Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 3

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 3
31. tölublaS - 5. ágúst 1971 - 33. árgangur f minningu Louis Armstrong Louis Armstrong lézt fyrir skömmu. Hann var ekki aðeins 6- krýndur konungur jazzins, heldur einn bezti fulltrúi friðar og vináttu, sem Bandaríkin hafa átt. Við minnumst Armstrongs í þessu blaði, birtum um hann greinarstúf og rekj- um helztu æviatriði. Sjá blaðsíðu 6. Hvernig er að vera gift Eskimóa? Hún var af ríku fólki komin og hafði gengið mcnntaveginn. Það átti samt fyrir henni að llggja að giftast Eskimóa og sctj- ast að um þúsund míiur fyrir norðan Winnipeg. Hún unir sér vel f þessu nýja og framandi um- hverfi og hcfur aldrei dott- ið í hug að snúa aftur til suðlægari slóða. birtist á blaðsfðu IG. Nýr fram- haldsmynda flokkur í' sjónvarpinu Sjónvarpið er nýlega byrjað aftur eftir mánaðar sumarleyfi. Á meðal nýrra þátta, sem hefjast í því innan skamms er nýr framhaldsmynda- flokkur. Hann nefnist Gullrænlngjarnir ob er byggður á sönnum at- burðum. Við segjum frá honum í máli og myndum á blaðsiðu 14. KÆRI LESANDI! Smúsaga þessa blaðs er eftir sjálfan snillinginn George Bern- hartl Shaw. Hann var írskur, fæddur í Dublin árið 1856. Tví- tugur að aldri setiist hann að í London og tók að rita skáldsög- ur. Það var þó ekki fyrr en hann gerðist gagnrýnandi, bæði á sviði tónlistar og leiklistar, sem hann fór að vekja verulega athygli fyr- ir fágæta kímnigáfu og stílsnilld. Nokkru síðar hóf hann sjálfur að semja leikrit, og eru mörg þeirra meðal kunnustu verka hans. Þekktast þeirra er að lik- indum „Pygmalion", en upp úr því var hinn frægi söngleikur „My Fair Lady" saminn. Af öðr- um leikritum hans má nefna „Candidu", „Jeanne d’Arc", „Kor- síkubúann“ og fleiri. Nokkur af leikritum Shaws hafa verið flutt hér á landi, með- al annars í útvarpinu, og að minnsta kosti ein af skáldsögum hans, Blökkustúlkan, hefur ver- ið þýdd á íslenzku. Smásagan „Yfirnáttúrleg hefnd" er gott dæmi um gáskann og fjörið hjá Shaw. Hann gefur ímyndunar- aflinu lausan tauminn og beitir óspart sínu miskunnarlausa háði og spotti. EFNISYFIRLIT GREINAR Ms. Dúett með Gabríel, grein um Louis Arm- strong 6 Guliræningjarnir, sagt frá nýjum framhalds- myndaflokki í sjónvarpinu 14 Ég giftist Eskimóa 16 Munaðarnes ber nafn með heimsækir orlofsbúðir BSRB i réttu. VIKAN í Munaðarnesi 26 SÖGUR Yfirnáttúrleg hefnd, smásaga Shaw, fyrri hluti eftir Bernard 12 Ugla sat á kvisti, framhaldssaga, næstsíðasti hluti 10 Lifðu lífinu, framhaldssaga, 3. hluti 18 VMISLEGT Fylltir tómatar. Eldhús Vikunnar, umsjón: Dröfn H. Farestveit, húsmæðrakennari 24 Knattspyrnukynning Vikunnar: Litmyndir af fyrstudeildarliðum Breiðabliks og Akraness 23 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 20 Simplicity-snið 22 Stjörnuspá 32 Myndasögur 35, 38, 42 Krossgáta 31 Síðan síðast 48 í næstu viku 50 FORSÍÐAN__________________________ Það er fallegt og friðsælt í Munaðarnesi, hinu nýja orlofsbúðahverfi Bandalags starfsmanna rík- is og bæja. Hér sjáum við fjölskyldu fyrir utan einn af bústöðunum. Sjá nánar á blaðsíðum 26—29. Ljósmynd: Egill Sigurðsson. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Sigurþór Jalcobsson. Auglýsingastjórar: Sigriður Þorvaldsdóttir og Sigriður Ólafsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa- sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöð ársfjórðungslega eða 1100 kr. fyrir 26 blöð misserislega. Áskriftargjaldið grelðist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 31. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.