Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 27
Hafnarfjarðar- og Dalvíkurfjöl- skyldan: Friðrika Jónsdóttir og FriSrika Þórunn frá Dalvík; Þórunn Elías- dóttir, Yngvi Rafn yngri og Yngvi Rafn Baldvinsson, húsbónd- inn. Gott dæmi um friðsæld or- lofsheirnilahverfis BSRB í Munaðarnesi er, að maður veit eiginlega ekkert hvar maður er staddur fyrr en allt í kring eru sumarbústaðir, hálfhuldir kjarri, snyrtilegar grasflatir og einstaka maður á stangli. Hið eina sem gefur til kynna, að maður sé ekki staddur í ein- hverri áður óþekktri paradís, eru blikkbeljurnar, sem dygg- ar bíða húsbænda sinna. Við komum í Munaðarnes skömmu eftir hádegi og höfð- um lent í töluvérðum erfið- leikum að finna staðinn, þrátt fyrir ýmsar góðar ráðlegging- ar hér og þar og aragrúa af fullkombum landa- og vega- bréfum. Frá hverfinu sézt yfir í Varmahlíð og víðar um einn fegursta fjörð landsins. En það er sama hvar maður er, hvergi sér í Munaðarnes fyrr en, eins og áður segir, maður er kom- inn þangað. Okkur hafði verið bent á að fara fyrst í stóra veitingaskál- ann á miðju svæðinu og tala þar við umsjónarmanninn, Þórð Kristjánsson bónda á Hreða- vatni. Hann bauð okkur í mat, sem við þáðum með þökkum eftir gráan og blautan Kalda- dal, og á meðan við nutum matarins, sagði Þórður okkur eitt og annað um staðinn; — Þetta hefur gengið mjög vel hér síðan við opnuðum i byrjun júní, sagði Þórður. — Enginn hefur kvartað yfir neinu og allir virðast ánægðir, enda er hér allt til alls. Fólk er hér viku í senn og þarf ekki að koma með annað með sér en tannburstann sinn. í bú- stöðunum er allt sem á þarf nð halda, sængurföt, ísskápur, öll mataráhöld og yfirleitt allt s°m nöfnum tiáir að nefna og fólk hefur þörf fyrir í sum- arfríum. Hér á staðnum er matvöruverzlun, sem er opin í tvo tíma á dag, og eins geta gestir borðað hér í veitingahús- inu ef þeir vilja. Hér er allt á kostnaðarverði. Y’mis aðildarfélög BSRB eiga þarna bústaði og félög alls stað- ar að af landinu. Það er þvi margvíslegur og fjölbreyttur hópur sem nú er í Munaðar- nesL Við spurðum, hvort sam-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.