Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 10

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 10
UGLA SAT r A KVISTI Framhaldssaga eftir Elsi Rydsjö 11. hluti Nú gat hún aðeins eitt: talaff viff Yngva. Sagt honum allt af létta. Sagt honum, að hún hefffi veriff heila nótt hjá fyrri manni sínum Þetta hefur gerzt: KRISTJÁN og ANNA skildu eftir tveggja ára hjónaband. Anna hefur gengið að eiga YNGVA og sætzt við KRIST- ÍNU, vinkonu sína, sem var eiginlega ástæðan fyrir skiln- aði þeirra Kristjáns. En þótt Yngvi elski hana og hún hafi það fjárliagslega gott og geti gert, hvað sem hún vill, leiðist Önnu í Steinbrú. Hún þráir að komast aftur til borg- arinnar og hitta vini sína — og finna aftur það, sem Krist- ján veitti henni, en Yngvi gat ekki. Kristín hringir til hennar og segir henni, að hún hafi tekið gamalt einbýlishús á leigu og ætli að lialda veizlu og Anna verður fegin boðinu. En Yngvi er þreyttur, enda hefur hann unnið hörðum höndum og hann fer ekki með henni. Kristján kemur óboðinn i veizluna og Anna fer heim með honum ... Nú átti hún þetta allt aftur. Hvirfilbylurinn gagntók hana á ný og eldurinn læsti sig um æðar hennar. Allt, sem hún hafði haldið að væri dautt og horfið leiftraði á ný, sterkara, heitara og heiftugra en nokkru sinni fyrr. Hún sá ekkert, sem umhverfis hana var, vissi ekki einu sinni, hvar hún var. Bara það eitt, að þau Kristján voru saman og sameinuð á ný. — Svo silkimjúkt, sagði hann og strauk yfir hörund hennar, yfir axlir hennar og brjóst, yf- ir strengdar mjaðmir hennar. ■—• Anna. . . . Anna, við erum þau einu, 3em kunnum að elska. Hún sagði ekki orð, en hún þrýsti sér að honum og fann líkama þeirra snertast. Það var ekki hann einn, sem naut þess að finna naktan líkama henn- ar snerta sinn. Hún þekkti hann líka. Ástríðan olli því, að hendur hennar voru svo djarf- ar og hún gældi við hann eins og hún hafði aldrei gælt við hann fyrr. Það var ekkert ann- að til í öllum heiminum, ekk- ert annað fólk, ekkert tillit, ekkert samvizkubit. Það var aðeins ástríðan, sem gagntók þau bæði. Hún stundi svo hátt, en hann heyrði ekki til hennar. Morgunsólin skein inn um gluggatjöldin og féll á gólfið og rúmið. Sólskinið var svo skært og yfirþyrmandi. Anna deplaði augunum og færði sig til, en sængin var ekki nægi- lega stór til að hún gæti breitt hana yfir höfuð sér og lakið var eitthvað svo krypplað -— en hvað allt var undarlegt. Hún hafði sett mjúkt lak á rúmið, hvar var hún — hún þreifaði umhverfis sig og opnaði svo augun alveg. — Ó. . . . Nú mundi hún allt. Hún kannaðist h'ka aftur við þessa miklu, velþekktu þreytu; þessa líkamlegu afslöppun, sem hún hafði ekki kynnzt svo ó- endanlega lengi. Þreyta full- nægingarinnar, ríkidæmisins, yfirflóðsins. Hún teygði úr sér í rúminu. Hún var hjá Krist- jáni og vissi allt, sem hafði komið fyrir. Hann svaf ennþá og sneri sér að veggnum með hendina yfir andlitinu eins og alltaf. Var- irnar voru hálfopnar, hann hraut þó ekki og Anna sneri sér á hina hliðina. Hún vildi fá að vera ein um stund, áður en þau vöknuðu bæði til þess, sem hafði gerzt og aldrei yrði hægt að breyta. Hún losaði um sinn hluta sængurinna- og breiddi hann yfir sig. Huldi sig í myrkrinu, í þreyttri fullnægingu. Faldi sig, unz bún sá allt í skýru ljósi. Þetta varð aldrei aftur tek- ið. Hún hafði svikið Yngva og verið honum ótrú. Hún hafði svikið allt, sem hún hafði heit- ið honum og fallið í faðmKrist- jáns um leið og hann bauð henni hann. Það hafði enginn efi ríkt í huga hennar og um ekkert annað verið að ræða. Hún hafði verið reiðubúin og eldurinn hafði fuðrað innra með henni. Ég gat ekkert að þessu gert! sagði Anna þrjózkulega við sjálfa sig. Það er ekki bara mér að kenna. Ég hef verið einmana svo lengi og Yngvi getur ekki — það er ekki eins að sameinast honum og Krist- jáni. Fólk ræður ekki sjálft yf- ir tilfinningum sínum og eng- inn getur stýrt ást sinni. Ég vildi vera með Kristjáni, ég þráði hann. Og ég verð að taka afleiðingunum! Hún fór viljandi að hugsa um nóttina, því að hún vildi minnast alls sem bezt. En nú minntist hún þess eins, hvern- ig Kristján hafði yfirgefið hana eftir, að þau náðu tindinum saman — farið frá henni, án þess að gæli við hana, orða- laust. Hann hafði snúið sér upp í horn eins og hann gerði núna og sofnað. Það var ekki það, sem hún hafði viljað muna, en hún minntist þess þó. Og svo minnt- ist hún þess einnig, hvernig hún hafði sofnað í faðmi Yngva með höfuðið svo örugglega við öxl hans og hún dró sængina upp fyrir böfuCið til að fela sig. Kristján bærði á sér við hlið hennar og sneri sér að henni. Hann þreif til hennar með höndinni, en hún svaraði ekki atlotum hans. Hún vildi fá að vera ein um stund. — Heyrðu, sagði hann syfju- lega. — Þetta var oir.s og í gamla daga, Anna. Hvers v’egna heldurðu? Hún gat ekki svarað — Okkur leið alltaí bezt saman. Ég held, að það eigi engar manneskjur jafnv- I sam- an og við. Komdu oftar til borg arinnar. Hún fann, hvernig al'ar til- finningar, allar ástríður hurfu henni. Anna lá grafkvrr, en hún hugsaði sitt. — Hvað ætlastu nú fyrir? spurði hún. Ég? í dag? Já, við verð- um að koma okkur á fætur. Við getum farið til Kristínar og aðgætt, hvort hún á eitt- hvað að borða og fengið okkur í glas. Þetta gekk annars ekki sem verst í gær. Hann hló við. Anna hló ekki. Hjarta hennar sló ört og hratt. Hún átti erfitt með að stynja orðunum upp. — Ætli Kristín vilji sjá mig aftur. Þér var ekki boðið í gær. — Eins og hún sé ekki vin- ur okkar? Við hefðum aldrei átt að skilja, Anna. En það skiptir auðvitað engu máli núna. Við getum alltaf hitzt. Nú ætla ég ekki að þegja 10 VIKAN 3I.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.