Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 41
þið getið ekki látið sem ógert það, sem á hefur orðið. Gerið mér því þann greiða að láta dyravörðinn vita, að ég sé far- inn til frænda míns, kardínál- ans. í guðs friði“! Ég strunsaði framhjá þeim, og skildi svo með okkur, að þeir voru að hvíslast á. Nokkrum mínútum síðar kvaddi ég dyra hjá kardínál- anum. Gluggi var þegar opnað- ur, og tunglið varp bjarma á hærukoll með dökka hettu, sem virtist öskugrá, er hana bar við kolsvartan skuggann neðan gluggasyllunnar. „Hver er þar“? „Zenó Legge heitir hann“. „Hvað er þér á höndum um þetta leyti sólarhrings"? Mér sárnaði spurningin. „Frændi minn góður", sagði ég, „mér finnst eins og ég sé óvelkominn, enda þótt þú mun- ir ekki til þess ætlast. Vertu nú svo góður að koma niður og hleypa mér inn“. „Farðu í gistihúsið þitt“, sagði hann þurrlega. „’É'g sé þig á morgun. Góða nótt“! Hann hvarf úr glugganum og lokaði honum. Mér var ljóst, að ég mundi ekki verða samur vinur frænda míns daginn eftir og raunar aldrei, ef ég léti sitja við þessa synjun. Ég lét þvf dyrahamar- inn ganga á hurðinni með hægri hendi, en hafði vinstri höndina á bjöllunni, svo að hún hringdi í síbylju, unz ég heyrði skrölta í dyrakeðjunni að inn- an. Kardínálinn var svo alvar- legur á svipinn, að nærri stapp- aði önugleik, er hann stóð aug- liti til auglitis við mig á þrösk- uldinum. „Frændi“, sagði ég og þreif í hönd hans, „þú mátt ekki á- vita mig. Dyr þínar standa jafnan opnar öllum þeim, er bágt eiga. Vökum nú fram í morgunsár og tölum saman“. „Þú mátt þakka það stöðu minni og kærleik, að ég hleypi þér inn, Zenó“, sagði hann. „Nágrannanna vegna vil ég nefnilega heldur að þú leikir fífl inni í skrifstofu minni en við húsdyr mínar um þetta leyti sólarhrings. Gakktu nú hægt upp, segi ég. Ráðskona mín er störfum hlaðin, og þú mátt ekki trufla þann litla svefn, er hún veitir sér“. „Mikill drengskaparmaður ertu, frændi. Ég skal læðast eins og köttur“. „Þetta er skrifstofan mín“, sagði hann, er við komum inn í illa hýst greni á annarri hæð. „Sg get ekki boðið þér upp á aðra hressingu en þessa rús- ínuhríslu, ef þú þá kærir þig um eitthvað. Læknarnir hafa bannað þér að brágða nokkra hressingardrykki, trúi ég“. „Hver skrattinn-----------“! Hann sperrti upp einn fingur. „Afsakaðu, ég átti ekki að bölva; en ég hafði alveg stein- gleymt læknunum. Ég fékk mér flösku af Grave með kvöldmatnum". „Hnu! Þú ættir ekki að ferð- ast eftirlitslaust. Móðir þín hét mér því, að Bushy skyldi koma hingað yfir um með þér“. „Uss, þetta dauðyfli, sem er svo huglaust í þokkabót. Hann neitaði að koma með mér, af því ég keypti skammbyssu“. „Hann hefði átt að taka af þér byssuna og hafa hana í sín- um vörzlum“. „Hvers vegna er þér alltaf svona mikið í mun að fara með mig eins og barn, frændi? Ég er mjög áhrifanæmur, það játa ég, en hef þó ferðazt um allan heim einn míns liðs og kæri mig ekki um, að með mig sé farið eins og reifastranga, þótt ég skreppi til írlands“. „Hvað hyggstu að taka þér fýrir hendur, meðan þú ert hér“? Ég hafði ekkert sérstakt í huga, og í staðinn fyrir að svara, yppti ég öxlum og skim- aði í kringum mig. Þarna var stytta af Guðsmóður, á skrif- borði frænda míns. Ég horfði framan í hana, eins og hann var vanur að gera, er hann leit upp frá vinnu sinni. Eg sá eilífan frið í þessari ásjónu. Loftið varð ljómandi af enda- lausu neti gimsteinum settra paradísarhringa, sem stigu nið- ur til okkar í róslituðum skýj- um. „Frsendi", sagði ég og grét nú fögrum tárum, „ferðarangli mínu er lokið. Ég vil gerast kirkiunnar maður, ef þú vilt styrkja mig til þess. Lesum saman þriðja hlutann í Fást, því að nú skil ég hann loks- ins“. „Uss, drengur“, sagði hann og reis upp með hálfgerðum hræðslusvip. „Stilltu þig“. „Láttu ekki tárin villa þér sýn. Ég er rólegur og styrkur. Fljótur, lesum Goethe: „Das Unbeschreibliche Hier ist gethan; Das Ewig-Weibliche Zieht uns hinan“. „Komdu nú, komdu nú. Þerr- aðu tárin, og hafðu hljótt um þig. Ég hef ekkert bókasafn hér“. . . . „En ég hef það — í tösku minni í gistihúsinu“, sagði ég og stóð upp. „Ég vil fara eftir því. Verð ekki nema fimmtán mínútur". „Ég held, að djöfullinn sé í þér. Geturðu ekki — — — “ Ég greip fram í fyrir honum með skellihlátri. „Kardínáli“, sagði ég, „þú temur þér ljótan munnsöfnuð; og óguðlegur prestur er ágætis félagi. Við skulum fá okkur svolítið tár, og ég skal syngja fyrir þig þýzka drykkjuvísu“. „Guð fyrirgefi mér, ef ég geri þér rangt til“, sagði hann, „en ég býst við, að hann hafi lagt á þig afplánun einhverrar synd ar, auminginn. Viltu gera svo vel að gefa gaum að orðum mínum stundarkorn? Ég þarf að segja þér dálítið og verð líka að fá mér svolítinn blund, en ég fer venjulega á fætur klukkan hálf-sex“. „Um það leyti er ég einmitt vanur að taka á mig náðir, — ef ég á annað borð geri það nokkuð. En orðið er laust. At- hygli skortir mig ekki, en ég er allt of áhrifagjarn“. „Jæja þá, ég vil senda þig til Wicklow. Ástæðan til þess _________ (( „Skiptir engu máli, hver hún kann að vera“, sagði ég og stóð upp. „Mér er það nóg, að þú vilt senda mig þangað. Ég skal fara þegar í stað“. „Zenó! Viltu setjast aftur og hlusta á mig“? Ég seig nauðugur viliugur aftur niður á stólinn. „Ákaf- inn er glæpur í þínum augum, jafnvel þótt hann beinist all- ur að því að leysa af hendi starf í þína þágu“, sagði ég. „Má ég skrúfa niður í lampan- um“? „Hvers vegna“? „Til þess að komast í svo myrkt skap. að ée eeti hlvtt á mál þitt með fyllstu þolin- mæði og án leiðinda". „E® skal siálfur skrúfa nið- ur. Kemur það ekki að sama gatmi“? Ég bakkaði honum fyrir og bió mig undir að hlusta á hann í rökkrinu. Mér þótti sem augu mín glóðu. Eg var eins og hrafn Poes. ..Ég skal nú skýra þér frá ástæðunni til þess, að ég vil senda þig til Wicklow. En fyrst og fremst er það siálfs þín veena. Ef þú dvelst hér í borg- inni eða einhvers staðar þar, sem nokkur leið er að komast í klandur, verðurðu kominn á elska þig! sjúkrahús, áður en vikan er liðin. Þú verður að vera úti í sveit undir handarjaðri ein- hvers, sem ég get treyst. Og þú verður að hafa eitthvert starf með höndum, svo að þú lend- ir ekki á villigötum og til að leiða hugann frá skáldskapar- grufli, hljómlist og málaralist, en slíkt getur stofnað heilsu þinni í voða, ekki hraustari en þú ert nú, eftir því sem Sir John Richard skrifar mér. Og hins vegar vakir líka fyrir mér að trúa þér fyrir verki nokkru, sem gæti orðið kirkjunni til hneisu, ef viðkvæmur maður ætti hlut að. í stuttu máli sagt langar mig til að fá þig til að rannsaka kraftaverk“. Hann horfði fast á mig. Ég sat eins og assa. „Hefurðu skilið mig“? spurði hann. „Langt því frá“, anzaði ég hásri röddu. „Fyrirjeefðu", bætti ég svo við og var skemmt af þeim grikk, er ímyndunin hafði gert mér. „Eg skil þig út í æsar. Haltu áfram“. „Ég vona, að svo sé. — Jæja, fiórar mílur frá Wicklow er Árbæjarþorp. Presturinn þar er faðir Hickley. Þú hefur lík- lega heyrt getið um krafta- verkin í Knock“? Ég deplaði augunum íbygg- inn. „Ég spyr þig ekki um skoð- un þína á þeim, heldur hvort þú hafir heyrt eitthvað um þau. Og mér skilst, að svo muni vera. Og ég ætti ekki að þurfa að segja þér það, að krafta- yerk geta gert kirkju okkar meira illt en gott, nema því að- eins, að þau séu sönnuð svo rækilega, að stungið sé upp í svarna andstæðinga hennar með vitnisburði einhvers þeirra sem sömu villutrú játa. Og því var það, að mér varð órótt, er mér barst Wexfordblaðið í vik- unni sem leið, með lýsingu af 31.TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.