Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 25
eldhús vikunnar Fylltir tómatar eru alltaf skrautlegir oggeta verið sem for- réttir, heitt grænmeti með öðrum réttum og smáréttur, ' jafnvel einn sér. OSTBAKAÐIR TÖMATAR I hvern tómat er sett spínat, sem suðan hefur verið látin koma upp á, ca. 2 msk. í hvern, smiörbiti og 1 msk. af rifnum osti. Þar á ofan er sett hrá eggjarauða sem þakin er með rifnum osti. Tómatarnir eru síð- an bakaðir í 5—10 mínútur við 250°. TÖMATAR MEÐ EGGI Holið út frekar fasta tómata. Stráið að innan með salti og pipar. Brjótið hrátt egg ofan í. Það kemst nú að öllum líkind- um ekki heilt egg í hvern, en það bezta er nú rauðan. Setjið í smurt eldfast fat og bakið í ofni við 225° eða þar til eggið er stífnað, en alls ekki lengur. Ristað brauð borið með. Einnig getið þér prófað þetta brauð: Skerið franskbrauð í sneiðar, en ekki alveg niður, þannig að það hangi saman á skorpunni. Smyrj- ið blöndu af hvítlaukssalti og smjöri inn á milli hverrar sneið- ar, og látið brauðið standa ! ofn- inum, þar til það er stökkt. TÖMATAR MEÐ SARDÍNUFYLLINGU Fíntsaxið 3 harðsoðin egg og 6—8 sardínur og blandið með 4 msk. af fíntsöxuðum lauk og mikilli steinselju. Blandið þessu saman við mayonesse eða þeytt- an rjóma eða hvorttveggja. — Bragðið til með sinnepi og olíu af sardínunum. TÖMATAR MEÐSÍLD Holið út tómatana og setjið síld- arbita á botninn. T.d. kryddsíld. Þeytið rjóma og blandið með súrmjólk. Bragðið til með klippt- um graslauk. Skreytið síðan með kryddsíldarbitum og berið tóm- atana fram á salatblöðum. LAUGARDAGS- RÉTTUR Takið tómata, 6 stóra eða 12 minni. Holið þá út. Þerrið að innan með eldhúspappír. Utbú- ið síðan salat úr: 1 dl. af fínt- rifnu selleríi, 1 stórt epli skorið í teninga. 100 gr. agúrka, dá- lítið af sýrðri agúrku, kjötaf- gangur, s.s. kjúklingur, hæna skinka, eða eitthvað annað gott kjöt. Skerið í teninga. Blandið saman með 100 gr. af mayon- esse sem blandað er með V2—1 dl. af stífþeyttum rjóma og bragðað til með sítrónu og sinn- epi eða Italian Seasoning. Sker- ið salatblöð í fína strimla og setjið tómatana á það þegar bor- ið er fram. UR ENSKU ELUHÚSI WELSH RAREBIT Þennan rétt tekur u.þ.b. 10—15 mínútur að útbúa og er borinn fram með öli, tei eða rauðvíni. 4 sneiðar ristað brauð 200 gr. rifinn ostur, (sterkur) salt, pipar sinnep, worchestersósa 1/2 dl. öl. Osturinn er hitaður í ölinu í þykkbotna potti, við vægan hita. Kryddið þegar osturinn er al- veg orðinn bráðinn. Ostamass- anum skipt á brauðsneiðarnar og bakað í ofni við 250—275° í nokkrar mínútur, þar til ost- urinn fer að fá lit, en hann á ekki að brúnast. Berið fram strax og rétturinn hefur verið tekinn úr ofninum. 31. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.