Vikan


Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 05.08.1971, Blaðsíða 44
mikið niðri íyrir. „Við verð- um, hvað sem öðru líður, að nota þau vopn, sem okkur eru fengin í hendur. Ertu til með að fara“? „Ef þú hefðir ekki farið að tefja mig með sögusögnum, sem ég hefði eins vel getað kynnt mér nyrðra, væri ég þangað kominn“. „Engin ástæða til að flana að neinu, Zenó. Ég verð að senda til Hickey og biðja hann að koma þér fyrir. Ég læt í veðri vaka, að þú ætlir að vera þar þér til heilsubótar, eins og líka er rétt. Og í öllum bænum vertu nú gætinn og orðvar, Zenó. Reyndu að breyta eins og skynsömum manni sæmir. Deildu ekki við Hickey um trúarefni. Þar sem þú ert frændi minn, ættir þú ekki að gera mér þá hneisu“. „Ég verð eldheitur páfamað- ur og þér til stakrar sæmdar, frændi“. „Ég vildi, að það yrði orð að sönnu, enda þótt varla sé þess að vænta, að kirkjunni yrði mikill slægur í þér. — Og nú verð ég að reka þig út. Klukk- an er langt gengin þrjú, og ég þarf að sofa eitthvað. Ratarðu aftur til gistihússins“? „Ég þarf hvergi að fara. Ég get sem bezt sofið hérna í stólnum. Far þú í rúmið, og hafðu engar áhyggjur út af mér“. „Ég festi ekki blund, fyrr en þú ert kominn út úr húsinu. Komdu nú, stattu upp og kveddu“. Niðurlag í næsta blaði. DÚETT MEÐ GABRÍEL Framhald aj bls. 9. sínu, trompetleikaranum .Toe (Tliver, til að spila í hljómsveit Olivers i Chi- cago. Bæði gagnrýnendur og áheyrendur féllu kylli- flatir fyrir homi hans rétt eins og veggir .Terikó. Hljómur Jians gat verið bæði efst uppi og neðst niðri. Hann gat verið eggj- andi og muldrandi og hann gal líka öskrað upp með ó- trúlegum lireinleika. Lik- amlegur styrkleiki leiks hans var ótrúlegur og kom keppinautum hans mjög á óvart. Armstrong þrusaði háum C-um út eins og sópr- ansöngkona við Metropoli- tan i New York. Og alltaf var fyrir að finna synkóp- ur og hjartaþrungna spennu. H1 j ómplötufyrirtæki fengu mikinn áhuga á Arm strong og beztu upptökur hans voru ótrúlega fljótt taldar sigildar. „Það hefur enginn komizt nálægtþann- ig leik síðan“, sagði liann árið 1970. „Og það getur enginn spilað svoleiðis enn- þá. Það kemst enginn i hálf kvisti við fyrstu plötumar minar. Ég hitti aldrei á vit- lausa nótu í þá daga“. Sag- an segir, að Annstrong hafi fundið upp hinn sérstæða söngstíl jazzsöngvara árið 1926: Á meðan hann var að syngja Hebbie Jeebies, missti hann blaðið með textanum á gólfið og i stað þess að stöðva upptökuna mvndaði hann þau hljóð og orð sem honum fyrst komu i hug. Skúbídúbídú-ah! Armstrong hugsaði alltaf ákaflega vel um varimar á sér og benti á að betra væri fyrir trompetleikara að vera með stinnar varir. „Það er lítið varið í að vera með höfuðið fullt af tón- list, þegar maður getur ekki komið benni út úr sér“, sagði liann. Og það var þetta atriði sem færði hon- um nafnið „Satchmo“, sem var stytting úr „Satchel Mouth“ — Leðurtösku- munnur. Hann spilaði inn á nær 2000 hljómplötur og marg- ar þeirra hafa ekki komið út. Enn fleiri voru stórkost- legar, svo sem: When It‘s Sleepy Time Down South; Ain‘t Misbehavin; Muskrat Ramble; Ba&in Street Blues og hið stórkostlega og á- hrifamikla When theSaints Go Marching In. Jafnvel upp úr 1960, þegar Salchmo og hans jazz liefði sam- kvæmt líðarandanum átt að vera gamaldags, útsetti hann titillagið úr „Hello Dolly“ fvrii- sín ryðguðu raddbönd og gerði lagið geysivinsælt um allan heim. Satchmo tókst að ganga i gegnum hæði aðdáun og auðævi án þess að það stigi honum til höfuðs. Þegar á heildina var litið, var trúðs- framkoma hans og kátfeit- ur persónuleiki hans vin- sælli meðal hvítra en svarlra, en hafi hann verið dáður á rangri forsendu, þá hafði Louis Armstrong aldrei áhyggjur af þvi. „Þetta er allt í gamni“, var hann vanur að segja. „Þeir vita allir að ég er hér til að skemmta mér og öðrum. Ég er hér hamingjunnar vegna“. Undir lokin voru þó margir blökkumenn farnir að ásaka hann fyrir að vera einskonar „Tómas Frændi“, en blökkumenn nota þetta nafn úr sam- nefndri sögu sem skamm- aryrði um kynbræður sína sem þeim finnst sýna hvita manninum of mikla holl- ustu og umburðarlyndi. En þeir gleymdu því alltaf að þetta var Louis eðlilegt. Still hans var vaudeville og i honum gerðu bæði hvítir og svartir grin að kæruleys- islegum suðurrikjafram- burði blökkumanna og stóru, saklausu brosi þeii*ra. En hann fann sín sterku hönd með sinum kynbræðr- um og systrum. Hann var auðugur maður, en bjó i lélegu hverfi (að vísu í mjög dýru húsi sem sér- staklega var byggt fyrir hann) og sagðist kjósa að búa þar heldur en annars staðar hjá öðrum ríkum, „til að vera með mínu eig- in fólki“ IJann var með þeim allt til enda, þegar hann dó í svefniaðfararnótt 7. júlí, sl. IJann lá á líkbörum á Manhattan í einnsólarhring og 25.000 manns gengu hjá til að votta honum virðingu sína. Síðan var farið með líkið heim í hverfið aftur og þar var hann grafinn. Frægt fólk, bæði svart og hvítt, var við útförina, t.d. Nelson Rockefeller, ríkisst., Jolin Lindsay, horgarstjóri NY; Benny Goodman, Dizzy Gillespie, Dick Cavett og fleiri, og eins tugir vina hans og samstarfsmanna sem elskuðu hann. Peggy Lee söng „Faðir vor“ og söngvarinn A1 IJibbler söng „Nobody Knows tlie Trou- hle I‘ve Seen“. Útförin var kyrrlát, virðuleg og hátíð- leg. En einhvernveginn fannst viðstöddum að Sat- climo hefði þótt meiragam- an ef trompet hefði hvinið eftir síðustu blessunina og brosandi hljóðfæraleikarar hefðu gengið eftir kirkju- gólfinu og leikið af fullum krafti: Oh, when the Saints, oh, when the Saints Oh, when tlie Saints go marcliing in. Lord, I want to be in that number . .. Louis Armstrong var nefnilega ekki alvarlegur maður, heldur kátur mað ur. „Nóta er nóta á öllum tungumálum“, var hann vanur að segja. „Og ef mað- ur hittir á rétta nótu, þá er það dásamlegt“! Louis hitti á rétta nótu. NOKKUR ÁRTÖL ... Framhald aj bls. 9. 1929—30: Upptökur í New York (marz 1929), hljómleikar í Chicago með Dicker- son og Dave Payton. Fór síðan til New York mcð eigin hljómsveit og var með hana I Savoy Ballrom. Síð- ar lék hann til skiptist í Connie's Inn og kom fram í Hot Chocolates revíunni. Fór til Kaliforníu í júli 1930 og var auglýstur sem sólóisti 44 VIKAN 31.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.