Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 9
Nokkur ártöl úr ævi Louis Armstrong 1900: Fæddist í Jane Alley, New Orleans í Louisiana. 1910—14: Söng tenór í kvartett drengja í ná- grenninu. Handtekinn eftir að hafa hleypt af skammbyssu á götu úti. Var í rúmt ár á heimili fyrir vand- ræðadrengi. Fékk tilsögn í hljóð- færaleik hjá Peter Davis og Joseph Jones. 1915—17: Vann ýmsa vinnu: Var mjólkur- drengur, sorphreinsari, hafnarverka- maður og fleira. Spilaði alltaf við og við í og í kringum New Oreleans með Sam Dutrey's Band, Allen's Brass Band og fleirum. Var fast- ráðinn í klúbb Henry Matranga. 1918: Leysti kennara sinn, King Oliver, af hólmi í hljómsveit Kid Ory. Byrjaði að leika með Fate Marable um borð í skemmtiferðabátum á Mississippi. Giftist og skildi við Daisy Parker — hávaðasamt hjónaband. 1919—22: Fór frá New Orleans í maí 1919 til að spila með Fate Marable um borð í bátum sem sigldu frá St. Louis. Var stöðugt með Fate þar til í sept- ember árið 1921. Þá fór hann aftur til New Orleans og lék með Zutty Singleton og í skrúðgöngum með Allen's Brass Band, The Silver Leaf Band og Papa Celestin. Fastráðinn í Tom Andersen's Club. Fór frá NO sumarið 1922 til að spila með King 01iver‘s Creole Jazz Band í Chicago. 1923—24: Lék inn á sína fyrstu plötu (sem ineSlimur í hljómsveit Olivers) í marz 1923 og giftist píanóleikaran- um Lillian Hardin i fehrúar 1924. Spilaði um stund með trommuleik- aranum og söngvaranum Ollie Pow- ers áður en hann gekk í lið með Fletcher Henderson í New York. 1925—26: Upptökur með Clarcnce Williams og Bessie Smith í New York. Hætti hjá Fletcher í nóvemher 1925 og byrjaði að spila inn á plötur undir eigin nafni í Chicago. Lék um tíma í Lil Armstrong's Dreamland Syn- copators og siðan stöðugt með tveimur hljómsveitum i Chicago — Carroll Dickerson's Orchestra Sunset Café og Erksine Xate‘s Orchestra í Vcndome Thcatre. — Kynntist Joe Glaser i Sunsct Café. 1927—28: Var hljómsveitarstjóri í eigin hljóm sveitum (sem spiluðu eingöngu inn á plötur), The Hot Five og The Hot Seven. Var einnig með eigin „Stom- pers“ í Sunsct Café undir stjórn Earl Hines. Stöðug vinna með Erk- sine Tate og Clarence Jones. Gekk aftur í lið með Carroll Dickerson marz 1928. Framhald. á bls. 44. í þessu húsi lék Louis Arm- strong fyrst opinberlega, heima í New Orleans. Þá var hann aðeins 15 ára gamall. Gömul mynd af „Joe King Oliver & His Creole Jazz Band". Louis er aftast fyrir miðju. Á jazzhátiðinni í Newport árið 1957 var Louis nefndur „Konungur jazzins". Þessi mynd er þaðan. Þessi mynd var tekin af Louis 17 ára gömlum og er hann hér með móður sinni, Mary Ann og systur, Beatrice. 31. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.