þeim svartur hrafn, en sá svanur sem næst mér flaug þreif til hans, er hann gerir atlögu. og drepur hann með vængjaslættinum. Vældi hrafn- inn ámáttlega, en hljóðnar síð an. Svanurinn sleppir fljótlega hræinu og sá ég hvar það féll. Hugðist ég þá fara og ná líkinu, en þegar ég kom þar að, þá kem ég að nýorpnu leiði.. Gamall maður hafði þá jarðað hrafninn. Vinsamlegast ráðið þennan draum, ef mögulegt er. K. K. Þetta er talsvert táknrænn draumur og sérkennilegur. Það er góðs viti að dreyma hvíta svani á flugi, en að dreyma að maður sjái fugla berjast eins og um er að ræða hjá þér, boðar freistingu, sem bíður þín. Þú skalt því fara varlega á næst- unni og gæta þess vandlega að falla ekki fyrir neinni freistingu, sem líklegt er að geta haft al- varlegar afleiðingar fyrir þig. Gullskór og hjartalaga taska Kæri draumráðandi! Um daginr. dreymdi mig draum, sem mig langar að fá ráðirtn, en hann hljóðar svo: Mér fannst vera bankað all- harkalega á dyrnar hér heima hjá mér. Eg fór til dyra og inn komu þrír menn (frekar ungir). Allir voru þeir skolhærðir í Ijós- um frökkum nema einn. Hann var í dökkgráum frakka. Sá tek- ur Ijósdoppaða tösku, sem hann kom með og setur hana á borð- ið, þar sem systir mín stendur. Mér fannst taskan dálítið sér- kennileg að því leyti, að hún var hjartalega. Þessi sami maður opnar töskuna með lykli og efst liggur einhvers konar töng, sem hann tekur á að mér fannst með mikilli varúð. Og hann notaði þessa töng til þess að taka upp úr töskunni þeirri arna inniskó, sem hann gaf foreldrum mínum og systkinum. Litla systir mín fékk hvíta inniskó, mamma fékk ljósbláa, en pabbi og bræður mínir mismunandi bláa skó. Mér fannst eins og hann vildi ekki gefa mér líka, en þá tekur hann enn eina inniskó upp úr tösk- unni. Þeir voru heiðgulir með skjannahvítu skinni. Um leið og hann rétti mér þá, segir hann: — Farðu í þá! Eg geri eins og hann segir og þá er eins og skórnir gljái allir, rétt eins og þeir væru úr gulli. Um leið og þessir menn fara, segir einn þeirra við mig: — Þú mátt eiga það sem er í töskunni, ef þú finnur eitthvað þar. Eg fer að gramsa og finn þar bók, rauða slæðu og tvo gull- hringi. Á annan voru grafnir stafirnir H. S., en hinn var með litlum hvítum steini. Mig minn- ir, að ég hafi sett báða upp. Lengri varð draumurinn ekki, og vona ég að þú getir ráðið hann fyrir mig sem fyrst. Með fyriríram þökk fyrir birt- inguna. Erla. Þetta er einmitt einn af þeim draumum, þar sem mörg tákn koma fyrir, og er því auðvelt að ráða hann. Og það er bezt að segja það strax, að hann er mjög hagstæður. Skór eru fyrir fjár- hagslegu láni, gripir úr gulli tákna heiður og nýja vini, gull- hringur táknar nýjan vin eða kannski frekar unnusta. Hið eina sem er fremur óhagstætt eru lit- imir á inniskónum þínum: Bæði gult og hvítt eru nokkuð kaldir litir. Við ráðum drauminn á þann hátt, að þú munir eiga þess kost í framtíðinni að giftast ríkum manni. Liklega verður þú á báð- um áttum að minnsta kosti framan af. Hins vegar hvetur fjölskylda þin þig óspart til að taka boðinu. Og ætli hringimir, sem urðu eftir í töskunni hjarta- löguðu, boði ekki, að þú munir láta tilleiðast fyrir rest? Við spáum því, þótt það komi hvergi fram í drauminum, að þú munir ekki sjá eftir ráðahagnum. En þú skalt leggja vel á minnið stafina H. S. — ef draumurinn skyldi nú koma fram. — Nú, er þetta nýja vinnukonan ykkar? Sú sama og við höfðum i fyrra.... 34 VIKAN 6 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.