Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 28

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 28
skipti milli fólksins væru mik- il. Þórður kvað það ekki vera. — Þetta eru mestmegnis stór- ar fjölskyldur, sem koma hing- að til að hafa það rólegt og gott. Við viljum ekki þröngva neinu samstarfi eða samskipt- um upp á fólkið; vilji það taka sig saman um eitthvað gerir það svo upp á eigin spítur, en hér er ekkert rennerí. Við höfum þó haft kalt borð hér í veitingahúsinu á fimmtu- dagskvöldum og þá hefur oft verið fjölmenni, sem hefur leitt af sér kunningsskap, en fyrst og fremst er hér kyrrlátt og rólegt. Um það bil helmingur hús- anna í Munaðarnesi var byggð- ur á staðnum, en hinn helm- ingurinn fluttur úr Straums- vík, þar sem þýzkir starfsmenn höfðu notað þau til íveru. í 10 bústöðum er svefnpláss fyr- ir 8 manns og í hinum þrettán fyrir 6. Allt gengur fyrir raf- magni, upphitun og eldunar- tæki. Víða um svæðið voru verkamenn að vinna að frá- gangi lóða og leikjasvæða, en fyrirhugað er að koma upp knattleiksvöllum, rólum og fleiri leiktækjum fyrir yngri borgarana, sem gista Munaðar- nes á sumrin. Einnig er ætlunin að reyna að nýta bústaðina eitthvað á vetrum, bæði til leigu eins og nú er gert og eins til ráðstefnu- halds. í því sambandi liggur fyrir áætlun um einn skála í viðbót, stóran' með fundarsöl- um og þess háttar, og á hann að notast undir ráðstefnur í framtíðinni. Nú sem stendur er veitingaskálinn notaður til slíks, þegar þörf krefur, en það er bráðabirgðaráðstöfun. Ekki mun þó fyrirhugað að byggja fleiri sumarbústaði en nú eru á svæðinu. Eftir að hafa gengið um svæðið dágóða stund, skoðað það og notið útsýnisins, sem er dýrlegt, bönkuðum við upp á Sturla Halldórsson frá ísafirði og Guðmundur E. Guðmundsson frá Siglufirði ásamt fjölskyldum sínum. húsi númer 20, en það er í eign Félags opinberra starfsmanna á Isafirði. Þar hittum við fyrir Sturlu Halldórsson, formann félagsins, konu hans, Rebekku Stígsdóttur, systur Sturlu, Lilju og mann hennar, Guð- mund E. Guðmundsson, þau síðartöldu frá Siglufirði og gestir húsráðenda þá vikuna. Auk þeirra voru þar þrjú börn og einn ungur maður, elzti sonur Sturlu, nýkominn frá Noregi, þar sem hann stund- aði nám í skiptatæknifræði. — — Hann kom hingað beint af flugvellinum, sagði Sturla, - og er mjög feginn að hafa fengið tækifæri til að hvíla sig örlítið eftir strangt nám, áður en tekist er á við framtíðina. — Annars erum við einstak- lega heppin, hélt Sturla áfram, — við erum að halda heim síð- ar í dag og höfum verið hér í tvær vikur. Okkur bauðst að vera hér lengur en upphaflega var ætlað, svo að við buðum þeim hjónum með okkur, enda á starfsmannafélagið á Siglu- firði ekki hús hér; þeir treystu sér ekki í það. Þetta hefur kostað félögin frá 350 upp í 400 þúsund, eftir stærð hús- anna, og það eru náttúrulega ekki öll félög, sem gátu lagt út í svo mikla fjárfestingu. Síðan leggjum við fram — á þessu ári — 35.000 krónur til viðhalds og reksturs á húsinu, og það er náttúrlega alls ekki mikið. — Hvernig hefur ykkur svo líkað dvölin? Húsfreyjan, Lilja, varð fyrir svörum: — Þetta er alveg dá- samlegur staður. Hér eru hátt á annað hundrað manns, en mað- ur verður aldrei var við neitt ónæði. Hér er allt í ró og spekt. Það er nú það sem fólk er að sækjast eftir hér, bætti bóndi hennar við. — Það vill breytt umhverfi og fá að vera eitt og sér. Nú, við höfum svo sem notað tímann hér til að ferðast og skoða okkur um, bætti hann svo við. — Við er- um búin að fara breint um all- an Borgarfjörðinn, og við höf- 28 VIKAN 31. TBL. Þessi mynd sýnir skálana hinum megin frá — miða'ð við lit- myndina í opnunni hér að framan. Þessi mynd sýnir vel skála BSRB í Munaðarnesi. um líka rennt í hana Norðurá. BSRB-meðlimir sem eru hér hafa forgangsrétt í ána. Við fórum um daginn og fengum þá þrjá og svo aftur á sunnu- daginn og þá fengum við níu. Þetta eru 4—6 punda laxar, rétt eins og gerist og gengur hér í Norðurá, en þó var einn hér um daginn, sem fékkfalleg- an 12 punda lax. En samskipti við aðra gesti? — Það er lítið um þau. Þó kemur náttúrlega fyrir, að fólk býður i kaffi og spil á milli bústaða, og eitt kvöldið voru hér hvorki meira né minna en rúmlega 70 manns, svo að þið sjáið að það var þröngt á þingi. En náin sam- Sturla Halldórsson, formaður Félags opinberra starfsmanna á ísafirði. með ódýrari sumarfríum sem fólk fær og eitt það bezta sem við höfum nokkurn tíma farið í. Rigningarsúldin var að hverfa upp Borgarfjörðinn og inn á Kaldadal — þar sem okkur fannst að vísu nóg af slíku um morguninn — og sólin brauzt fram. Fuglarnir sungu og gróð- urinn ilmaði.. . . — .... enda rigndi hér í gær og í morgun, sagði Yngvi Rafn Baldvinsson, húsbóndinn í sumarbústað númer 8 — eign félags framhaldsskólakennara, þegar við vorum búnir aðkoma okkur þægilega fyrir þar yfir kaffi og meðlæti. — En í gærkveldi var veðr- ið aftur á móti dásamlegt, bætti kona hans, Þórunn Elíasdóttir, við. — Það var blankalogn og hlýtt og fólk var á gangi hér um allt svæðið — hönd í hönd. Það er heldur ekki hægt að segja annað en að kjarrið hér sé rómantískt, þegar svoleiðis er. Þau Yngvi, sem er kennari við Flensborg í Hafnarfirði, og kona hans voru að byrja að hugsa til heimferðar. Þau voru búin að vera í viku ásamt móð- ur Þórunnar, Friðriku Jóns- dóttur frá Dalvík, systurdóttur Þórunnar, Friðriku Þórunni og yngsta barni þeirra hjóna, Yngva Rafni. — Þið sjáið að nafnafátækt er hér mikil, bætti Þórunn við og brosti. Þau sýndu okkur bústaðinn og síðan þáðum við meira kaffi og vindla. Sjálfsagt mætti segja að bústaðir væru breytilegir, því að við vorum fyrstu gest- irnir sem þau fengu alla vik- una, miðað við þá 70 sem fs- firðingarnir höfðu haft. En Hafnfirðingarnir voru álíka hrifnir af dvölinni og aðbún- Framháld á bls. 40. skipti er ekki um að ræða, nema auðvitað hjá krökkunum sem kynnast strax. — Þið ætlið ykkur sem sagt að koma aftur? Tja, ef það er möguleiki, þá náttúrlega gerurn við það, en fast er sótt og við erum sjálfsagt búin með okkar skammt næstu árin. Þá er líka annað sem gerir þennan stað eftirsóknarverðan, og það er hversu ódýrt er að vera hér. Fyrir vikuna borgum við 2500 krónur og í því er allt inni- falið, nema matur, sem fæst hér á kostnaðarverði. Þetta er Það er stöðugur straumur gesta í stóra veitingaskálann, þar sem Þórður bóndi á Hreðavatni hefur bækistöðvar sínar. 31. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.