Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 46
náttúrunnar. Ég hef t.d. uppgötv- að að viss skordýr eiga sín skeið á ákveðnu timabili sumarsins, svo koma önnur. Eitt þessara dýra er rauð bjalla eða eitthvað svo- leiðis; ég hafði hana alltaf grun- aða um að bíta mig, stóð hana að vísu aldrei að verki, en var stundum með bólum á kvöldin. En þessi bjalla er með þeim ósköpum fædd að sækja talsvert inn á milli blaðanna hjá mér og er rauð, þannig að handritin eru öll í rauðum blettum eft- ir þessi grey, sem hafa kram- izt á milli blaðanna. Þegar aug- lýst var eftir handritum til sýn- ingar í sambandi við rithöfunda- vikuna, þá datt mér aðeins í hug að leggja fram þetta nýjasta af Jörundi, en þegar ég fór að skoða það, þá var svo mikið af illa leiknum skordýralíkum á blöð- unum, að ég gugnaði á því. — Nú liggja eftir þig mörg ritverk af ýmsu tagi. Hafðirðu snemma planlagt að verða rit- höfundur? — Hafi maður þetta í sér, þá kemur það fljótlega fram á ein- hvern veg, jafnvel þótt ekki sé farið að praktísera ritstörf. Eg var ekki nema þrettán ára þeg- ar ég skrifaði kábojsögu, fram- haldssögu, sem ég las fyrir fjöl- skylduna á kvöldin. Hún fjallaði um Buffalo Bill. Afskaplega spennandi saga. En síðan lenti maður í skólum, svokölluðum æðri skólum, og þá um leið í klónum á mönnum, sem vóru ekkert annað en merkilegheit og aðfinnslur, og þeir drápu í mér alla tilhneigingu til skrifta, þann- ig að ég vildi ekki einu sinni gera þeim þann greiða að skila ritgerðunum, sem voru settar fyrir, hvað þá að ég fengist til að yrkja af eigin hvötum. Og svo er það ekki fyrr en ég kem út í blaðamennskuna að ég fer eitthvað aftur að iðka rit- störf. En ef menn hafa þetta í sér, þá er ég á því að þótt þeir iðki ekki beinlínis ritstörf, þá stundi þeir þessa íþrótt með sjálfum sér Maður sem hefur þetta í sér, hann les bækur til dæmis öðruvísi en annað fólk. Við lesum þær alltaf með þess- ari hugsun: hvernig fer hann að þessu? Svo þegar maður einn góðan veðurdag, eins og ég til dæmis, er kominn út í blaða- mennsku, þá fer maður að nota sér ýmislegt sem lært var með því að spekúlera í því hvernig þessi eða hinn fór að því. Þetta er ekki ný aðferð, en ekki sama hvernig lærdóm mað- ur dregur af henni. Benjamín Franklín sá mæti maður, var vanur að skrifa upp ritverk ann- arra höfunda með þeim breyt- ingum sem hann vildi hafa á þeim, skrifaði sig þannig frá þeim. ’Ég man líka eftir því einu sinni að Þórbergur Þórðarson kom til mín þegar ég var að lesa bók eftir Truman Capote. Hvers vegna ertu að þessu? spurði Þór- 46 VIKAN 6- tbl- bergur. Eg svaraði því til að þessi höfundur væri trúlega nokkuð merkur og hægt að læra ýmislegt af honum. Þá sagði Þórbergur: Já, það er ágætt að lesa bækur, ekki til að læra hvernig á að skrifa, heldur hvernig ekki á að skrifa. — Hver eru viðhorf þín til bókmennta almennt? —■ Þau hafa breytzt með aldr- inum svipað viðhorfum mínum til tónlistar. Mikið af þeim bók- menntum, sem bókmenntaspek- ingar telja beztar, er að mínum dómi uppskrúfað tildur eða jafn- vel hreint blöff. Gamli maðurinn og hafið er þannig að mínu viti mesta blöff heimsbókmenntanna; það er nokkuð sem ég átti til- tölulega auðvelt með að upp- götva, þar sem ég hef bæði stundað ritstörf og sjómennsku. Og hafi maður uppgötvað eitt slíkt blöff hjá frægum höfundi, fer maður smátt og smátt að skoða með nýrri gagnrýni ann- að, sem hann hefur skrifað. Og ég hef lesið það mikið af bók- menntum — nú orðið les ég eink- um leikrit — að ég treysti mér til að segja til um hvað sé ekta bókmenntir og hvað ekki. Ég skrifaði til dæmis smásögu í stíl við Gamla manninn og hafið, smásögu sem vakti athygli og hefur verið þýdd á mörg tungu- mál. En ég tel mér lítinn sóma að henni, hún er ekki ekta, þó Helga Skúlasyni tækist að vísu með snilld sinni að gæða hana lífi er hann las hana í útvarp nýlega. En Tekið í blökkina til dæmis, bók sem ég skrifaði eft- ir vini mínum í Hafnarfirði, það er ekta bók, sem ég þori að kann- ast við fyrir hverjum sem er. — Þú skrifar með tilgang í huga, þykist ég skilja. — Að vissu marki aðeins. Sú hugmynd að frelsa heiminn í bók eða á leiksviði, sem oft heyr- ist nú, það er snakk. Þess háttar stórvirki gerir enginn með því einu að skrifa og færa leik á svið; þetta getur að vísu hjálpað til og gerir það, en hér eru það athafnirnar sem ráða úrslitum. Ég legg sem sagt mátulega lítið upp úr þessu, með allri virðingu fyrir Bertolt Brecht. En reyndin var sú, hvað sem allri tilbeiðslu á honum líður — og hún hefur farið langt út fyrir það normala hjá sumu fólki, þar á meðal hér- lendis — að meðan hann lifði sínu lífi á sviðinu, þá réðu aðrir fram úr málunum utan þess. Þar hitti Gúnter Grass skemmtilega naglann á höfuðið í leikriti, sem hann skrifaði um Brecht og vakti gífurlega hneykslan í Austur- Þýzkalandi. Grass lætur leikritið gerast þegar uppreisn hefur ver- ið gerð í landinu, og menn koma til Brechts ráðalausir og segja: það er uppreisn. hvað eigum við að gera? Hann svarar: Nú upp- reisn? Hvernig setjum við hana á svið? Nei, ég respektera ekkert nema aksjón, og þótt mér þyki ógnargaman að skrifa, þá dregst maður einhvern veginn ósjálf- rátt út í slaginn. Það er með at- höfnum í stjórnmálum og þjóð- félagsmálum, sem heimurinn verður bættur, ef það er yfirleitt mögulegt. Það er nokkuð mikið um það meðal ungra og róttækra menntamanna að þeir noti skáld- skapinn sem skálkaskjól fyrir sjálfs sín athafnaleysi. Þeir verða kannski svo stórhrifnir af sjálf- um sér ef þeir halda eins og eina ræðu fyrir einhverju réttlætis- máli, að upp frá því finnst þeim þeir geti með góðri samvizku haldið að sér höndum. Mér er djöfulinn sama hvað hver segir, af svoleiðis sjálfsfróun get ég ekki hrifizt. Það er gerðin sem gildir. ■—- Krítik á allrahanda list- greinar hefur verið mjög á dag- skrá undanfarið, ekki sízt leik- list. Þú vildir kannski leggja þar nokkur orð í belg? — Hér hefur verið um að ræða miklar vangaveltur, og ég hef staðið vissa krítikera að því að þýða kafla upp úr greinum er- lendra gagnrýnenda og setja þetta fram sem sín eigin orð. Þess gætir sem sagt nokkuð með gagnrýnendurna okkar, að þeir noti aðstöðu sína til að láta ljós sitt skína og telja fólki trú um að þeir séu yfirskilvitlega fróðir og gáfaðir. Hið raunverulega hlutverk þeirra að skrifa gagn- rýni, hverfur oft í skuggann af hinu. — Sem sagt, menntasnobbið í sinni simplustu mynd. ■— Það hefur í för með sér marga ömurlega en um leið stór- hlægilega fylgifiska. Marga hef- ur það leitt svo langt að þeir geta ekki lengur farið í leikhús til að njóta verks á eðlilegan hátt, til þess einfaldlega að hafa ánægju af því, heldur verður til- gangurinn að vera sá að sjá í verkinu einhverja speki sem eng- inn annar hefur getað komið auga á. Lánist þetta ekki, er verkið nítt niður í skítinn. Þess- ir menn fara sem sagt ekki í leikhús til að sjá leikrit, heldur til að uppgötva einhverjar gáfur í sjálfum sér. Við getum tekið annað dæmi: þegar ákveðinn merkishöfundur hefur gefið út 'bækur síðustu ár- in, hefur það ekki brugðizt að hinir og þessir spekingar hafi enzt til að skrifa endalausar vangaveltur um hvað fyrir hon- um vaki á þessum og hinum staðnum Þeim virðist ekki hafa dottið það í hug að þessi sami rithöfundur býr í örskotsfæri frá þeim flestum og hefur meira að segja síma. Hvers vegna í ósköpunum að slá ekki á þráð- inn til að spyrja hann hreint út hvað hann eigi við þarna og þarna, og spara þannig sjálfum sér — og iesendum — öll þessi opinberu heilabrot? Nú, en svo getur það auðvitað viljað til ef höfundurinn er spurður að hann spretti fingrum og svari eins og véfrétt, í stað þess að koma beint að málinu. Nei, gaenrýnend.urnir og menn- ingarvitarnir eru svo sem ekki einir í sökinni. -- Þú gerir að sjálfsögðu ráð fyrir að halda leikritun áfram. —- Það er sagt að blómaskeið tenórsöngvara sé venjulega þeg- ar þeir eru ungir, og ljóðskálda sömuleiðis. En bassar og barítón- ar eru oft skástir á miðjum aldri og þar yfir. og nthöfundar sömu- leiðis, sér í lagi leikritahöfund- ar. Og eins og ég sagði áðan, þá líður mér bezt þegar ég er að þessu. — Heldurðu ekki að einhverj- ir kunni að finna Jörundi þín- um það til foráttu að hann sé of farsakenndur? — Kann vera. Hér á landi hef- ur sú grilla komizt inn í höfuðið á mörgum að gamánleikir séu á eitthvað lægra plani en sorgar- leikir. En þeir vísu menn athuga ekki að til dæmis Moliére skrif- aði aldrei annað en farsa, og það heiti notaði Shaw líka á ýmis sín verk Kann lætur Andrókles og ljónið dansa vals út af svið- inu. Um Shaw er það annars að segja að mér finnst bezt að lesa hann, sviðsmaður hefur hann ekki verið mikill, þótt samtölin séu óborganleg. Talið snýst nú um hríð fram og aftur um lífsferil Jónasar, sem hefur verið næsta fjölbreytileg- ur ekki síður en þessarar síðustu söguhetju hans. Hann hefur ekki alleinasta stundað kennslu, blaða- mennsku, ritsi.örf og þing- mennsku og stundum þetta allt í einu, heldur og annað veifið sjóróðra, auk þess sem hann gaf sér tíma til að nema einn vetur í BA-deild Háskólans hér og læra ýmis tungumál vestur í Banda- ríkjunum. Þar sprakk í honum maginn, þegar hann erfiðaði í skógarhöggi vestur í Klettafjöll- um. Vestur til Bandaríkjanna fór hann með gamla Goðafossi á stríðsárunum og lenti þá í mjög harðri kafbátaárás. — Þriðjungur skipalestarinnar mun hafa verið skotinn í kaf, segir Jónas. Einu sinni voru tvö skip skotin niður nærri sam- tímis, sitt hvorumegin við Goðafoss. Annað var norskt: það reis upp á endann og hvarf svo. Hitt var Liberty-skip og það hrökk í tvennt. Þau voru byggð í töluverðu hasti og þoldu oft ekki mikið, áttu til að brotna í tvennt á krappri öldu. — Var mönnum bjargað? Einhverjum, en ekki nærri öllum. Það voru skip á eftir sem áttu að sjá um það. Við sáum stundum þegar dimmt var hvar menn voru á floti; það voru Ijós í björgunarvestunum og maður sá þau rísa og hníga á öldunum, stundum mörg saman, stundum eitt og eitt. Margir þeirra hafa

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.