Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 40

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 40
— Nú er ég búinn að heyra allt um þig, hvernig væri að heyra svo málið frá þínum sjónarhóli? komast á bannsvæði. Ég var ákafur. Ævintýri þessu líkvoru mér mikið að skapi. Það var reglulegt tilhlökkunarefni. Framhald í næsta blaði. MUNAÐARNES... Framhald af bls. 29. aði öllum. — Það er engu líkt að koma að þessu öllu eins og hér, sagði Þórunn, — hvað þá fyrir þennan pening sem mað- ur borgar fyrir þetta. Svo vor- um við nú svo einstaklega heppin með tíma, fengum ein- mitt þá viku sem við báðum um. Skátamótastemmjningin sat ennþá fast í okkur, og við spurðum aftur út í samskipti fólksins í „byggðinni“: >— Þau eru mjög lítil, sagði Yngvi. — Satt að segja verður maður aldrei var við, að hér sé nokkur nema maður sjálíur. En það hlýtur náttúrlega að koma að þvi smátt og smátt, að eitthvað verður skipulagt, svo sem gönguferðir og annað, en ég held nú að forráðamenn vilji heldur' láta það þróast af sjálfu sér — eins og eðlilegt er. Daginn eftir ætluðu þau að halda norður á Dalvik til að heimsækja ættingja og vini. — Yngvi ætlar þar á sjó með svila sínum, sagði Þórunn, — hann gerir það yfirleitt þegar við förum þarna norður. — Ég er sem sé trillukarl á sumrin, sagði Yngvi brosandi. — Þó er það nú svo, að ég er yfirleitt á móti því að kenn- arar vinni á sumrin. Maður er í skólanum fram á vor, og þeir sem vinna, gera það yfirleitt þangað til þeir byrja í skólan- um aftur á haustin og verða úr- illir og argir fyrir bragðið. En enda þótt sumir kennarar geti verið argir og úrillir -r- eins og reyndar hver sem er — var þessi fjölskylda úr Hafn- arfirði og Dalvík það ekki. Þvert á móti. Við sátum lengi með þeim og spjölluðum við þau um heima og geima, drukk- um okkur belgfulla af kaffi og reyktum stóra vindla. Þau sögð ust vera álgjörlega úthvíld eft- ir þessa viku og Friðrika eldri sagðist ekki eiga orð til að lýsa ánægju sinni með staðinn. Það áttum við ekki heldur, en við áttum hins vegar langa leið fyrir höndum, og því kom að því, að við þökkuðum fyrir okkur og héldum af stað. Á leiðinni ræddum við nauðsyn þess að Blaðamannafélagið yrði hluti af ríkisbákninu: Þá kæm- umst við aftur I Munaðarnes. Umferð var lítil niður í Borgarnes, þar sem við fengum meira kaffi hjá góðu fólki. Blikkbeljan okkar (sem varla er þó hægt að kalla meira en VW-kálf) spændi upp grjótið og þyrlaði upp stórum ryk- mekki. Hundar af bæjum geltu að okkur og „tjásuklipptar“ kindur, en svo kallaði ljós- myndarinn þær rúnu, hlupu jarmandi niður af veginum, þegar við fórum hjá. óvald. BURT MEÐ VINDINUM Framhald af bls 21. kom á hljómleikana, var gott fólk, sem var ákveðið í að njóta þess sem fram fór — þrátt fyr- ir hrakspár ýmissa aðila. Ævintýri komu mér —• og sjálfsagt flestum öðrum.líka — mjög á óvart. „Sándið“ í hljóm- sveitinni var mjög gott og það var greinilegt allan tímann að þeir höfðu gaman af því sem þeir voru að gera. Þeim hefur öllum farið fram, ekki þó sízt Birgi Hrafnssyni, sem allt í einu er orðinn mjög góður gít- arleikari. Vitaskuld hefur hann verið góður hingað til, en fram- farirnar eru gífurlegar. Gestir hljómleikanna voru þeir Bjarki Tryggvason úr hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri og Hannes Jón Hann- esson, sá sem áður var í Fiðr- ildi (einhversstaðar heyrði ég að Fiðrildi væri að byrja aft- ur?). Báðir þessir menn eru góðir kunningjar meðlima hljómsveitarinnar og var þátt- taka þeirra hugsuð fyrst og fremst sem skemmtun. Fyrir mína parta fannst mér mjög gaman að þeim báðum. Bjarki söng með Ævintýri — og þetta er allt annar Bjarki en söng um litlu heiðina — og Hannes söng við eigin gítarundirleik. Það er bara verst að ekki skuli bera meira á Hannesi, eins og hann er góður gítarleikari. Hann var og með nokkur lög eftir sjálfan sig og var ber- sýnilegt, að þau féllu vel í kramið hjá áheyrendum. Bjarki söng nokkur lög eftir menn eins og John B. Sebastian, John Fogerty, George Harrison og fleiri, á kröftugan og skemmti- legan hátt. Hann var greinilega í mjög góðu stuði og sagðist „fíla sig“ mjög vel. Daginn áður en hljómleik- arnir voru haldnir, voru þeir félagar í Árbæ lengi dags við að reyna tóngæði staðarins, renna yfir prógrammið og fleira. Þá heyrðist Björgvin al- einn allt upp á veg, rétt. eins og maður væri með eyrað við munninn á honum. En þá var líka logn. Á hljómleikunum sjálfum var ekki beinlínis logn og allt hljóð fauk útí veður og vind. Því má segja að hljóðið hafi farið burtu með vindinum. En . hljómleikarnir náðu til- gangi sínum og hafa vonandi orðið öðrum hljómsveitum hvatning til að gera slíkt hið sama eða eitthvað í svipuðum dúr. Allavega er tími til kom- inn fyrir margar hljómsveitir að hrista af sér letidrungann og taka til óspilltra málanna við að vinna að einhverju á- kveðnu verkefni — öðru en því að æfa eitt og eitt lag í dansleikjaprógrammið, þó svo að það sé nauðsynlegt líka. Þeir félagar í Ævintýri eru í það minnsta ákveðnir í að láta ekki þar við sitja, heldur reyna aftur við fyrsta tækifæri. „Þetta var hægt fyrir tilstilli og hjálp góðra manna", sögðu þeir, „og okkur langar til að koma á framfæri þökkum til margra: Borgarráðs, sem veitti samþykki sitt fyrir hljómleika- haldinu; Hafliða Jónssyni, garðyrkjustjóra; Rannveigar Tryggvadóttur; öllum hljóm- sveitunum sem lánuðu okkur tæki; lögreglunni, sem reynd- ist okkur sérlega vel bæði fyr- ir og eftir hljómleikana og síð- ast en ekki sízt fólkinu sem kom“. ÝFIRNÁTTÖRLEG HEFND Framhald af bls. 13. sem einhver skemmtun hafði nýlega fram farið. Ég leit aftur á úrið mitt: Klukkan var að- eins eitt, og þó voru allir gest- irnir á brottu. Ég gekk inn, og lét hátt í stígvélum mínum á vaxbornum gólfborðunum. Á einum stólnum lá yfirhöfn af barni og brotið leikfang. Hér hafði verið barnaskemmtun. ’Ég horfði um stund á skugg- ann minn á gólfinu og skreyt- . inguna, sem öll var úr lagi færð og draugaleg í fölri skím- unni. Svo kom ég auga á stóra, opna slaghörpu í miðjum saln- um. Fingur mínir titruðu, er ég settist við hana, og tjáðu hug minn allan í veglegum lofsöng, sem virtist hafa töfraáhrif á kuldaskó skugganna og vagga þeim í munaðarblíða værð og seiða engla fram á tunglskins- flötinn á gólfinu. Áður en langt um leið, heyrðist líka þrusk úti fyrir, eins og unaðurinn væri að nema sér ný lönd. Eg tók undir gleðidrukkinn, og auður salurinn, varð eins og titrandi tónahaf við svellandi hljómsveitarspil. „Heyrið þér“! — „Hvern fjandann sjálfan — — „Hald- ið þér kannski, að þetta sé —■ — „Hvaða djöfuls--------“? Ég sneri mér við, og allt datt í dúnalogn. Sex hálfklæddir menn með úfið hár og kerti í höndum störðu reiðilega á mig. Ejnn þeirra hélt á stígvéla- klauf, sem hann handlék eins og kylfu. Annar, sá sem fremst- ur stóð, var með skammbyssu. Dyravörðurinn himdi skjálf- andi að baki þeim. „Mér er spurn“, sagði mað- urinn með skammbyssuna, „hvort þér eruð vitlaus, að raska svefnró manna með öðr- um eins gauragangi“? ..Á éa að trúa, að yður hafi mislíkað þetta“? svaraði ég hævorskleaa. „Mislíkað betta“! sagði hann og stanpaði niður fætinum í bræði sinni. „Þér hafið þó varla haldið, að við hefðum gaman að þessum fjanda"? „Varlega, farið varlega, hann er geggjaður. maðurinn", hvísl- aði sá með stígvélaklaufina. Ég fór að hlæja. Þeir héldu auðsæilega, að éé væri vitlaus, voru ókunnir háttum mínum og höfðu sennilega ekkert vit á hliómlist, og bess vegna var misskilnineur þeirra ekki ó- eðlileffur. þót.t hann væri næsta skoDlegur. Ég stóð upp. Þeir bokuðu sér saman. en dyra- vörðurinn tók til fótanna. ..Mér þ^kir betta leitt. góðir hálsar". saeði ée. „Ef þið hefð- uð legið kvrrir ' o» hlustað. hefðum við allir verið ánæeð- ari og betri eftir en áður. En 40 VIKAN 31. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.