Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 45

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 45
MIÐA PREIMTUN HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SIMI 35320 í Sebastian's Cotton Club í Culver City. 1931—32: Fór með eigið „big band“ um Banda- ríkin frá því I marz 1931. Sneri sér síðan aftur að skemmtanavinnu áð- ur en hann sigldi til Evrópu og ferðaðist víða þar um. Fór aftur heim til New York f nóvemher 1932. 1933—34: Ferðaðist aftur um Bandaríkin með eigið „Big band“ og sncri sfðan aft- ur til Evrópu í ágúst 1933. Lék f Bretlandi, Skandinavíu, Hollandi, Belgiu, Ítalíu, Sviss og Frakklandi. 1935—36: Kom til New York í janúar 1935 og fór þaðan til Chicago. Neyddist til að taka sér hvíld vegna ígerðar í vör og tók til við ferðalag aftur ári síðar. Leysti hljómsveitina upp í október 1935 og kom til Luis Russ- ell‘s Orchestra. Joe Glaser tók við umboðsmennsku fyrir Louis. 1937—39: Lék i kvikmyndum, eiginn útvarps- þáttur og skemmtanir. Stöðug ferða- lög um Bandaríkin (með Luis Russ- ell) og Canada. Skildi við Lillian og giftist Alpha Smith árið 1938. 1940—46: Með eigin hljómsveit og kemur fram einn, stöku sinnum. Skildi vlð Alplia og giftist Locille Wilson árið 1942 — og var giftur henni til dauðadags. Leikur stórt hlutverk f myndinni „New Orleans“ árið 1946. 1947—50: Leysti upp hljómsveit sína um sum- arið ‘47. Stofnaði stuttu sfðar eig- inn sextett, sem síðar fékk nafnið „The All Stars“. Þeir fóru f hljóm- leikaferðalag til Frakklands f febrú- ar 1948 og heimsóttu Evrópu aftur haustið 1949. 1950—55: „The All Stars“ urðu sffellt vin- sælli. Mannabreytingar voru nokk- uð tíðar en stöðug ferðalög. 1956—60: Kom til Bretlands í fyrsta skipti síðan 1934. Síðan fóru „The All Stars“ til Afríku og í október 1957 fór hljómsveitin til Suður Ameríku. Louis stærsta númerið á Newport Jazz Festival bæði 1957 og 1958. 1961—67: Alltaf jafn mikil eftirspurn eftir Louis og félögum lians. Mikil ferða- lög, meðal annars til íslands árið 1964, þar sem Louis kom fram á 6 hljómleikum í Háskólabíói. Það sama ár voru vinsældir hans meiri en nokkurn tíma áður, þegar hann söng „Hello Dolly“! 1968—69: í efsta sætl vinsældallstanna með „Wonderful World“. „The All Stars“ ferðast enn og dvelja f nokkrar vik- ur í Bretlandi. 1970: Louis kemur mikið fram í sjónvarpi í Bandaríkjunum og er heiðursgest- ur í öllum helztu sjónvarpsþáttum þar. Kom fram á hljómleikum f Madison Square Garden og heiðraði Duke Ellington þar með orðu frá NAACP (Samband fyrir framfarir blökkumanna). Hljómleikar til heið- urs Louis á 70 ára afmælinu í New- port, Kalifomfu og f London. Stofn- aður sjóður sem á að byggja styttu af honum og á 70 ára afmælinu kom út ný LP-plata með honum. 1971: Vciktist hastarlega í febrúar. Náði sér og sagðist byrja aftur á 71. af- mælisdeginum. Lék dúett með Gabríel erkiengli við gullna hliðið 7. júlí sl. Blessuð sé minning mik- ils manns. UGLA SAT A KVISTI Frarrihald, af bls. 11. ján gat séð um sig." Hún sett- ist inn í baksætið, kreppti hnef ana og sagði bílstjóranum, hvert ætti að aka. Svo það var þess vegna, sem Kristján hafði hlaupið á eftir henni! Það var þetta, sem hann var að hugsa um — plastlakkið, sem hann hafði fundið upp og skrifað Yngva um, svo að hún hafði hitt hann. Já, plastlakkið hans Kristjáns hafði leitt þau sam- an! Hlæðu, Anna, sagði hún tryll ingslega við sjálfa sig. Sérðu ekki, hvað þetta er hroðalega, voðalega, viðbjóðslega hlægi- legt? Sérðu ekki, hvað þið Kristján eruð bæði ómerkileg og fáránlegar bleyður? Nei, ekki gráta, þú getur grátið seinna. Hlæðu í þess stað, því að þetta er ekki annars virði. Hlæðu fyrirlitningarhlátri. En hún gat ekki hlegið og þorði ekki að gráta. Hún sat þráðbein og bærði ekki á sér, meðan bifreiðin ók heim til Kristínar. Þetta var hvort eð er eins og það hafði alltaf ver- ið. Kristján hafði blekkt hana einu sinni enn og ekkert myndi nokkru sinni breytast. Áður fyrr hafði hún farið 1 leigubíl til að tala við Kristínu og það gerði hún líka núna. Kristín opnaði fyrir henni klædd í svartar síðbuxur og með stóra svuntu. Hún var þreytuleg að sjá. — Komdu inn, sagði hún. — En hvað þú ert föl! Fáðu þér koníak. Það er víst eitthvað eftir. Hún var búin að laga til í stofunni, en í eldhúsinu biðu diskarnir og hnífapörin. Kristín sótti glös og leit ekki á önnu. Hún settist á eldhúsbekkinn og lagði tómt koníaksglasið frá sér. Áfengið sveið niður í maga. Henni leið heldur betur. —' Hvar er Stefán? spurði hún. — Hann er á leikskóla fyrir hádegið. —Get ég hjálpað þér? -Eg er að verða búin. Hún var búin að þvo upp öll glösin og var fljót að þerra þau. Kristín þerraði þau þó ónauðsynlega lengi, aftur og aftur, unz þau voru gljáandi. Það var engu líkara, en hún vildi ekkert segja og Anna skildi hana. Hún skildi allt í einu alltof mikið. — Eg veit ekki, hvernig ég á að hefja söguna, sagði hún and- varpandi. — Sg missti bara stjórn á mér. — Ég sá það, sagði Kristín. Hún var þurr á manninn og Önnu sveið það. — Þú reyndir að útskýra þetta einu sinni fyrir mér, sagði hún æst. — Þú reyndir meira að segja að skýra fyrir mér, hvers vegna þú hefðir sængað með Kristjáni. — Sg gerði það, svaraði Kristín. — Það var heldur ekki falleg saga, nema síður sé. Ég skammaðist mín fyrir neðan allar hellur. En það er alltaf gott, þegar maður hefur skil- ið, hvers vegna það var gert. Þá er þó eitthvað eftir. — Rvað er það? Anna beið. — Vináttan, sagði Kristín stuttaralega. Hún setti glösin í skápinn. — Vináttan skiptir meginmáli, skal ég segja þér. Það er ekki hægt að eiga alla kökuna og borða hana um leið. Vinátta og tryggð skipta meg- inmáli. — Tryggð? sagði Anna. Hún velti orðinu fyrir sér. Það var eitthvað svo framandi. Ástríð- ur, þrá, löngun — og svo kom andstæðan: tryggð og vinátta. Kristín þagði. Anna sat og hugsaði. Hvernig var þetta eig- inlega? Hlaut tryggð ekki að vera samslungin ást? — Tryggð gegn öðrum eins og vinum sínum t.d., sagði Kristín loks. — Ég veit, að þú verður reið og þér finnst, að ég sé síðasta manneskjan, sem ætti að segja slíkt við þig. En ég ætla samt að segja það, þó að þar með sé úti um vináttu okkar: Þú hefur komið reglu- lega illa fram gagnvart mann- inum þínum! —- Þú veizt ekkert um okk- ur. — Nei, en giftistú honum ekki? Varstu bara að gera það 31.TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.