Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 19

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 19
— ÞaS væri gaman aS koma aftur á brúna okkar í Amsterdam . . . um mér að hún var að safna hugrekki til að krefjast trún- aðarloforðs af mér. Jæja, þó nokkru áorkaði hún. Að nokkru leyti hafði ég ekki logið að henni. É'g var henni trúr á mína vísu. Og nú var ég bú- inn að heita því að verða henni ennþá trúrri, á hinn gamla hefð bundna hátt jafnvel þótt það væri nú af eigingirni sprottið. Hver var svo mismunurinn? Catherine myndi græða á því. Og hún myndi fá sín hljóðlátu kvöld fyrir framan arininn, eða að minnsta kosti fá þau oftar. Ég var ekki í neinum vafa um að það yrðu ósköp daufleg kvöld; sameiginleg hugðarefni okkar voru svolítið farin að þynnast, eins og oft vill verða eftir langt hjónaband. Ég gat ekki eygt varanlegt samband á því sviði, það var svo margt sem greip inn í hjá mér. Ég gat ekki skriftað fyrir henni, jafnvel þótt þetta stríð kynj- anna gerði mig stundum hrædd an; að ég var í rauninni dauð- hræddur um að sálarlegt stríð og svöðusár, gætu komið til greina. Hún gat heldur ekki opnað hug sinn um það sem við gátum ekki „talað um“, vegna þess að ég hafði brugð- izt henni, fest hana í vef, svo hún var varnarlaus, því að hún hefði ekki viljað viðurkenna að hún hefði látið mig gera það, af frjálsum vilja, hafði jafnvel stuðlað að því að ég gæti notað mér þennan tví- skinnung. Hvernig hafði þetta orðið svona, þessi hrúga af föllnu laufi, þar sem við sátum bæði og þorðum ekki að hrófla við einu laufi? Við gætum þá fall- ið í þá rotnun sem undir býr og guð má vita hver orsökin er, en hún er þar, nú og eilíf- lega. Hversvegna skyldi það vera að svo fá hjón geta hreins- að til í því, sem hægt er að kalla vor og haust í hjóna- bandinu? Það gæti verið gott að raka vel yfir þessa hrúgu, en þá væri grundvöllurinn ekki traustur. Það var slæmt að við höfðum ekki eignazt barn; líklega mér að kenna. Ég vildi hafa frelsi. Það var sannleiksást hennar, sem upp- lýsti mig alltaf um „hættu- legu dagana“, ég passaði það reyndar sjálfur, en hún hefði getað gefið mér rangar upp- lýsingar. Ég var reyndar ánægð ur með þessa sannleiksást henn ar, heiðarleikann og nú var það sú hlið í fari hennar sem ég elskaði heitast. En þessar ungu stúlkur gátu komið blóði mínu að suðumarki á þann hátt sem Catherine var ekki fær um að gera lengur. En ef ég á að segja satt, þá dugði það ekki nema í fjögur til fimm skipti. Upp á síðkastið var ég orðinn leiður á þessu. Já, það væri bezt fyrir mig að hætta þessum leik, meðan ég var enn þá viss um karlmennsku mína og fara heim til minnar tryggu konu. Þessar dapurlegu hugleiðing- ar og sú staðreynd að sú sem ég átti að hitta, var fremur leið inleg og fúllynd í þokkabót, gerðu það að ég var nærri hættur við alltsaman. Hún tók samt ekki eftir því og læsti klónum í handlegginn á mér, með áberandi eignar- rétti, sem stundum getur ork- að æsandi á mann. Ég kom rétt mátulega til að sjá þegar aðalkeppendurnir komu inn í hringinn: Heims- meistarinn Curtis Cook á móti Fransmanninum Francois Pav- illa. Ég horfði lengi vel á leikinn. Þá sá ég hana. ís- drottninguna, ljóshærðu feg- urðardísina. Hún brosti stríðn- islega til mín, þessu ljómandi, breiða brosi. Ég þóttizt vita að hún hafði haft augu á mér all- an tímann. Þetta hristi við mér, því að mér var ljóst að áhugi hennar á mér var langt frá því að vera venjulegur. Hún kom upp um sjálfa sig, þegar hún tók af sér gleraugun — mjög bersýnilegt að hún vildi láta mig vita að hún væri þarna og að ég skyldi muna eftir henni. Þetta snerti mig; amerískar konur eru mjög til- finninganæmar og rómantísk- ar og leggja mjög mikla á- herzlu á smámuni. Eftir þetta átti ég mjög bágt með að fylgjast með leiknum. Ég vissi að hún veitti mér eft- irtekt, en með háttvísi gerði hún það án þess að vekja at- Framháld á hls. 37. 31. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.