Vikan


Vikan - 26.02.1970, Page 31

Vikan - 26.02.1970, Page 31
SKEMMTIIEG FRAMIALDSSAGA Robinson. — Hvernig er með kvennamálin? — Hvað? — Hefur þú grafið upp aftur einhverja af þessum stelpum sem þú varst með í menntaskóla? Benjamín hristi höfuðið. — Ég hef ekki farið mikið út með stelpum undanfarið. — Hvað er eiginlega að þér? — Ha? — Láttu ekki svona, Ben, sagði herra Robinson og deplaði aug- unum framan í frú Braddock, — þú færð mig ekki til að trúa að þú sért ekki með eina einhvers- staðar. — Nei, það er alveg satt. — Hefur þér farið aftur? — Nei.. ég meina ... ég get.. — Afsakið mig, sagði frú Rob- inson. Ég ætla að fá mér glas af vatni. Hún fór út úr herberginu. — Ben, farðu og aðstoðaðu hana, sagði frú Braddock. Benjamín stóð upp og flýtti sér á eftir frú Robinson, inn í eld- húsið. — Glösin eru hérna uppi, sagði hann og rétti henni eitt. — Benjamín? — Usssssss! sagði hann. — Benjamín, ég held að þú ættir að fara upp til þín eða eitthvað. Benjamín hristi höfuðið og fór aftur inn í stofuna. Frú Robin- son lét renna í glasið og fór á eftir honum. — Heyrðu Ben, sagði herra Robinson. — Já? — Komdu aðeins hérna og setztu. Benjamín settist í sófann. —■ Elaine kemur heim nokkra daga í kringum þakkarhátíðina, sagði herra Robinson. — Ég vil endilega að þú hringir í hana. — Já. — ®g meina það. Ég veit þú gerir það. — Því ég er fullviss um að þið tvö mynduð sóma ykkur ljóm- andi vel hvar sem væri. Benjamín kinkaði kolli. — Hvenær.... hérna .... hvenær kemur hún heim? — Ég er ekki alveg viss um daginn, sagði herra Robinson, — en ég læt pabba þinn vita um Imð og ée veit það. Það varð löng þögn. Benjamín sat og horfði niður á gólfteppið. Einu sinni ieit hann upp og á móður sína sem sat í stóln- um og horfði á hann, síðan á fætur föður síns en flýtti sér að líta niður aftur. Móðir hans ræskti sig. Herra Robinson hreyfði sig lítillega á sófanum við hlið hans. Síðan ríkti algjör þögn á ný? — Hvað — hvað er að? spurði Benjamín. — Ó, nú veit ég hvað það var sem ég ætlaði að spyrja um, sagði frú Robinson, og gekk yfir í hinn enda herbergisins. — Hvar fenguð þið þennan lampa? Allir sneru sér við til að horfa á hana þar sem hún stóð og beygði sig yfir lampa á borði í horni stofunnar. Þessi já, sagði frú Brad- dock, — var okkur ekki gefinn hann. Herra Braddock kinkaði kolli. — Þetta var gjöf, sagði hann. —■ Við erum búin að eiga þennan lampa í mörg ár. — É'g var einmitt að leita að einum svona í síðustu viku, sagði frú Robinson. — Sennilega eru þeir hættir að framleiða þá. — Ég skal hafa auguln hjá mér, sagði frú Braddock. — Það væri indælt ef þú gerðir það. — Jú, það held ég væri ekki mikil fyrirhöfn. Frú Robinson brosti til frú Braddock en sneri sér svo að manni sínum og lyfti augbrún- unum. — Eigum við ekki að fara að koma okkur? sagði hún. Síðar um kvöldið stóð Benja- mín við gluggann í herberginu sínu og horfði út þegar móðir hans opnaði dyrnar og kom inn. Máttu vera að því að tala að- eins við mig? spurði hún. - Ha? Já, auðvitað, sagði Benjamín! Hún lokaði dyrunum á eftir sér. - Benjamín, sagði hún, — má ég spyrja þig um hvað þú ert að hugsa? Hann yggldi sig. ■— Það er eitthvað sem þú ert að brjóta heilann um, sagði hún. —• Geturðu ekki sagt mér hvað það er? Benjamír. yppti öxlum. —- Eg veit það ekki sagði hann. — Er það eitthvað í sambandi við Robinson-hjónin? - Ha? hann kipptist við. — Þú — þú virtist ægilega hrjáður niðri á meðan þau voru hér. Benjamín kinkaði kolli. — Já, ég var það. — Nú, er — er eitthvað að? Hann kinkaði kolli aftur og gekk út að glugganum. — Mamma, sagði hann, — ég er haldinn sektartilfininngu. — Nú? — Ég finn til sektar yfir því að hanga hérna heima. Ég er hræddur um að vinir þínir álíti mig bara slæpingja. — Ónei, Ben. — Jæja, en þetta er samt sem áður tilfinning sem grípur mig öðru hvoru sagði Benjamín. — É'g fékk hana um daginn þegar Terchune-hjónin komu hér og aftur í kvöld þegar þau komu. —• Benjamín, þau dá þig meira en ég-veit-ekki-hvað. — Já, en þeim finnst auðvitað að ég eigi að vera í vinnu, eða þá í skóla. — Ónei, Ben, sagði hún, gekk í áttina til hans. og tók í hend- ina á honum. Hann dró hana að sér aftur og hristi höfuðið. — Mér finnst ég einskis virði, mamma. Mér líður ömurlega út af því sem ég er að gera. — Þú kemst yfir þetta, Ben, sagði hún. — Þetta er bara milli- bilsástand. Þú kemst yfir það. — Ja, ég vona það. — Já. það vérður allt í lagi með þetta elskan mín. Hafðu bara engar áhyggjur af því. Vin- um okkar finnst þú vera sá stór- kostlegasti maður sem til er. Benjamín kinkaði kolli. Móðir hans snerist á hæli og gekk aft- ur út að dyrunum. Þar stanzaði hún. Benjamín? — Já? — Eg ætla að spyrja þig að dálitlu, en þú þarft ekki að svara mér frekar en þú vilt. ■— Nú hvað er það? - Hvað gerir þú þegar þú hverfur á kvöldin? — Þegar ég hverf? Hún kinkaði kolli. Benjamín starði niður í teppið og hristi höfuðið. — Þú þarft ekki að segja mér það frekar en þú vilt. — Nei sagði hann, — ég vil endilega segja þér það. Það var þögn í nokkurn tíma. — Ég keyri um, sagði hann svo. — Hvað annað? ■— Ekkert annað. — Ja, þú ert ábyggilega ekki að keyra frá miðnætti og til há- degis daginn eftir, Benjamín. -— Ónei. — Hvað gerir þú þá? Hittirðu einhvern? — Hitti ég einhvern? Hún kinkaði kolli. — Hvers vegna spyrðu að því? — Jæja, sagði hún og and- varpaði, — þetta er þitt einka- mál. Hún gekk í áttina að dyr- unum. — Ef þú ... — Nei! Bíddu! Bíddu! Hún stanzaði. — Ég hitti engan, mamma, en hvers vegna spurðirðu að því? Hún hristi höfuðið. — Vegna þess að ég get ekki ímyndað mér hvað þú gerir annað. - En hvað meinar þú með að ég „hitti einhvern"? — Gleymum því. — Nei. — Benjamín, ég er ekkert að reyna að hnýsast í þín einkamál, sagði hún, — en ég vildi heldur að þú segðir ekkert í stað þess að segja ósatt. — Hvað? — Góða nótt, Benjamín. — Hva ... Bíddu! Hún hnyklaði brúnirnar fram- an í hann. — Þú heldur að ég sé ekki að segja satt, ha? Hún kinkaði kolli. — Nú? Af hverju — af hverju heldur þú það? — Vegna þess að ég veit að þú kevrir ekki um í tólf tíma. — Ó, sagði Benjamín. — Nei, reyndar ekki. Á ég að segja þér hvað ég geri? — Ekki ef þú ekki vilt. — Jú, ég vil það. — En ég vil alls ekki að þú sért að búa til neinar sögur handa mér. — Auðvitað ekki, sagði Benjamín. — En ég — ég er ekkert sérstaklega hreykinn af bví sem ég geri. Venjulega dett ég í það Eg keyri til Los Angeles np hanpi £ börunum þangað til ég er orðinn fullur. Þá fæ ég mér hótelherbergi svo ég þurfi ekki að keyra ölvaður í allri þessari umferð. Eg meina — ég er svo- Framhald á bls. 40. 9. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.