Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 36
og líkamlega og á öllum sviS- um. Ég þurfti að eignast mann með sterka skapgerð. Og ég var heppin. Ég fann hann. Einstöku hluta sakna ég hér, svo sem salata, að geta stöku sinnum farið í samkvæmi og ef til vill að geta valið úr vörum í stórverzlun í stað þess að gera alltaf innkaup eftir verðskrá. En heimþrá fæ ég aldrei, því að hér á ég heima. GULL- RÆNINGJARNIR Framháld aj bls 14. lætur hann lífið. Athygli heims- pressimnar beinist að yfirleyni- lögregluforingjanum Cradock, sem hefur fengið málið til með- ferðar. (Þættirnir greina síðan frá viðureign Cradocks við ræn- ingjana og sýna þeir hvernig hann nær þeim, einum á eftir öðrum, þannig að þótt þættirnir séu í framhaldsformi, fjallar hver þeirra um nýja viðureign). Cradock setur upp bráða- birgðaskrifstofu á Westmarsh- flugvelli og hefur rannsókn þessa umfangsmikla máls. Hann byrjar á að jrfirheyra Derek Hartford, flugumsjónarmann- inn sem var á vagt þetta af- drifaríka kvöld. Cradock sann- færist um að Hartford hafi tek- ið þátt í ráninu þegar hann kemst að því að hann hafði í hyggju að flytjast til Ástralíu. Næsti maður sem Cradock nær, er Freddy Lamb, skyttan sem skaut á og sprengdi upp lögreglubílinn á meðan á ránlnu stóð.- Þegar elskhugi konu Lambs finnst myrtur, skotinn, þarfnast Cradock ekki frekari vitna við. Barry Porter, maðurinn sem truflaði talstöðvarþjónustu lög- reglunnar á meðan ránið var framið, breytir um nafn. Hann er skyndilega orðinn starfsmað- ur olíufélags í fríi og eyðir eins og berserkur sínum hluta pen- inganna í þeim tilgangi að kom- ast yfir konu, ríka og fráskilda. En áður en nokkuð verður al- varlegt, gerir hann sér grein fyrir vonleysi slíks hjónabands og stingur hana af. Um leið og hann fór, tók hann þó með sér — sennilega af gömlum vana — sígarettuveski hennar. Það voru mikil mistök, eins og kemur fram síðar. Cradock nær í Josef Tyzack, manninn sem henti ammoníaki framan í lögregluþjón á ráns- staðnum, með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi blindaðist. En Tyzack er ekki fyrr kominn í fangelsi, en hann hittir þar á glæpaflokk, sem á sér það eitt takmark að komast yfir þau 30 þúsund pund sem Tyzack fékk fyrir hlutdeild sína í rán- inu. Þeir hjálpa honum að flýja, undir því yfirskyni að flóttinn sé skipulagður af Gullræningj- unum, en síðar, þegar allur flokkurinn finnst myrtur, sann- færist Cradock um að Gullræn- ingjarnir hafi staðið að baki morðunum — og hann verður himinlifandi yfir því að þar með hljóti þeir að vera ennþá í landi. Peter Conroy, bílstjóri bíls ræningjanna í gullráninu, flýr til Austurríkis — og öryggis — og skilur konu sína eftir handa lögreglunni, pressunni og henn- ar eigin örvæntingu. Ef þún framselur hann, er það þá vegna hans? Því hún elskar hann — eða hatar hann ... Flugmaður vélarinnar sem flutti gullið til Englands, Tom Goodwin, hefur loksins efni á því að kaupa hótel handa unn- ustu sinni, en um það hafði hana alltaf dreymt. En þegax hún kemst að því hvar hann fékk peningana — á brúðkaups- nóttina sjálfa — hendist hún út og Tom situr einn í stóra hótel- inu... til að bíða eftir Cradock, sem ekki lætur á sér standa. Leitin að forsprökkunum í ráninu hefur tekið Cradock lengri tíma en hann hafði bú- izt við. Einkalíf hans er í mol- um og hann gerir þau mistök að ætla hlut Eddie Makin í rán- inu minni en efni stóðu til. Eddie er smáglæpamaður og grunaður um að hafa útvegað gullræningjunum talstöðvar og fleira slíkt til nota við ránið- Cradock fær aðstoðarmann til að flýta fyrir málinu og opin- berar ávítur um leið — og á sama tíma nálgast leigumorð- ingi Eddie. Harold Oscroft, „gjaldkeri“ ræningjaflokksins, verður skelf- ingu lostinn þegar blóðský og ofbeldishótanir birtast skyndi- lega í úthverfislífi hans: Fjöl- skyldulífi hans er ógnað. En Oscroft er áhugaverður fyrir allt aðra ástæðu, því Cradock er fullviss þess að í gegnum hann má komast að hinu raun- verulega takmarki leitarinnar, „Mr. Big“ — öðru nafni Victar Anderson. Cradock tekur kipp, þegar hann heyrir að fyrrverandi major í brezka hernum, Tim- othy Fry, sé kominn frá Spáni til Englands, til að hjálpa And- erson út úr vandamálum heima fjnrir. Fry veit að lögreglan get- ur ekki neglt hann á neinu, svo hann losar sig við þá á einfald- an hátt. Síðan smyglar hann frú Anderson til Frakklands. En, hugsar Cradock með sér, getur verið að endurkoma Fry’s til Englands hafi gert einhvern áhyggjufullan? Ef til vill er Anderson ekki „Mr. Big“ eftir allt... Victor Anderson verður hræddur og flýr til Sviss. Þar ætlar hann að selja sinn hluta af fengnum. Cradock fylgir honum eftir og kemst að því að Anderson ætlar að svíkja frillu sína. Cradock neyðir hana til að tala, fær alla söguna — og Anderson. En hvernig vissi Anderson hvar og hvenær gull- ið átti að koma inn í landið? Það hlaut einhver að vera hon- um æðri. Richard Bolt, eigandi flug- félagsins sem flutti gullið til Englands, býður Cradock að koma og dvelja með sér á sveitasetri sínu í nokkra daga. Þax hittir Cradock dóttur Bolt’s og vin hennar, engan annan en Jeremy Forman, manninn sem hann hefur grunaðan um að hafa drepið lögregluþjóninn í upphafi ránsins. Forman reyn- ir árangurslaust að kúga fé út úr Bolt og gerir síðan tilraun til að bjarga eigin skinni með því að drótta því að Cradock að Bolt viti meira en almennt sé álitið. Cradock tekur annan kipp: Er Bolt „Mr. Big“? í síðasta þættinum skeður þetta: Grunsemdir Cradocks fá byr undrr báða vængi, þegar rannsókn leiðir í ljós að fjnrir- tæki Bolt’s voru gjaldþrota áð- ur en ránið var framið. En Bolt, skrefi framar en leynilög- reglumaðurinn, notar pólitísk áhrif sín til að sjá svo um að málinu verði opnberlega lokað, og Cradock er fjrrrskipað að hætta afskiptum af málinu. Þegar þannig er málum komið getur Cradock ekki handtekið manninn sem hann veit að er „Mr. Big“ — fjrrr en honum hefur tekizt að sannfæra Scot- land Yard um að þeir hafi gert mistök. Þangað til eltir hann Bolt — allt til enda jarðarinn- ar, sé það nauðsynlegt. Aðalhlutverkið í mynda- flokknum, Cradock yfirleyná- lögregluforingja, leikur Peter Vaughan. Aðstoðarmann hans, Tommy Thomas, leikur Artro Morris og milljónamæringinn Richard Bolt, eiganda flugfé- KLIPPIÐ HÉR Pöntunarseðlll Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, I því númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með I ávísun/póstávísun/frímerkium (strikið yfir það sem ekki á við). . . . . Nr. 24 (9574) Stærðin á að vera nr. .... Vlkan - Símpiicíiy KLIPPIÐ HÉR Nafn Heimili 36 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.