Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 39

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 39
að. Hún töfraði mig; — já, hún var töfrandi. Þegar hún svaraði, vissi ég að hún átti von á því. — Ó, ég er bara komin í rúmið, sagði hún, þegar ég stakk upp á því að við færum eitthvað ogfengj- um okkur eitthvað að drekka. En ég vissi að hún vissi líka, að það að fara á fætur var ó- sköp einfalt mál, þegar eitt- hvað spennandi er í vonum, hvort sem það er um morgun, miðjan dag eða nótt. Ég sagði henni að það væru óteljandi staðir í París, sem væru þess virði að sjá um þetta leyti Ég hugsaði með mér hvort henni fyndist þetta nokkuð frekju- legt. Ef henni hefur fundizt það, þá lét hún ekki á því bera. Hún sagði aðeins að ég hefði verið fljótur að finna heimilisfang hennar og ég minnti hana á að ég þekkti París nokkuð vel. Við fórum frá einum stað á annan. Hún hélt sínu fyrra út- liti og hlátrinum og grettun- um við nefið og ég var eins smeðjulegur og Charles Boyer og það var jafn gegnsætt hjá mér og honum. En ekkert skeði. Þetta var reglulega skemmti- leg nótt. Ekkert annað. Ég var reyndar mjög feg- inn, þegar ég kom heim til Cat- herine. Klukkan var þrjú og hún svaf eins og saklaust barn. Ég virti fyrir mér milda and- litið, svo rólegt, það var eins og engilsásjóna, englar eru saklausir, að minnsta kosti trúi ég því. Svo varð mér hugsað til Candice, hvernig skyldi hún líta út í svefni? Fram að þessu hafði. ég séð þrjú, já, líklega fjögur svipbrigði á henni; stríðni, kátínu, uppgjöf, já, jafnvel tómleika. Og skyndi- lega fylltist ég af svo miklu þakklæti til Catherine minnar, að ég gat varla afborið það. Ég vakti hana viljandi. Hún var nokkuð lengi að vakna, eins og barn, hamingjusamt barn. En ég þekkti mína konu, hún var að látast að öllum lík- indum. Hún er prýðileg leik- kona. Lengi vel hélt ég að hún vissi ekki um hliðarspor mín, en ég veit nú að ekkert fór fram hjá henni. Ég vissi að ef Catherine hefur á annað borð sofið þessa nótt, þá var það ekki hinn væri svefn, sem hún svaf venjulega við hlið mér. — Hvernig fór leikurinn, spurði hún brosandi eins og venjulega. Þetta hugrakka bros lýsti henni svo vel. — Ágætlega. Drottinn minn hve hér er kalt, er það ekki? — Er framorðið. Hún depl- aði augunum og náði í klukk- una, sem var á þeim stað, sem hún gat séð á hana. Hún lét hana á þann stað vísvitandi, að ég held. — Ég veit það ekki, laug ég. — Tvö — þrjú. Ó, Catherine, það er svo kalt! Ég var háttaður, kominn í náttföt, þegar þar var komið í samtali okkar og ég smeygði mér upp í rúmið til hennar. — Já, mér er líka kalt. — Fætur þínir eru eins og ís, sagði ég og hreiðraði um mig í þægilegri návist hennar. — Hversvegna kemurðu svona seint? spurði hún í nöld- urtón, eins og smástelpa. — Ó, það var Philip að kenna, þú þekkir Philip.... — Nei, ég þekki ekki Philip. — Auðvitað veiztu hver hann er, ég hefi svo oft talað um hann. Hann vildi endilega fá sér einhvern bita eftir kapp- leikinn og hann byrjaði á þess- um endalausu bröndurum sín- um. Hvað get ég sagt þér fleira? Hann er einfaldlega svona. En hvernig leið kvöldið hjá þér? — Það var allt í lagi. Ég fór í bíó. — Með Jaqueline? — Já. — Hvaða mynd sáuð þið? -— Hræðilega mynd. — Þú átt við að hún hafi ekki verið góð. — Alls ekki góð. En meðan ég man, Michael hringdi rétt áður en ég fór út. — Gerði hann það? spurði ég kæruleysislega. — Já, það var um ferð þína til Afríku, til að taka þessa mynd þú veizt? — Jæja? sagði ég og varð undrandi, því að hann hafði ekki minnzt á það allt kvöld- ið — Jæja, hann sagðist þá hitta þig á morgun á vinnu- stofunni. Svo varð þögn. Við vorum ennþá í faðmlögum, notalegum, faðmlögum sem sameína elskendur, hjón. Þá sagði hún: — Hvenær ferðu? — Ja, ég veit ekki, svaraði ég snöggt. — Líklega mjög fljót lega. — Og hve lengi verðurðu? — Átta — tíu — tólf daga, ég veit reyndar ekki hve lengi ég verð. Eg sagði henni sannleikann, en ég var undr- andi vfir þessu öllu. Michael var ekki vingjarnlegur þetta kvöld. Gat það verið ameríska stúlkan? Eða hvað var að hon- um? — Ekki lengur, sagði Cat- herine, — en jafnvel það finnst mér of langt, það er hræðilegt. — Hversvegna? — Ég vil hafa þig hér. — Hversvegna? — Vegna þess að bráðum áttu afmæli. — Ó drottinn minn, er það satt. Og ég verð tuttugu og sex. Ég var þakklátur fyrir þenn- an útúrdúr, vegna þess að sam- tal okkar var að verða nokkuð skuggalegt. — Þú verður að- eins tuttugu og fjögra, bjáninn þinn, tísti hún við eyra mitt og kyssti mig. Svo hvíslaði hún, með ljúfri rödd sinni: — Þú loíaðir að gera svolítið fyrir mig.... að þú myndir loksins gera svolítið skemmtilegt á fertugasta afmælisdaginn þinn, svolítið, sem ég þrái svo mjög — Hvað? sagði ég og fann hvernig sektartilfinningin beit mig. Hverju gsjt ég hafa lofað í afmælisgjöf Ihanda sjálfum mér? — Þú lofaðir að við færum í stutta ferð. —Stutta ferð? — Já, einmitt, ég er að segja þér það. — Hvaða ferð? — Ja, mig myndi langa. . .. ægilega mikið.... til að fara til Amsterdam. Mig langar ægi lega mikið til að fara til Am- sterdam. — Ó Amsterdam. — Það væri gaman að koma þangað aftur. Mér þætti gam- an að sjá aftur brúna okkar. — Brúna? — Já, brúna, Robert. -— Ó, já, brúna. Ég var svo heppinn að sofna á réttum tíma; ekki eins ró- lega eins og Catherine, og svo var það líka heppileg tilviljun að ég átti stefnumót við mann- inn sem skrifar fyrir mig hand- ritin að kvikmyndunum. Ég komst þangað, næstum því á réttum tíma og við horfð- um á fleiri metra af filmum, sem teknar voru í Þýzkalandi nasistanna á dögum Hitlers. Hún var reyndar tekin áður en ég var ákveðinn með lífsstarf mitt. Þetta er mjög undarlegt fyr- ir nútímafólk. Þessar myndir sýna baráttu þessa manns, sem virðizt svo eldgömul og fjarri nútímahugsjónum . . til að ná áhrifum skipaði hann fólkinu að tilbiðja sig, að reisa sér minnisvarða og þessi hreyfing hans var ekki eingöngu brjál- æðiskennd, grimmdarleg og ör- lagarík mannkyninu, heldur. — Ef þig langar til að heyra eitthvað spennandi, þá skaltu spyrja foreldra þína hvernig þú Varst til! líka svo lágkúruleg að það jaðraði við að vera hlægilegt. Filmubúturinn, sem ég ætlaði að nota sem baksvið fyrir kvikmynd mína um Kongo, sýndi eina af hinum frægu hóp- sýningum Hitlers, sem sýndu siðspillinguna í sinni verstu mynd. Þarna voru sýndar þús- undir Þjóðverja, berandi skraut leg flögg, gunnfána með alls- konar myndum, en allsstaðar var hakakrossinum komið fyr- ir einhversstaðar á fánafletin- um. Þessi fánaborg var farin eftir breiðum strætum Núrn- berg og fyrir aftan fylkinguna reið foringinn, eins og hann væri límdur við töfrateppi (reiðskjótinn var jeppi),meðút réttan handlegg og lýðurinn öskraði eins og brjálað fólk. Þetta var gerill ofbeldisins.... É'g stöðvaði kvikmyndina. Ég var búinn að finna atriðið, sem ég ætlaði að nota. Það var gott atriði og myndi ná tilgangi sín- um. En þetta hafði meiri áhrif á mig, en ég hefði trúað. Þegar ég var að skýra fyrir klipping- arstúlkunni hvar hún ætti að klippa, kom Michael inn í her- bergið. — Er allt í lagi að ég komi inn? — Já, já, sæll. Komdu bara inn. Við töluðum um þau verk sem lágu fyrir og ég sagði hon- um að ég væri ánægður með það sem hann hefði gert. Svo fórum við að tala um Afríku- ferðina og hann sagði að öllum undirbúningi væri lokið, það voru aðeins einhver óþægindi viðvíkjandi vegabréfaáritun til að fara eins langt og við hefð- um ákveðið. — Hve langt kom- umst við án áritunar? spurði ég- — Á pappírunum aðeins til Uganda. Þaðan getum við ekki komizt án áritunar, við verðum að vera eins og venjulegir ferðamenn eftir það... . Við grettum okkur hvor framan í annan. Það var svo sem ekki í fyrsta sinn, sem við urðum að dulbúa okkur til að 31./TBL. VIKAN 39-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.