Vikan


Vikan - 26.02.1970, Side 20

Vikan - 26.02.1970, Side 20
Flestir litu á þýzka kanslarann, Otto von Bismarck, sem snjallan stjórnmálamann, s«m hafði sigrað í þrem styrjöldum og grundvallað stórveldi, og flestir líta á hann sem afburðamann með snilligáfu. En Johanna, konan hans, sá í honum aðeins ósköp venjulegan mann, sem var fljótur til tára, borðaði of mikið og var oft lasinn. Það var líklega ástæðan fyrir því að þetta hjónaband var svo hamingjusamt, öll 47 árin, selm þau bjuggu saman . . . Það er mjög útbreidd skoðun að ákjósanlegustu eiginkonur fyrir mikla athafnamenn, séu þær sem vekja þá fyrir allar aldir og hvetja til dáða, og fylgjast af alhug með starfi þeirra. Johanna von Bismarck, var fyr- irmyndareiginkona eins hins áhrifa- mesta manns, sem uppi var á nítjándu öld, ríkiskanslarans Ottos von Bismarck, fursta, sem árið 1871 sameinaði 38 smáríki og gerði þau ^ Þannig naut Bismarck lífsins bezt, með byssu og veiðihundinn. að einu keisaradæmi. Strax árið 1872 var hann svo uppgefinn, að hann sagði við konu sína: „Olía mfn er þrotin, ég get ekki meir!" Þá sagði hún einfaldlega: „Vesa- lings vinur minn", og lét hann í friði, þreytti hann ekki með því að reyna að rekja úr honum garnirn- ar, bjó til þann mat, sem hann lang- aði í, og var alsæl, þegar hann tók sér frí frá stjórnmálum og hvíldi sig á búgarði sínum. Þetta gerði honum margfalt betra, en ef hún hefði farið að brýna hann til dáða. Það er sagt að afburðaeiginkon- MINNINGAR UM EINSTAKT HJONABAND Börnin voru þrjú: Marie, Wilhelm og Herbert. 20 VIKAN 9-tbl- Bismarck var hrifinn af Marie von Blankenburg, sem gerði allt til að kristna hann. Jóliauna von Bismarck var svarthærð og stóreygð.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.