Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 35

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 35
Pílu rúllugardínur framleiðum við eftir máli. Þér getið valið um mismunandi mynstruð og einlit efni. Við send- um yður efnisprufur og verðlista ef þér óskið. ------------------KLIPPIÐ HÉR------------------------ Vinsamlegast sendir efnisprufur og verðlista yfir Pílu rúllugardínur. Nafn ............................................ Heimilisfang KLIPPIÐ HÉR Olaíup K. Siourðsson s Co. Suðurlandsbraut 6, — 3H P.O. Box 5001 — Sími 83215. vagna og tíu hús, sem þeir byggðu sjálfir og leigðu hvít- um fjölskyldum í Churchill. Á mælikvarða Eskimóa eru þeir allir milljónamæringar. Tólf ára gamall fór Batiste í skóla og varð brátt fullnuma í enskunni. í fjögur ár leigðu „the Mountaies" hann til að skrópa úr skólanum og vera túlkur þeirra á árlegum eftir- litsferðum þeirra til hinna af- skekktu Eskimóaþorpa á meg- inlandinu. Þess á milli var hann í skólanum, en hugur hans stóð meira til veiða og að stjórna flutningabílum fjölskyldunnar. Að skólavist lokinni reyndi hann fyrir sér í fjölmörgum ólíkum atvinnugreinum. En í febrúar árið 1958 fór hann til Camp Leduc í Alberta á nám- skeið í meðferð díselvéla og þungaflutningum. Eftir það ók hann flutningabílum milli Ed- mondton og Yellowknife. Sumir vilja halda því fram, að Eskimóar séu óþrifnir, ó- hagsýnir, grimmir eða heimsk- ir. Þeir sem umburðarlyndari eru, en mundi samt ekki koma til hugar að taka Eskimóa inn á heimili sitt kalla þá oft „dá- samlegasta fólk í heimi, alltaf ánægt, hlæjandi og brosandi“. Jafnvel trúboðar, sem lifað hafa á meðal þeirra í aldarfjórðung, eru enn að tala um „Eskimóa- skapgerð“, hvað sem það á nú að tákna. Ég fyrir mitt leyti held, að hún sé alls ekki til. Sannleikurinn er sá, að til eru þær Eskimóakonur, sem eru subbulegar í húsverkum eða skeytingarlausar mæður. En miklu oftar vinna þær aðdáun- arvert starf við að halda fjöl- skyldu sinni hreinni og búa vel að henni í yfirfullum hreysum án rennandi vatns. í rauninni eru Eskimóar að engu leyti frá- brugðnir þér og mér. Hvað óviðkomandi fólk kynni að hugsa um trúlofun okkar skeyttum við Batiste ekki hæt- ishót um. Foreldrar mínir gerðu ítrekaðar tilraunir til að tala um fyrir mér. Móðir Batiste reyndi líka að telja úr mér kjarkinn og segja mér, að Eski- móalífið yrði of erfitt fyrir mig. Þetta reyndi mikið á þolrifin í okkur, en við lifðum það af. Nú heimsækir móðir mín okk- ur á hverju sumri og státar að þessari dóttur sinni, sem „hef- ur gerzt landnemi“ eins og hún orðar það. Við vorum gefin saman í ka- þólskri kapellu í Churchill. Ég var í tveggja ára gömlum blá- köflóttum ullarkjól. Batiste var í gráu flónelsfötunum sínum. Þar sem giftingarhringir feng- ust ekki í Churchill, notuðum við gyllt band með demants- flísum, sem móðir mín hafði einu sinni gefið mér. Brúð- kaupsveizlan, sem haldin var í samkomusal Eskimóanna, var fjörug, og sátu hana 50 manns. Daginn eftir fórum við flug- leiðis til Montreal til þess að vera hjá foreldrum mínum yfir helgina. Að þessum stutta hveitibrauðsdagsþeytingi lokn- um, settumst við að í Kingston í Ontario, þar sem Batiste átti að fræða Eskimóa um díselvél- ar. Þar keyptum við giftingar- hringina og settumst að í fyrstu íbúðinni okkar og hófum bú- skap okkar. En við þráðum bæði að kom- ast á Norðurslóðir. Við tókum boði frá stjórninni um atvinnu í Rankinflóa, þar sem við áttum að vinna saman að viðreisnar- starfi, — að hjálpa Eskimóum, sem voru illa á sig komnir af sulti eða veikindum til að verða siálfbjarga á nýjan leik. Ég átti að vera bæði félagsmálastarfs- maður, atvinnuráðgj afi og eins konar fátækrafulltrúi. Batiste varð aðstoðarmaður héraðs- stjórans. Þetta starf á ágætlega við hann. Þegar sleðamaður slítur streng í símalínu borgarinnar, leitar hann upp bilunina og tengir hana saman. Þegar dísil- rafallinn brennur yfir að næt- urlagi, gerir hann við hann. Þegar námuverkstjórinn þarf að skamma lélega starfsmenn, kallar hann á Batiste til að túlka. Þegar pöntun berst frá Ottawa á heimskautableikju á veizluborð forsætisráðherrans, tekur Batiste vélsleðann til þess að fara og leggja netin. Ég hélt starfi mínu um tíma, en það varð heilsu minni of- viða, svo að ég sagði því lausu — til mikils léttis fyrir Batiste. Nú fæst ég lítilsháttar við að kenna Eskimóavinkonum mín- um að baka, og stundum svo- lítið við túlkun, en mér finnst ég geta orðið mest til hjálpar með góðu fordæmi. Kistillinn minn, sem er fullur af athuga- greinum undir magisterpróf mitt, rykfellur í gestaherberg- inu, enda hafði það nú aldrei vakað fyrir mér að gera mann- fræðina að atvinnugrein minni. Að vera góð eiginkona og móð- ir er fullkomið ævistarf, og það er hið eina, sem Batiste kærir sig um að ég leggi fyrir mig. Við vonumst eftir fleiri börn- um. Við þykjumst fær um að veita þeim hið bezta úr tveim- ur ólíkum lifnaðarháttum. Hinar stórkostlegu breyting- ar hér norðurfrá snerta okkur vafalaust. Ungir Eskimóar láta sér nú ekki nægja hina fonu lífshætti. Það er gagnslaust að brjóta heilann um, hvort þess- ar breytingar séu til góðs eða ills — vissulega eru þær hvort tveggja. En þær gerast. Þegar Eskimóarnir hverfa hratt frá sinni gömlu menningu, ge'tur enginn ábyrgzt, að þeir hverfi til annarrar betri. Það er hægt að syngja lofsöngva um gömlu lifnaðarhættina, en fólk kærir sig ekki um að veikjast eða svelta, ef það getur haldið heils- unni, eða búa í snjóhúsunum, ef það á kost á traustari híbýlum. Sem betur fór þekktum við Batiste bæði nógu vel lifnaðar- hætti Eskimóa og hvítra manna til þess að geta aðlagazt hvort öðru. Vissulega var ég engin fegurðardís á mælikvarða Eski- móa, sem kvað vilja hafa kon- ur búlduleitar með nef, sem er ósýnilegt frá hlið. Ég held, að við höfum dregizt hvort að öðru, af því að við áttum svo auðvelt með að tala saman. Við vorum svo lík í hugsunarhætti, og ég dáðist að góðri greind hans. Ég vildi eignast mann, sem ég gæti litið upp til, bæði andlega 34 VIKAN 31.TBL. sÍThAi'Jí ruif' í dag ræddum vl&^ konunnar í lma tóÁrLf ÐfSHj ANDTiÉS OND 31.TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.