Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 37

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 37
lagsns, leikur Richard Leech. Aðrir leikarar í „Gullræningj- unum" eru m.a.: George Cole, Katharine Blake, Joss Ackland, Roy Dotrice, Alfred Lynch, Jennifer Hilary, Ian Hendry, Patrick Allen, Ann Lynn, Wanda Ventham, Bernard Hepon, George Innes, Daphne Slater og Jeremy Child. ☆ LIFÐU LÍFINU Framhald af bls. 19. hygli félaga síns, sem var eng- inn annar en Michael, sam- starfsmaður minn og vinur. Hún lét líta svo út að hún beindi allri athygli sinni að honum og ég þóttizt vita að hún væri fyrirsæta, sem ætti góða framtíð á því sviði. Ég öfundaði Michael mjög mikið að hann skyldi geta notið nær- myndarinnar af fagurlöguðu nefi hennar, sem hrukkaðist svolítið, þegar hún hló. And- litsdrættirnir voru fullkomnir. Ég spurði sjálfan mig hvort Michael hefði tekið eftir þessu eða hvort hann hefði nokkurn áhuga á henni; sennilega ekki. Lífslöngun hans hafði slaknað mjög fljótt, líklega allt of fljótt eða þá of seint. Að minnsta kosti leit út fyrir að hann tæki starfið — og orrusturnar of al- varlega. Ég var alveg rólegur. Eftir leikinn tók Michal nokkrar góðar myndir af am- erísku stúlkunni. Hún stillti sér upp, mjög eðlilega, en samt var stríðnin og innileikinn gagnvart sigurvegaranum allt- of innileg, já, jafnvel yfirdrifr in. Ég hugsaði mér að eftir tíu ár, þegar hún er orðin þrítug, myndi hún skammast sín fyrir þessa mynd, á sama hátt og fullorðnir karlmenn verða miður sín, þegar verið er að sýna mynd af þeim nöktum á sauðargæru. En þrátt fyrir þetta, þá var stúlkan fyrsta flokks fyrirsæta og hnefaleika- maðurinn var aðeins baksvið, rétt eins og hann væri vél- menni. En þvílíkt lífsfjör, hvort sem það var henni eðlilegt eða ekki. Og hún var stórkostleg, á svo eðlilegan hátt eins og amerískum stúlkum er títt. (Ég tók eftir því í fjarlægð að hún hafði jafnvel eins marga fæð- ingarbletti og sjálf Elisabeth Taylor). É'g tók eftir því að í hvert sinn sem smellt var af ljósmyndavélinni, var hún allt- af búin að ná réttri stöðu, fög- ur og töfrandi. Það var ótrú- legt hve snöggt og mjúklega hún gat hreyft sig á þann hátt að það bezta kom alltaf fram. Hún var ómótstæðileg. Húnvar lifandi listaverk. En aðdáun mín var samt aðeins sem á- horfanda. Það gat verið að á- kafi hennar í að ná fullkomn- um árangri hafi haldið svolítið aftur af mér. Þegar ég nú hugsa um þetta kvöld, þá finnst mér það hafi verið hún sem stakk upp á því að við færum öll til að fá okk- ur kvöldverð, þótt mér sé raunar ljóst að þannig hefði það orðið, hver sem hefur stungið upp á því. Ég var samt ekki ánægður yfir því að fara svo fljótt yfir strikið aftur, eft- ir hugleiðingar mínar. Ég er viss um að ég gerði ekki neitt í því að gera það að veruleika að hafa nánari kynni við hana. En á yfirborðinu var hún fag- urt, ótamið dýr og mér lék forvitni á að vita hvað undir bjó. Ég var ekki beinlínis for- vitinn, en töfraður af útiliti hennar. Hvernig gat einföld, amerísk stúlka, farið að því að sýna slíka lífsorku? Svo töfr- andi og viðkvæm og þó var hún beinaber og eitthvað sveita legt yfir henni; en hún hafði allt það til að bera, sem jafn- vel frægar fyrirsætur voru ger sneiddar af. Og svo var það nokkuð annað. Eg hefi dregið upp mynd af henni, eins og ég ætti von á því að ekki væri annað en pappírsfylling í henni. Hvernig gat svona fög- ur kona verið annað en tóm brúða. En hvað svo sem var innan í henni var hún sérstæð kona, sérstæð fyrir hvaða þjóð- erni sem var og hvaða aldur sem var. Samtal okkar á veitingahús- inu var ósköp venjulegt. Ég komst strax að því að Michael var hundleiður á veitingastaðn um og á konunum líka. Mér var ljóst að hann hafði ekki minnsta áhuga fyrir stúlkunni, ,sem var með mér, en ég varð undrandi yfir því hve lítinn áhuga hann sýndi fyrirsætu sinni, sem hét Candice. En ljós- myndarar eru þannig, þeirhafa aðeins áhuga fyrir útlitinu og skilningi fyrirsætunnar á starfi sínu, þar sem innra með þeim býr, gera þeir sér aldrei far um að kynnast, enda er það ósköp lítilsvert í þeirra aug- um En stúlkan, sem með mér var, var tortryggin frá byrjun. Hún sá strax að ég veitti am- erísku stúlkunni mikla athygli. Mér þótti þetta leiðinlegt að sumu leyti, en tími hennar var að verða útrunninn, hvort sem v£<r, þetta var okkar síðasti fundur. Michael yfirlýsti að matseð- illinn væri sá sami og annars- staðar. (Hann valdi sjálfur staðinn). — Steik? spurði hann okkur með þreytusvip. — Er það ekki allt í lagi fyrir alla? Candice bað þjóninn um rifjasteik. — Það verður þá að vera handa tveimur, sagði hann. — Allt í lagi, látið mig bara hafa það. Ég horfði í jökulblá augun og sá óánægjusvipinn og ég sagði strax: — Það er ágætis hugmynd. — Þakka yður fyrir, sagði þjónninn, og ég varð hrifinn af háttvísi hans. — Viljið þér hafa kjötið lítið eða mikið steikt. Ég sagði honum að ég vildi alltaf lítið steikt kjöt og Cand- ice sagði það sama. Michael horfði undarlega á hana og sagði að sér fyndist þetta undarlegt, vegna þess að hún vildi alltaf hafa kjötið mauksoðið. — Hvað á þetta að þýða, vinur minn, sagði hún. — Það erum við sem ætlum að borða þetta kjöt, ekki þú. Þegar þarna var komið, vor- um við öll búin að ákveða hvað við ætluðum að borða. Það höfðu orðið svolitlar þrætur um forréttinn, sem þó var hægt að laga. Svo sagði ameríska stúlkan við mig: — Þekkjum við hvort ann- að? og það var ekki laust við daður í röddinni. É'g svaraði henni á þann hátt, sem ég bjóst við að hún ætlað- ist til. — Nei, en það hefðum við >gbrt, ef við hefðum tekið sam- an herbergi.... tjónninn var eitthvað furðu- legur á svipinn, svo ég fór að veita honum nánari athygli. Jú, þetta var dyravörðurinn. — Segið mér, sagði ég. — Voruð þér ekki í Bas Breau í Bar- bizon fyrir skömmu? — Jú, herra. — Skiptið þér oft um starf? — Ég hef þann hátt á til að sjá mig um, skoða heiminn, ef svo má segja. Svo gefur það lika meira í aðra hönd. Mér fannst sem þessi skrítni náungi væri ekki að segja sannleikann, en rétt í þessu þurfti Michael endilega að láta mig skrifa niður nýja síma- númerið hans; hann er stanz- laust að skipta um heimilis- fang, af því að hann segir vegna Í! - — Líttu nú á litlu Jcwkindin, þeir eru famir að œfa sig, áður en ég sái blómafrœinu! þess að annars hefur hann ekki frið fyrir fyrirsætunum Það varð úr að hann skrifaði núm- erið á pappírsblað og ameríska stúlkan greip það og bætti við sínu símanúmeri. ’É'g þakkaði henni fyrir. Gleymda fylgdar- konan var fýluleg en Candice ljómaði. — Má ég hringja til þín hvenær sem er? spurði ég Michael, vegna þess að hann verður stundum ergilegur, ef hringt er seint til hans. En það var Candice sem svaraði: — Auðvitað. Framhleypni Candice virtizt koma Michael í vont skap, sama ástand og Florence mín var komin í. Hann krafðist þess að fá sérstakan reikning fyrir sig, og það gerir hann sjaldan. Ég vildi ekki ybbast við hann, svo ég lét hann ráða og þau Candice yfirgáfu okk- ur. Florence hélt dauðahaldi um handlegg minn, þegar við geng um út. — Við hefðum aldrei átt að fara á þessa hnefaleika, sagði hún, svo sorgbitin, að það hefði snert mig illa, ef hún hefði á annað borð snert mig á nokk- urn hátt. Ég jánkaði því. Háttvísi kost- ar ekki svo mikið. — Þú hringií þá á morgun, er það ekki? — Auðvitað, elskan, sagði ég og lét símanúmer hennar hverfa úr huga mér á samri stundu. Ég fylgdi henni að dyrunum heima hjá henni, gekk úr skugga um að hún kæmist klakklaust inn, og án þess að líta aftur fyrir mig, nam ég staðar við næsta símaklefa. Það var ekkert hik á mér, þegar ég valdi símanúmer Candice. Ég hafði reyndar sagt Michael að ég yrði á vinnu- stofunni snemma næsta morgr un, en hvað-um það, ég er ekki svo værukær, þegar eitthvað spennandi er á ferðinni og eitt- hvað annað að gera en að sofa. Og Candice var eitthvað ann- 31. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.