Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 31
PLATA MEB NÁTTÖRU
En Óðmenn og Tilvera eru ekki einu hljómsveitirnár sem
leika inn á plötu þessa dagana; í byrjun næstu viku verður
hljóðrituð tveggja laga plata (tveggja laga plöturnar virðast
ætla að „dóminera“ á markaðinum í ár) með hljómsveit-
inni Náttúru. 'Annað lagið er erlent, og var leikið inn á plötu
af Crimpson King undir nafninu „Tallc to the Wind“, en
hitt er islenzkt og er eftir Björgvin Gíslason, gítarleikara
liljómsveitarinnar. — Jónas Jónsson, hinn frábæri söngvari
liljómsveitarinnar gerir textana við bæði lögin. Til aðstoðar
piltunum verða svo hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit
íslands — sem leika með i fyrra laginu, en þar leikur Björg-
vin einnig á sítar.
Þessi fyrsta plata Náttúru verður væntanlega komin á
markaðinn í marz-apríl, en þeir hafa töluverðan hug á að
fara til útlanda i sumar og leika þar inn á LP-plötu. Fálk-
Náttúra: Myndin var tekin á popphátíðinni alræmdu í Laugardalshöllinni. Frá
vinstri: Björgvin Gíslason, Jónas Jónsson, Rafn Haraldsson og Sigurður Árnason.
inn hefur með hljómskífusýsl þeirra Náttúrudrengja að gera.
En það sem vekur furðu okkar er það, að þeir í Náttúru
þræta harðlega fyrir það að nokkrar mannabreytingar séu á
döfinni hjá hljómsveitinni. *
TILVERA ENNÞÁ TIL
Þær sögur liafa gengið um undanfarið að liljómsveitin
Tilvera sé hætt, en það er alls ekki rétt eins og sjá má af því
að um þessar mundir vinnur hljómsveilin (ein þeirra sem
stofnuð var úr rústum Hljóma og Flowers) að upptöku
tveggja laga Iiljómplötu á vegum Fálkans. Auk þess vinna
þeir félagarnir að sjónvarpsþætti sem væntanlega verður
sýndur hráðlega. Á þessari plötu verða tvö lög, eins og fyrr
segir, og eru bæði eftir gítarleikara hljómsveitarinnar, Axel
Einarsson. Þegar þessar línur eru ritaðar hefur ekki verið
lokið við gerð texta við lögin, en það er hinn góðkunni Þor-
steinn Eggertsson sem sér um þá hlið málsins — rétl eins
og texta flestra annarra platna sem koma hér út.
Lítið hefur heyrzt frá Tilveru síðan í haust, og ekki nema
von því þeir hafa aðeins komið tvisvar fram opinberlega
síðan þá. í hæði skiptin var þeim vel tekið, en það er eitt-
hvað sem aftrar því að þeir fái atvinnu.
Við ræddum við Jóhann Kristinsson, bassaleikara liljóm-
sveitarinnar fyrir skömmu og kröfðum hann sagna um þetta
atvinnuleysi hljómsveitarinnar.
„Ég veit vel,“ sagði Jóliann, „að fólk lítur á okkur þrjá
sem „mislukkaða liljóðfæraleikara“, og það held ég að sé
helzta ástæðan fyrir þessum vandræðum. Ég get ekki fallizt
á það, og ég verð að segja fyrir mig, að nú erum við helm-
ingi betri en við vorum þegar við byrjuðum í sumar — enda
var hljómsveitin léleg þá. Ég er líka allsendis ófeiminn við
að segja að það var litlum liluta hljómsveitarínnar að kenna
hvernig var; álmgaleysið og kæruleysið var niðurdrepandi.
Okkur hefur gengið mun betur síðari.
Ef við náum okkur ekki upp á þessari plötu, þá erum við
hættir. Þá þýðir þelta ekkert meira.“
Framhald á bls. 43
Tilvera: Engilbert Jensen, Axel
Einarsson og Jóhann Kristinsson.