Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 11
lengur! Nú ætla ég að heimta hrein svör! Anna kyngdi kekk- inuín, sem var í hálsi hennar. — ÍÉg get ekki farið aftur til Yngva, sagði hún. — Ekki, ef við eigum að halda áfram að hittast. • — Yngva? Hvort þú getur' Það skiptir' engu máli, Anna. þegar svona vel fer á með okk- ur. Segðu mér nú ekki, að þú sért með samvizkubit! Þú hef- ur alltaf verið heldur siðavönd, en það hlýtur að hafa elzt af þér. -Eg er ekki að tala um samvizkubit. Ég er að tala um — ást. — Eg líka! Að elskast, heita hvort öðru trú og tryggð og öllu slíku! Það getur enginn gert slíkt. Menn verða að reyna allt og taka það, sem býðst, því að hver veit, hvort tæki- færið kemur aftur. — Ég ætla mér hvorki að heita einu né neinu. En það hlýtur að vera hægt að reyna að gera það! Kristján leit undan og and- varpaði. — Skelfing ertu álltaf sjálfri þér lík! sagði hann. —• Þú ert rómantísk eins og ungmeyjar- bók. Hugsjónarmanneskja eins og herragarður. Ef bú færir ekki svona stórknatlega í rúmi gæti enginn þolað þig í -hálf- tíma. Og þú heldur ekki tryggð við Yngva, þó að þú hafir lof- að því! Þú hljópst beint í fang ið á mér. Og þetta er hann Kristján, sem ég var gift, hugsaði Anna. Eg elskaði hann. Ég varð ást- mey hans í nótt. Elska, elsk- hugi — fögur orð, það. Því að undirstaða þeirra allra var ást og elska. En sé það ekki þannig, þá — ég ér að kafna! Hún spratt á fætur og stökk inn í bað. Náföl sat hún á bað- kersbrúninni og þorði ekki að standa á fætur. Hún þorði ekki að líta upp, því að bá hefði hún séð framan í sig í spegl- inum á veggnum. Kaldur svitinn perlaði á baki hennar og milli brjóstanna. Hún sneri sér við og skrúfaði frá vatninu. Það rann brenn- heitt í baðkerið. I^ún vildi ekki nota baðbursta Kkistjáns, en hún þvoði sér vandlega, skol- aði og skúraði til að losna við þetta klístur, sem henni fannst vera á hörundi sínu. Hún gæti aldrei losnað við sjálfsfyrir- litninguna. Hann hafði á réttu að standa, já, það hafði hann! Hún hafði heitið þessu og ekki staðið við það. Hún var ekki manneskjan, sem gat dæmt aðra. Kristján var kominn á fæt- ur, þegar hún kóm fram. Hann hafði hitað kaffi og búið um rúmið. Hann kom til hennar og vildi faðma hana að sér. — Geturðu ekki hagað þér eins og vitiborin manneskja stundum? sagði hann. — Taktu nú ekki allt svona alvarlega. Láttu þetta nægja og lærðu að grípa gæsina, þegar hún gefst. Hún virti hann fyrir sér. Hann myndi aldrei skilja hana. Hann gat það ekki, og því var ekki hægt að ásaka hann fyrir eitt né neitt. — Þú gerir alltaf það, sem þér hentar bezt, sagði hún þreytulega. — Þú lifir’ eins og þér hentar. Það er bara það, að ég. get það ekki lengur. ífig veit það núna. — Þú ert meiri hræsnarinn, sagði hann og reiddist. — Þú heldur, að þú vitir allt og.... — É’g held það ekki, greip hún fram í fyrir honum. — Og ég véit, að það hljómar heimskulega, núna, þegar ég — þegar við.... En þetta á ekki við mig. Hún þagði um stund. — Það að vera með þér, sagði hún svo lágt. Andlit Kristjáns gerbreyttist. Það var engu líkara en andlits- drættirnir yrðu slakari og reið- in hvarf úr svip hans. Hann vissi, hvað hann hafði gefið henni. Hann vissi, hvers hann var megnugur. Hann efaðist aldrei um getu sína. — Það að vera með þér er líkt og að kveikja eld í hálmi, sagði hún. —■ Hann fuðrar upp, yljar og funar. Svo er ekkert eftir. — Haltu kjafti! Þú kannt þér ekki hóf.... Hann sneri sér undan og drakk úr kaffibollanum. Anna fór inn að klæða sig. Hún hafði ekkert meira við hann að segja. — Ég er að fara, sagði hún seinna. — Ég þarf að hringja á bíl. — Gott, ég hef annafc að gera, en ég get auðvitað keyrt þig. — Ég held, að ég vilji heldur taka leigubíl. — Vertu nú ekki svona leik- ræn, Anna! Það er allt í lagi að skemmta sér stundum. Það eru aðeins smámunir, sem engu máli skipta. — Jú, fyrir mig, svaraði Anna. Hún stóð við símann og fann, hvernig tómleikinn hel- tók hana. Kristján starði á hana, reiður og æstur. Hann var sár, hann skildi hvorki upp né niður, honum fannst hún aðeins haga sér heimskulega. En hún gat ekki lengur hugs- að sér að útskýra eitt né neitt fyrir honum. Það var rétt, að hún vissi það núna, að þau voru svo ólík, sem nokkrar mann- eskjur gátu verið. Þetta hafði allt verið misheppnað frá upp- hafi. Óg hún var sú, sem varð að viðurkenna mistök sín. — Hvað ætlastu nú fyrir? spurði hann argur. — Krjúpa við krossinn og beiðast afláts? Fara heim og ganga í sauma- klúbb? Anna gretti sig. — Vertu ekki leikrænn sjálfur, svaraði hún. — Ég veit satt að segja dtki, hvað ég ætla að gera, Kristján. En það kem- ur þér heldur ekkert við. Svo hringdi hún á leigubíl. Hún lokaði á eftir sér og fór niður tröppurnar án þess að bíða fyrst eftir bílnum. En hún var naumast komin út á gang- stéttina, þegax Kristján kom hlaupandi. — Bíddu, Anna! hrópaði hann. Hún fann til í hjartastað og kyngdi. Þessi ákafi í rödd hans, snerting handar hans við henn- ar — að hann skildi enn hafa slíkt vald yfir henni! Ef hann hefði ákveðið að breytast.... Hverju átti hún þá að svara? —. Anna! sagði hann. — Það væri gott, ef þú minntir Yngva á plastlakkið. Ég er i.bálfgerð- un^ peningavandræðuml ogj hann virtist hafa áhuga á því. Sem betur fer kom leigubíll- inn og hún þúrfti ekki að svara. Hún kinkaði aðeins kolli. Krist- Framháld. á bls. 45. 31.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.