Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 46

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 46
D )ra. 0> Balliria r NÝ h :BRAG RÆRIV AFBRA GÐS J L TÆKNI Jk # Stíglaus, elektrónisk hraðastílling # Sama afl á öllum hröðum # Sjálfvirkur tímarofr # Tvöfalt hringdrif # öflugur 400 W. mótor # Yfirálags- öryggi # Hulin rafmagnssnúra: dregst inn f vél- ina # Stálskál # Beinar tengingar allra tækja. ’BaTeúío— HAND-hrærivél Fæst með standi og skál. öflug vél með fjölda tækja. STÓR-hrærívél 650 W. Fyrir mötu- neyti, skip og stór heimili. Bal/erup VANDAÐAR OG FJÖLHÆFAR HRÆRIVÉLAR Hræra • Þeyfa • Hnoða • Hakka • Móta • Sneiða Rífa • Skilja • Vinda • Pressa • Blanda • Mala Skræla • Bora • Bóna • Bursta • Skerpa ♦ SlMI % 44 20 • svi>i ii<;ata ÍO • til að angra Kristján? Eða þótti þér örlítið vænt um Yngva? Þá finnst mér, að þú ættir að hlúa að þeim ástarneista! — Það er svo auðvelt að segja svona! Við — það geng- ur ekki vel — hann er ein- hvern veginn ekki.... — Reynirðu að hjálpa hon- um? Svo er það ekki það eina, sem tengir fólk tryggðarbönd- um. — ííg veit það, sagði Anna og hitnaði um hjartrætur. — En það gengur illa í hjóna- bandinu, ef illa gengur í rúm- inu! Og þá er maður ekki leng- ur maður sjálfur — heldur sár og vonsvikinn og örvæntingar- fullur! — Hefurðu reynt að skýra það fyrir honum? Talað um það við hann? Eða er hann nautheimskur? — Hann er það alls ekki! -—- Hann er elskulegur, hann — það —- hjálp! Það er ekki til neins eftir þetta! Anna tók fyr- ir andlit sér, en hún grét ekki. Hún gat ekki tárast. Hún sá þetta allt fyrir sér: andlit Yngva, bláu augun hans, óviss, undrandi stundum. Hendur hans, hlátur, snertinguna við axlir sínar.... Hún beit sér á vör og það fór hrollur um hana. Hvar var konan, sem sagði svo stolt: Eg tek afleið- ingarnar á mig! Þessu hafði hún öllu varpað frá sér fyrir ástríðuþrungna nótt og upp- götvað of seint, hvað hún hafði misst. En nú vissi hún það og hún skildi standa við það. Hún varð að taka afleiðingunum af gerð- um sínum og vera heiðvirð kona. — 'Ég fer heim í dag, sagði hún. — Sg þarf að tala við Yngva. — Ætlarðu að segja honum alltaf létta? — Hvað gæti ég annað gert? — Eg veit það ekki. Þú þarft að létta á samvizkunni og þá líður þér víst betur. En hon- um? Skilurðu ekki, að þú velt- ir allri byrðinni yfir á hann? — Eg held, að honum myndi ekki finnast það. Sg held, að hann vildi vita það. Hann er bara þannig. — Ef hann segir þér nú að fara til helvítis? — Þá fer ég þangað, sagði Anna aumingjalega. — Og svo byrja ég upp á nýtt. — Já, sagði Kristín hugsandi. — Þú getur fengið herbergi hjá mér til að byrja með. Það eru tvö herbergi uppi á lofti, sem ég nota ekki. Sg ætla bara að segja þér þetta til þess, að þú vitir, að þú hefur þak yfir höfuðið. Því að það er bezt fyr- ir þig að fara, nema þú getir verið konan hans af lífi og sál. — Já. Anna sagði ekki annað. Hún fór inn á bað og þvoði sér einu sinni enn. Hún fór í hrein föt yzt sem innst. Hún gat bara ekki hreinsað sál sína. — Sg er að fara, sagði hún við Kristínu. — Kysstu Stefán frá mér, þegar hann kemur heim. — Eg geri það. Viltu hringja? — Já. Tveggja klukkustunda lestar- ferð. Tveggja tíma umhugsun- arfrestur og engin lausn, ekk- ert til að halda sér við. Hún vissi ekki, hvort. . . . Hún kom að Steinbrú um kvöldið. Sólin var enn á lofti, en skuggar hávöxnu greni- trjánna féllu á stíginn. Anna gekk upp hann og horfði allt af sömu augum og sæi hún það í fyrsta skipti. Þetta var enn hennar hús. Hún vissi ekki, hvort það yrði það mikið leng- ur. María hafði tekið hundinn að sér og það beið enginn eftir henni, þegar hún opnaði dyrn- ar. Hún fór og leit inn í stof- una. Hér var svo margt sem hægt var að gera, án þess að breyta öllu. Hún hafði aðeins ekki viljað það af heilum hug og það vissi hún núna. Hún hafði ekki verið nægilega án- ægð, örlát, það skildi hún. Hún gekk um húsið og opn- aði gluggana til að lofta út. Það var matur bæði í ísskápn- um og frystikistunni og hún fór að elda. Yngvi hlaut að koma fljótlega heim -— ef hann kæmi þá. Hvað ætti hún að gera, ef hann svæfi á verk- stæðinu? Hún varð að fá að tala við hann núna. Þau urðu að ganga frá þessum málum. Hún gat líka gert annað. Hún gat horfið aftur til síns fyrra lífs. Hún gat leigt herbergi hjá Kristínu, þangað til að hún fengi sér íbúð. Hún vissi, að Pétur myndi hjálpa henni. Og þau tækju henni með útbreidd- an faðminn á blaðinu. Kristján myndi líka gera það — með eigin skilyrðum! Hún myndi aldrei breytast, bara halda, að hún þroskaðist og eltist. Já, hún átti völina. Ef hún færi gæti hún aldrei snúið aftur til Yngva og líf þeirra saman yrði að engu. Hann var að koma. Hún heyrði fótatak hans á mölinni fyrir utan, þungt en hratt. Hann hafði víst séð að glugg- arnir voru opnir og vitað, að hún var heima. Hún fór úr borðstofunni inn í setustofuna til að hitta hann og hjarta hennar sló hratt. En hún hafði notað svo stór orð um framhjáhald og afleiðingar þess — nú var röðin komin að henni að játa. — Yngvi, sagði hún jafnblíð- lega og henni var unnt. —• Mig langar að tala við þig. Eg held — Hvað? spurði hann. Þau horfðust í augu. — Þér liggur víst eitthvað á hjarta, sagði hann loks. Hann hafði fulla stjórn á sér, en var- irnar voru samanbitnar. Það yrði ekki auðvelt að segja hon- um allt af létta. En hún varð að gera það. Framhald í næsta blaði. 46 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.