Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 6
Louis Armstrong varvan- ur að segja, að þegar hann kæmi til himna- ríkis, myndi hannleika dúett með erkienglinum Gabríel. Og það er víst að sjálfur Gabríel hlýtur að hafa öfundað Louis af krystaltærum hljóminum úr gulltrompettinu. Kringl- ótta andlitið var velkomið livar og hvenær sem var í heiminum og sjálfsagt var Louis Armstrong frægari en nokkur annar maður af hans kynþætti. Hann var tónlistarsnillingur semvarð jafnvel ennþá frægari sem söngvari. Meira að segja sú staðreynd að rödd lians var áþekk gömlu, ryðguðu kerruhjóli á leið upp brekku breytti engu. Þjóðsagnaper- sónur þurfa ekki gullradd- ir. Skyndilegur dauði Louis Armstrong, tveimur dögum eftir 71. afmælisdag hans, kom óvænt og vakti hvar- vetna mikla hryggð. í marz var hann svo veikur, að enginn bjóst við að sjáhann aftur á lífi, en Louis spjar- aði sig og skömmu fyrir dauða sinn hélt hann blaða- mannafund og tilkynnti þar DÚETT MED GABRÍEL Mesti jazzleikari í heimi, Louis Arm&trong, lézt hinn 7. júlí, sl. Með honum er genginn mikill persónuleiki og heilt tónlistarsvið. ÁriS 1960 fór Louis Arm- strong meS „The All Stars" til Kongo og lék þar fyrir 100.000 manns, á vegum utanrík- isráSuneytis Banda- ríkjanna. að hann ætlaði að fara að byrja aftur af miklum krafti. Dauðdagi lians, sem var hjartaáfall, — endaði feril sem náði yfir öll stig jazzins. Louis byrjaði að leika jazz þegar sú tónlist- artegund var mjög ung og varð fyrsta jazzstjarnan í heiminum. Ifver sá hljóð- færaleikari sem nokkru sinni lék með honum, varð nær samstundis frægur. Þegar jazzinn var aðfæð- ast, var engin tónlist til sem hægl var að kalla banda- ríska. Að visu voru til ball- öður, þjóðlög og fleira sem hægt var að kalla amerískt, en höfundarnir voru allir af evrópsku bergi brotnir. En i New Orleans var í deiglunni undarlegt sam- bland af afrískri, spænskri, franskri og þýzkri tónlist, sem síðar varð jazz. Tón- list blökkumannanna frá Afriku hafði orðið fyrir á- hrifum af kirkjutónlist og ]tannig var hún sungin á bómullarekrunum, til að gera lif þrælsins bærilegt. Og um aldamótin 1900, i skipaskurðum og hóruliús- um New Orleans, varð þessi tónlist að jazz. 6 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.