Vikan


Vikan - 05.02.1970, Page 39

Vikan - 05.02.1970, Page 39
— Smygl. Lítum við út sem smygl- arar? I.itum við út fyrir að vera að smygla vopnum, koníaki, eða ein- hverju því líku. — Nei, en við gætum verið með eiturlyf. Og það er ekki eingöngu hash, — það er ennþá ræktað ópíum í Tyrklandi og Iran, og því er smygl- að út að sjávarsíðunni. Eftirlitið er mjög strangt núna, og það er alltaf verið að herða á því. Það er líka erfitt fyrir starfsmenn tollsins. Sjáið þér langferðabílinn þarna? Langferðabíll stóð við landa- mærahliðið. Farþegarnir höfðu far- ið úr honum og stóðu nú f smáhóp- um í kringum hann, meðan skil- ríki þeirra voru athuguð. Allt þetta fólk var með einhvern biðskýla- svip, eins og það ætti von á því að vera þarna lengi, og þegar manni varð litið á bílþakið, þá sá maður hvers kyns var, það var hlað- ið af pökkum. Það leit helzt út fyrir að farþegarnir hefðu tekið með sér alla sína búslóð. — Þeir verða að leita í öllu þessu drasli, sagði Hamid. Það eru ótal felustaðir fyrir eiturlyfin, þau taka svo lítið pláss. í síðustu viku var einn maður grunaður, hann þótt- ist vera skósmiður, og hafði með- ferðis heilmikið af leðursólum, skóm og áhöldum. En innan í leð- ursólunum hafði hann falið eitrið, hann hafði hreinlega pressað það inn í sólana. Þegar ég gekk aftur út að bíln- um, var ég fokvond og hugsaði með mér hvað ég ætti nú að taka til bragðs. Það var auðvitað óhjá- kvæmilegt að aka til baka. Hvert átti ég að láta Hamid fara með iriig. Kannski til Baalbek .... En svo datt mér annað í hug. — Ég held að við verðum þá að aka aftur til Beirut. Ég verð að snúa mér til ræðismannsins, og fá hann til að athuga þennan kjánalega brottfararstimpil. Það er öruggast að gera það strax. — Ég held að við verðum að ná sambandi við Chef de Súreté, og fá nýja áritun. Ég skal spyrja em- bættismanninn þarna. Hann hvarf inn í blikkskúrinn. Það var heitt í bílnum, eins og í glóandi ofni, svo ég fór úr hon- um og klifraði upp hæðina. Þaðan sá ég yfir að sýrlenzku landamærunum, og á vegarenda, þar sem bílarnir urðu að aka yfir ána í dalbotninum. Um það bil 400 metrum frá landamærunum hinum megin, á örmjóum stíg, var kona með einhverja byrði á höfðinu, að fikra sig áfram, við hliðina á asna. Ég horfði á konuna eiginlega eins og hluta af landslaginu, en svo hrökk ég við. Rétt hjá stígnum, við trjáþyrpingu, kom ég auga á eitt- hvað hvítt. Það var bíll, bíll sem ég kannaðist vel við. Éð flýtti mér niður hólinn, og datt niður í mölina við bílinn, rétt í því að Hamid kom út úr blikk- skúrnum. — Það er rétt hjá mér, það er la Sureté, sem við verðum að snúa okkur til. Hvað er að? hefir eitt- hvað komið fyrir? — Ég sá bílinn hans frænda míns. Hann stendur rétt hinum meg- in við landamærin. Hann hlýtur að hafa ekið þangað til að hitta mig. — Ég skil þetta ekki, sagði Ham- id. — Eruð þér vissar um að þetta sé bíllinn hans? — Það er hvítur Porche, og það er ekki venjulegt að sjá þá hér um slóðir. Það hlýtur að vera hann. En þér hafið á réttu að standa, það er ekki rökrétt. Ef hann hefir haft hug á að hitta mig, hefði hann getað hringt. En hvað er hann að gera þarna? Og svo sneri bíllinn í suður. Og ég kemst ekki einu sinni yfir, til að láta hann vita að ég sé hér. — En það get ég, sagði Hamid, og hló hughreystandi. — Ég ek yfir og segi honum að þér séuð hér, og getið ekki komizt til hans. — Ég tek með mér matarbita, fer þarna upp á hólinn og bíð á meðan. — Og töskuna yðar, já, og jakk- ann, þér getið þurft á honum að halda .... Hann tíndi dótið út úr bílnum. Svo hló hann glaðlega, veifaði mér og ók af stað. Ég flýtti mér upp á út- sýnishólinn. Porche-bíllinn var kyrr. Landa- merkjahliðið var opnað fyrir Hamid, og stóri bíllinn rann yfir þetta eins- kis manns land. Bíllinn nam staðar við sýrlenzku landamærin, og ég sá Hamid stökkva út úr honum, til að sýna skilríki sín við varðskýlið. Ég leit aftur í áttina að hvita bílnum, rétt nógu snemma til að sjá hann þjóta af stað og sveigja til hægri í þéttu rykskýi og aka á ofsahraða í áttina til Damaskus. Nokkru síðar heyrði ég glöggt ískr- ið [ hemlunum, þegar hann þaut yfir brúna. Framhald í næsta blaði. Þetta er djöfullinn og ég var eftirlæti hans Framhald af bls. 19. umhverfis hann og bað töffana gera svo vel. Það gerðu þeir og Charlie hélt völdunum. Stúlkurnar urðu að vera reiðu- búnar hvar og hvenær sem var. Það náði engri átt að þær neituðu þótt þær voru vaktar upp og óhugsandi að þær þættust ekki vera upplagðar. Maður þurfti ekki að segja eitt ein- asta orð, heldur aðeins leiða þær að næstu dýnu eða einfaldlega taka þær þar sem þær stóðu, í eldhúsinu eða utan húss. En sjálfar máttu stúlk- urnar ekki hafa frumkvæði að kyn- mökum. Það var bannað. Þær fóru í kringum bannið með smábrögðum, til dæmis með því að færa manni eitthvað gott að borða eða núa brjóstunum utan [ þann, sem þeim leist á. Flestar þeirra voru alveg háðar göldrum Charlies og gerðu hvað sem hann sagði þeim, lögðust jafn- vel með öðrum karlmönnum eða náðu honum í nýjar stúlkur. Það vnr eins og við öll, piltar og stúlkur, hefðum selt djöflinum sálir okkar. Hann veitti okkur kynsvölun og svefnstað og fíknilyf eins og hver vildi. í staðinn urðum við hans með líkama og sál. Tákn þessarar tilbeiðslu á honum sem einhverju guðlegu og djöfullegu var ræfils- legur sloppur hans. Aðeins uppá- haldsstúlkur hans fengu að sauma á hann nýjar bætur. Þær klipptu út smámyndir af álfum og drekum og allskyns dóti og kepptust um þá æru að fá að sauma þetta á sloppinn. Kyn- og fíknisvallið var það, sem laðaði okkur að fjölskyldunni. Oll biðum við næsta svalls með óþreyju og höfðum þau eins og víð þoldum af líkamlegum ástæðum. Veizlurnar byrjuðu alltaf með LSD-ferð, eða þá meskalíni eða hverju sem var öðru, allt eftir því hvað við náðum í. Öll fjölskyldan var með frá byrjun, og Charlie stýrði svallinu, hverju smá- atriði þess. Hann útbýtti fíknilyfj- unum með eigin hendi og skammt- aði hverjum sinn deilda verð. Það leyndi sér aldrei lengi þegar svall var í aðsigi. Stúlkurnar fóru þá að taka til í herbergjunum. Á Barker Ranch í Dauðadal bjuggum við þröngt, svo að þar höfðum við veizlurnar gjarnan úti á hlýjum tunglskinsnóttum. Yrðum við að vera innanhúss, þöktu stúlkurnar allt gólfið með dýnum. Þær hengdu flauelspjötlur á veggina og settu púða í hring á gólfið, og á þá setf- umst við þegar stóra stundin fór í FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6614. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir og undirhiti fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar- steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 “• «»• VIKAN so

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.