Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 24

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 24
FYLLTIR TÓMATAR Dröfn H. Farestveit TOMATAR MEÐ SPÆGIPYLSU- SALATI Spægipylsa skorin í fína strimla, blandað með söxuðu selleríi. Lok er skorið af tómötunum. Síðan er mayonessi blandað saman við spægipylsuna og sell- eríið og tómatarnir fylltir með þessu. Fyrir 4, má reikna með 4 tómötum 100 gr. spægipylsu og 1—2 dl. af rifnu selleríi. TÖMATAR MEÐ SÍLD OG KARTÖFLUM Skerið lok af tómötunum og Fiolið þá út. Setjið 2—3 þunnar sneiðar af kaldri soðinni kart öflu í Fivern tómat. Þeytið dá- lítinn rjóma, blandið saman við súrmjólk og bragðið til með pip- arrót. Setjið síðan 2 sneiðar af gaffalbitum á Fivern tómat. — Skreytið með dilli. Merjið síðan Fiarðsoðna eggjarauðu í gegn um sigti yfir. TÖMATAR MEÐ RÆKJUSALATI Rækjur, baunir og soðin Firís- grjón blandað saman við may- onesse. Fyllt í útfiolaða tómata. Fyrir 4 tómata má reikna með 200 gr. rækjur, 1 dl. soðin Firís- grjón og Ví dl. af baunum. TÓMATAR MEÐ KRABBASALATI Innmaturinn tekinn úr og fyllt með krabba, sem blandað er með mayonesse, sem bragðað er til með sítrónu. Fyrir 4 tóm- ata má reikna með 1 dós af krabba, 1 dl af mayonesse sem blanda má með þeyttum rjóma eða súrmjólk og 4 msk. af dilli. TÖMATAR MEÐ MAISSALATI Maiskorn úr dós eru notuð og látið renna vel af þeim. Steikið flesk og púrru skorna í Firingi, blandið saman við mayonesse, sem bragðað er til með sinnepi. Fyrir 4 tómata má reikna með 2 dl. af mais, 4—6 sn. af fleski og ca. 3 msk af púrru. TÖMATAR MEÐ SVEPPUM Steikið sveppi í smjöri, blandið saxaðri steinselju saman við. — Kryddið mayonesse með Fivít- lauksdufti og blandið þessu saman. Fyrir 4 tómata má reikna með 200 gr af sveppum og ca. 4 msk. af saxaðri steinselju. 24 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.