Vikan


Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 05.02.1970, Blaðsíða 44
miðilshæfileikar gegndu stóru hlutverki, segir miðillinn sjálfur svo: — Þekktur forstjóri í Kaupmannahöfn hafði tekið á leigu gamalt hús í Kastrup. Dag einn var ég gestur hans, og hann sagði mér, að fólk það, sem búið hafði í húsinu á undan honum, hefði orðið fyrir þeirri sorg að missa föð- ur sinn skyndilega. Börnin vissu, að hann hafði skilið eftir sig erfðaskrá, en hana hafði þeim ekki tekizt að finna. Eg gekk nú um húsið og stanzaði ósjálfrátt í einu herbergjanna. Ég var þar kyrr í nokkra stund og sá brátt fyrir mér ungan mann, sem hvatti mig til að rannsaka vel ákveðinn vegg í herberginu. Við rannsökuðum hann hátt og lágt í þeirri von að finna erfðaskrána, en án árangurs. — Næsta morgun, þegar við sátum í borðstofunni og drukkum morgunkaffið, sá ég þennan unga mann aftur. Hann óskaði þess, að ég stæði upp frá borðinu og fylgdi sér inn í herbergið aftur. Þar benti hann á mynd og sagði: Á bak við þessa mynd munuð þið finna erfðaskrána. Ég sagði forstjóranum frá þessu, og í sameiningu réðumst við í að lyfta þessari stóru mynd og taka hana niður. En við fundum ekkert og engin merki um falinn skáp eða þess hátt- ar. Við svo búið ætluðum við að hengja myndina aftur upp, en þá stóð ungi maðurinn við hlið mér aftur og sagði, að við skyldum brjóta vegginn niður. Ég þorði varla að segja forstjóranum hvað hann vildi. Kannski var það heimskulegt. En ég lét tilleiðast og sagði honum það með varkárni. Það var samt ákveðið að brjóta vegginn, og mikið rétt: inn í veggnum á bak við þykkt pússningslag kom skáp- ur í ljós og í honum var erfða- skráin. Jakobsen skrifstofustjóri átti ávísanareikning í Fred- riksberg Sparekasse, sem ekki var langt frá heimili hans. Nokkrum dögum fyrir dauða sinn gaf hann út ávísun að upphæð 8500.00 danskar kr. Þessari ávísnn hefur aldrei verið framvísað. ☆ Krommenie Vinyl gólfdúkur og vinyl flísar með áföstu filti eða asbest undirlagi. Mýkri, áferðarfallegri, léttari í þrifum, endingarbetri. KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA Kronunenle Gólfefnl KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164 LITAVER S.F., Grensásvegi 24 MÁLARINN H.F., Bankastræti. Grensásvegi 11 VEGGFÓÐRARINN H.F., Hverfisgötu 34 Þið muniS hann Jörund Framhald af bls. 11. sem sungin eru og upprunnin á Bretlandseyjum. Og ekki hvað sízt írskum, keltneskum. Já, það er þessi margumræddi skyld- leiki okkar við Keltana, sem ég þykist finna afskaplega greini- lega í músíkinni. Eg fékk það verkefni fyrir nokkrum árum að þýða leikritið Gísl eftir Brendan Behan og hafði aldrei þýtt leik- rit fyrr; það voru vomur í mér að taka að mér verkið, leizt þó nokkuð vel á það, þegar ég las það, en strax og ég heyrði lögin og fór að prófa að þýða textana, þá fór ég í gang. Ég fann svo glöggt til skyldleikans við þessi lög, þau harmoneruðu eitthvað svo afskaplega sterkt í mér, að þegar ég fór að vinna verk- ið og komst betur í gang, þá var ég óðara kominn það vel inn í þetta eliment, að mér fannst — ja, það var að vissu leyti eins og maður værí að frumsemja. Það hefur nú verið talað um að látn- ir drekki í gegnum lifandi, og ég hreifst svo af þessu verkefni, að það mætti kannski segja að Brendan Behan hefði verið far- inn að þýða það í gegnum mig. Guði sé lof að hann fór nú ekki að drekka í gegnum mig líka, manni hefði nú kannski þótt nóg um það. Hann var nú reyndar ekki alveg dauður þá, en lá bana- leguna ekki löngu seinna. En skyldleikinn við þetta er alveg ótvíræður. Það finn ég þegar ég er innan um Kelta, þjóðir af keltneskum uppruna; þá á ég við Skota og Englendinga og fyrst og fremst fra þó. ífig er miklu meira heima í írlandi en til dæm- is í Skandinavíu. í?g er óðara kominn í samband við fólk í Dublin. Mér er það jafneðlilegt og að ná sambandi við fólk vest- ur á Snæfellsnesi, eða austur á Norðfirði eða norður á Húsavik. Og írarnir virðast taka manni nákvæmlega eins og Snæfelling- ar, Norðfirðingar og Húsvíking- ar. — Líta frar þá á okkur sem frændur sína? — Það er greinilegt að þeir eru farnir að finna meira og meira til skyldleikans, einhverra hluta vegna. Það fannst mér þeg- ar ég var á leiklistarhátið þar úti í hitteðfyrra; það var ótrú- lega mikið sem ýmsir vissu um okkur. Og þeir urðu afskaplega fegnir því að hitta íslending — frænda. Nú. og svo er ég þing- eyskur í föðurætt og blóðrann- sóknir sýna að ásamt Dalamönn- um eru Þingeyingar keltneskast- ir eða írskastir allra íslendinga. Ef farið er eftir blóðrannsókn- um, sem gerðar hafa verið, skilst mér að íslendingar ættu að helm- ingi til að vera af. keltneskum ættum. Og Molly Kennedy, sem er írsk og gerir búningana í Jör- und, sagði að hausinn á mér væri eins írskur og bezt yrði á kosið. Það þótti mér mikið komplíment. En það er ekki sízt í þessum lög- um, sem ég finn til skyldleikans, og af þessum lögum sprettur þetta verk. Eg hef undanfarin ár eignast mikið safn þjóðlaga, sem flest eru irsk og allur þorrinn upprunninn af þessum eyjum. Á yngri árum, til dæmis á unglings- árum, hlustaði ég mikið á klass- íska músík og hreifst af henni, svokallaðri æðri tónlist, eða eins og maðurinn kallar það sem sér um morgunútvarpið — músík fyrir æðri unnendur tónlistar. En þessi klassíska músík er far- in að hafa þannig áhrif á mig á seinni árum að mér finnst hún alltof útsmogin, það sem ekki beinlínis virkar á mig sem hel- ber tilgerð; svona hefur maður sem sé með árunum orðið hvers- dagslegri. Nú vill maður fá þetta allt sem einfaldast og það finn ég í þjóðlögunum. Og tónninn í þessum þjóðlögum, hann skír- skotar sérstaklega til mín. Þegar ég er að velta þessu verki fyrir mér upphaflega, þá er það með hliðsjón af því að geta notað þessi lög, eitthvað af þessum lögum, sem ég hef hrifizt svona mikið af. Það væri ekki hægt með því að gera leikrit, þar sem persónurnar væru Islendingar. En Jörundur gefur manni þann möguleika að nota persónur, sem eru upprunnar af þessum eyjum. Þar er hægt að taka inn líka íra. Við verðum að reikna með að skipsmenn Jörundar hafi verið allra þjóða kvikindi — flestir munu nú að vísu hafa verið úr einhverjum eymdarhverfum í London — en við höfum leyfi til að reikna með þessu. Nú, og um leið og maður hefur þessa persónu þarna við hendina, það er að segja írann, þá getur mað- ur notað músíkina. Þjóðlögin sem ég nota þarna eru frá þessum tíma og mörg miklu eldri. l5g hef gengið með þessa hugmynd nokkuð lengi, og svo er það þeg- ar ég kem upp í Reykholt í vor, af þinginu, að ég sezt niður við að setja saman texta við þau lög sem mér þykja fallegust. Þetta gengur alveg ótrúlega vel, ég átti nú varla von á því, því að það er þannig með öll störf að ef þau eiga að vera unnin vel, þá þarf í þau vissa rútínu, ekki sízt ritstörf; maður þarf að vera búinn að sækja í sig veðrið í nokkra daga áður en maður kemst í gang með verk, kannski nokkrar vikur. Þarna komst ég strax í gang, þótt ég væri ný- kominn úr pólitíkinni og vísi- töluþvarginu á Alþingi. Og á hálfum mánuði verða til allir þeir söngtextar sem þarna eru sungnir, það er að segja einn texti á dag, því að ljóðin eða kvæðin eru fjórtán eða þar um bil. Og um leið skapast plottið, byggingin. — Söngvarnir verða sem sagt kjarni verksins? — Lögin koma fyrst, það er það skrýtna við það, síðan skap- ast smám saman upp úr þessum lögum og bessum kvæðum, sem ég er að setja saman við þau, persónur og söguþráður. En það hjálpar mér strax í byrjun að ég er ákveðinn í að láta lögin að mestu verða sungin af fólki sem er utan sviðs, og fyrst var hug- myndin sú, að láta matrósa Jör- undar, til dæmis þrjá saman, syngja; þá hafði ég nú hugsað mér að bugspjótið til dæmis stæði út í salinn og þeir væru bara á því, sitjandi yfir mann- skapnum. En svo hvarf ég sein- ast að því ráðinu að láta þetta vera þrjá farandsöngvara, tvo pilta og eina stúlku, sem syngja þessi lög, og eru þá um leið að segja sögu þessara atburða, sem urðu hér uppi. Uppfærslan á leikritinu á sér stað úti í London í nóvember- mánuði 1809, aðeins þremur til fjórum mánuðum eftir að þeir atburðir gerðust sem sýningin fjallar um. Þegar maður kemur inn í Iðnó, þá er maður að koma inn á krá í London árið 1809, sem heitir „Jokers and Kings“. Á þessari krá syngja þrír far- andsöngvarar og segja manni sögu þessara atburða. En — vel að merkja — frásögnin byggist á ýmsu sem þau hafa eftir sjó- mönnum, sem tóku þátt í leið- 44 VIKAN 6-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.