Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 7
að þetta sé sígilt og gullfallegt verk. Þar sem ég hef heyrt út- setninguna hjá annarri popp- hljómsveitinni, get ég ekki séð að um algera misþyrmingu sé að ræða, þótt svona verk séu vart á færi popphljómsveitar. Hvern- ig finnst þér, kæri M., þegar jafn- vel sinfóníuhljómsveitir taka popplög til meðferðar? Er um enga misþyrmingu þar að ræða? Það minnsta sem M. getur, er að hlusta a. m. k. á aðra plötuna með þessu lagi áður en hann (hún) fer að skrifa hitt og þetta og sannfæra aðra um að þetta sé algjör misþyrming. Það hefur hver sinn smekk, og ætti enginn að láta segja sér fyrir um hitt og þetta heldur dæma sjálfur. Ungu kynslóðinni finnst þetta flott lag hjá popphljómsveitinni, líklega af því að hún (að minnsta kosti margir hverjir) hefur aldr- ei heyrt þetta lag í frumútgáfu, en það er aðallega eldra fólkið sem talar um misþyrmingu, og gæti ég trúað því að M. sé kom- inn nokkuð til ára sinna. Virðingarfyllst, S. B. Hver maður hefur sinn smekk, eins og S. B. segir réttilega, og hver maður hefur jafnframt sinn rétt til þess að segja hvað hon- um finnst. Ekki vitum við, hvað M. er gamall, en hann þarf alls ekki að vera kominn til ára sinna. Menn geta haft áhuga á sígildri tónlist, þótt þeir séu ung- ir. En engu að síður er alltaf gaman að heyra álit sem flestra og við þökkum S. B. kærlega fyrir bréfið. Hann og M. eiga lík- Iega það eitt sameiginlegt, að báðir mættu vera gæddir um- burðarlyndi í ríkara mæli. Að missa hárið Kæri Póstur! Mig langar hér að leita ráð- legginga hjá þér. Svo er mál með vexti, að hár- ið á höfðimi á mér virðist vera smám saman að detta af. Eg er tvítug, svo þetta er alls ekki spaugilegt. Ég hef alltaf haft sér- staklega þykkt og fallegt hár, þannig að fólk hefur talað um það. En fyrir ári síðan tók ég upp á þeim fjanda að sprauta hárlakki í það a. m. k. tvisvar sinnum á hverjum einasta degi, svo að ég þurfti ekki að snerta á greiðu allan daginn. Ekki nóg með það, heldur svaf ég með allt heila verkið, mikið túberað og stíflakkað, hverja einustu nótt. Þessum ósið hélt ég áfram, þar til fyrir ca. 3 mánuðum síðan. En þá var hárið byrjað að detta af svo mikið, að lá við að ég dæi úr áhyggjum. Góði Póstur minn! Mig langar svo að þú ráðleggir mér eitthvað sem allra fyrst. Heldurðu að hárlosið myndi stöðvast, ef ég burstaði hárið vel niður í hársvörðinn daglega? Hvernig bursta er bezt að nota og með hvernig hárum? Heldurðu að hárið gæti náð sér og orðið eins og það var upp- haflega? Með fyrirfram þökk fyrir góð og greinileg svör. Að síðustu langar mig að þakka ykkur fyrir margar skemmtilegar greinar í blaðinu. Dórótea. Það er afar ósennilegt, að þú sért að missa hárið fyrir fullt og allt. Við ráðleggjum þér að borða vítamín, sérstaklega B-vítamín og forðast túberingar og lakk. Að sjálfsögðu er ágætt að greiða hárið niður í svörð sem oftast. Það fer illa með hárið að sofa með það túberað og stíflakkað sem þú og veizt. En okkur finnst ólíklegt, að það valdi algeru hár- Iosi. Annars er öruggara fyrir þig að leita til læknis, því að engir erum við sérfræðingar í þessum efnum. Saga Bítlanna og fleira Kæri Póstur! Getur þú sagt mér, hvort Saga bítlanna kemur út á íslenzku í bókarformi, og ef svo er þá hve- nær? Þetta var nú aðalerindið, en fyrst ég er setztur niður til að skrifa, langar mig til að minn- ast á annað atriði: Er hægt að sýna myndir af sveitum og kaup- stöðum hringinn í kringum land- ið með sjónvarpsklukkunni á hverju kvöldi, án þess að það kosti mikið? Ef það skyldi vera hægt, þá skora ég á sjónvarpið að gera það. Að svo mæltu þakka ég fyrir gott efni á liðnu ári og þá sér- staklega fyrir Gissur gullrass og greinina um Livingstone. Ég vona að þetta bréf mitt lendi ekki í ruslakörfunni. Ferðalangur. Úrdráttur úr Sögu bítlanna birt- ist eins og kunnugt er sem fram- haldsefni í Vikunni á sínum tíma og naut gífurlegra vinsælda. En ekki er okkur kunnugt um, að hún sé væntanleg í bókarformi hér á landi. Síðari spurningunni getur sjónvarpið eitt svarað. Strákurinn, sem ég er með, gaf mér minnsta kveikjara sem ég hef séð — svo lítinn að ég fæ varla nógu litla steina í hann. Annar strákur gaf mér kveikjara, sem hann keypti í siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kveikjarann eða strákinn. Eg er alltaf að kaupa eldspýtur, en þær misfarast með ýmsum hætti. En eld þarf ég að hafa. Hver vill gefa mér RONSON? TILVALINN TIL TÆKIFÆRISGJAFAR Adonis gas kveikjari Empress gas kveikjari Mig langar svo í einhvern af þessum Milady gas kveikjari Comet gas kveikjari Til gefenda RONSON kveikjara: ÁfyUingin tekur 5 se:kúndur, og endist svo mánuöum skiptir. Og kveikjarinn — hann getur enzt að eilífu. RONSON Einkaumboö: I. Guðmundsson S Co. hl. 6. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.