Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 18

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 18
FRAMHALDSSAGA EFTIR H. SHEFFIELD ÞRIÐJI HLUTI ROBERT Þetta var hnefaleikakeppni ársins og að sjálfsögðu varð ég að vera viðstaddur. Það var vonlaust að skýra það fyrir Catherine. Ég vissi að hún var særð yfir því að ég gat ekki farið út með henni, en snemma á hjúskaparárum okkar hætti ég að skýra það fyrir henni hve tilgangslaust það var að koma með aísakanir, þegar ég fór til að láta taka upp eitt- hvað sem hún hafði andstyggð á. Það hvarflaði ekki að mér að taka hana með mér til að horfa á aðalhnefaleikakeppni ársins. Reyndar hafði ég líka annað að gera, einskonar stefnu mót; ég hafði ákveðið að fara létt með hliðarsporin. Það er reyndar hægt að segja að ég hefði fengið viðvörun, einskon- ar andlegt hjartaslag. Það var alls ekki þess virði að flækja sér inn á einskisverða ástar- leiki, sem gátu haft alvarlegar afleiðingar fyrir lifnaðarhætti mína. Með „lifnaðarháttum" á ég við allt sem gat haft leiðindi í för með sér. Það var indælt að elska konuna mína, dásamlegt að búa með henni og fram að þessu hafði ég ekki haft neitt samvizkubit, en þeg- ar það kom í gær, þá varð mér ljóst að ég gæti alveg eins lát- ið slík ævintýri lönd og leið, þau voru hvort sem var einsk- is virði. En það tók tíma að hagræða þessum málum. Ég ætlaði að verða það sem Cat- herine kallaði „góðan eigin- mann“, þangað til eitthvað spennandi ræki á fjörumar. Þetta myndi gefa mér hæfi- legt hlé til að skoða hug minn, því á mínum aldri eru konur ekki spennandi lengi í einu og Mirelle var, satt að segja, orð- in dálítið þreytandi, jafnvel í rúminu; ástarleikur hennar var orðinn svo skipulagður, vegna þess að henni fannst sem hún hefði eitthvert öryggi í sam- bandinu við mig. Hún var orð- in eitthvað í líkingu við hvers- dagslega eiginkonu. Vesalings Catherine, það var slæmt að ég get aldrei talað um þetta við hana! Þetta taugaveiklun- arkennda samtal hennar um Van Gogh var svo bersýnilegt, svo kjánalega viðkvæmnislegt, Ég gat ekki skriftað fyrir henni, jafnvel þetta stríð kynjanna gerði mig hræddan ... að það náði ekki sínum til- gangi. Aðdáun hennar á þess- um ofmetna málara var mér alltaf ráðgáta, þótt ég skildi fullkomlega að þessi aðdáun átti eitthvað skylt við aðdáun hennar á mér. Það var ein- göngu vegna þess að við höfð- um hitzt í fyrsta sinn á brúnni í Amsterdam, sem hafði orðið honum svo hugþekkt verkefni. Að minnsta kosti hafði þetta eintal hennar haft þveröfug á- hrif á mig. Ég vissi með sjálf- veitingahúsinu var ósköp venjulegt. Hún hét Candice og samtal okkar á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.