Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 49
OG KÖTTURINN LÍKA... Sjaldan höfum við notið sólar í iafn ríkum mæli og nú í sumar. I iúní og iúlímánuði að minnsta kosti hefur hver sólardagurinn rekið annan, og allir hafa notað hverja stund til að sleikja sólskin- ið. Þessi skemmtilega mynd gæti þess vegna hægilega verið tekin hér á landi. Hún er reyndar frá Þýzkalandi. Móðirin og dóttirin sóla sig — og kötturinn líka. MEÐHÖNDLUN TIL AÐ LÁTA HÁRIÐ VAXA AFTUR í síðustu kosningabaráttu, sem flokkur Willy Brandts háði, var reynt að skipta um tón meðal annars með því að nota ný og ó- venjuleg slagorð, gjarnan eilítið kímileg. Eitt þeirra hljóðaði til dæmis svo: „Við kunnum ráð við öllu — nema hárlosi". Vesturþýzki vísindamaðurinn Wilhelm Heger vill gera betur en flokkur Brandts. Hann hefur eytt allri ævinni ( að reyna að finna ráð við hárlosi. Hann starfrækir sérstaka stofnun, sem er búin alls konar tækjum, sem hann hefur látið smíða. Aðferðir Hegers eru aðallega fólgnar í lyfjagjöfum og nuddi. Á meðfylgjandi mynd sjá- um við til dæmis hjálm, sem not- aður er til að nudda hársvörðinn. 1 \ : > Á Heger telur sig hafa náð all- góðum árangri. En þar sem með- höndlun hans er enn rándýr, kost- ar á milli 1000 og 2000 mörk, vill hann ekki taka nærri alla til meðferðar. Hann rannsakar þá fyrst og úrskurðar síðan, hvort hann telji að einhver von sé um aukinn hárvöxt eða ekki. Ef eng- inn árangur næst að meðhöndlun lokinni, fá menn endurgreidda alla þá peninga, sem þeir' hafa greitt. Baráttan við hárlosið heldur á- fram. Og hárkollurnar verða stöð- ugt vinsælli að sögn. Wilhelm Heger. 31. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.